5.6.2016 | 15:50
Mörg dæmi um áhættuna af "hinu ljúfa lífi."
Það dylst engum, sem sér Ronaldo í leik að geta hans byggist ekki aðeins á meðfæddum hæfileikum, heldur þrotlausum æfingum og þjálfun í hvívetna. Ekki er að efa að árangur hans á nýliðnu keppnistímabili hefur tekið á og nauðsynlegt að pústa aðeins.
Þótt Ronaldo sé vafalaust með úthugsaða áætlun í þessu efni sýnir íþróttasagan, að það þarf ævinlega að ganga hægt um gleðinnar dyr.
Muhammad Ali kom stundum greinilega of þungur og ekki í nægilega góðu formi til barda og mátti til dæmis þakka fyrir að vera ekki dæmdur ósigur í hinum hundleiðinlga bardaga sínum við Jimmy Young, enda púað á Ali í lok bardagans.
Lennox Lewis veitt sér smá munað, að leika smáhlutverk í Hollywood mynd og það nægði til að draga nóg úr getu hans í hringnum til þess að Hasim Rachman rotaði hann.
Jack Dempsey, fyrsta stóra alþjóðlega íþróttastjarnan, var veikur fyrir því að njóta frægðarinnar með þátttöku í skemmtanalífinu, og náði aldrei fyrri styrkleika eftir það, tapaði heimsmeistaratigninni til Gene Tunney og mistókst að ná henni aftur í bardaga, þar sem hann skoraði Tunney á hólm.
Ali ofmat getu sína til að endurheimta fyrri styrkleika fyrir fyrsta bardagann við Joe Frazier og tapaði honum.
Frazier ofmetnaðist síðan í framhaldinu, fór að spila í hljómsveit og njóta lífsins og kom of þungur og ekki í nægilega góðu formi til bardaga við George Foreman með þaim afleiðingum að vera niðurlægður strax í upphafi bardagans og sleginn sex sinnum í röð í gólfið.
Prins Naseem Hamed var æðislegur og einstakur boxari í kjölfar erfiðs uppvaxtar í fátækt en þegar við Bubbi Morthens heilsuðum honum í Machester fyrir bardaga, var hönd hans köld og þvöl.
Hann hafði greinilega orðið meyrari og orðinn of þungur við að lifa ljúfu lífi í kjölfar heimsfrægðar og náði sér aldrei á strik eftir þetta.
Síðan eru dæmi um að afreksmenn hafi blekkt andstæðingana með því að láta líta út fyrir að þeir slægju slöku við æfingar.
Þegar Louis Firpo var heimsmeistari, tröll að burðum, tæplega tveir metrar á hæð, skoraði mun minni hnefaleikari, Max Bear, á hann og fór mikinn í samkvæmislífinu og sló um sig með grobbi og gríni, þannig að fjölmiðlarnir tóku eftir því og gerðu þessu ljúfa lífi hans góð skil.
En í raun æfði hann eins og berserkur og niðurlægði síðan risann ítalska, sem vanmat Bear gróflega.
Villt partý Ronaldos fyrir Íslandsleik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einhvern tíma bauð íslenska fótboltlandsliðið mótherjum sínum í útreiðartúr daginn fyrir leik, þannig að móthejarnir mættu með harðsperrur til leiks. Vonandi fær Ronaldo góða útreið fyrir leik, og mættir rislágur og með sperrur í öllum limum...
Lalli varamaður (IP-tala skráð) 5.6.2016 kl. 17:24
Sammala Ómari en ekki var hann tungur her
https://www.youtube.com/watch?v=kX5vjty1SV0
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 5.6.2016 kl. 18:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.