5.6.2016 | 22:38
Það þarf sterk bein til að þola góða daga.
Kannski var forsætisráðherra að leita að máltæki á borð við ofanritað þegar hann sagði að það væri erfitt að eiga peninga á Íslandi.
En vegna samhengisins við birtingu Panamaskjalanna þótti mörgum sem með þessum ummælum væri verið að réttlæta gerninga eins og skattaundanskot og peningaþvætti.
Nú segir Sigurður Ingi það þessi ummæli hafi verið óheppileg og klár mistök af sinni hálfu.
Þau hafi hins vegar verið slitin úr samhengi.
Þegar orð Sigurðar Inga núna eru borin saman við nýjustu ummæli fyrrverandi forsætisráðherra og það sem hann heldur fram núna, kemur fram grundvallarmunur, sem hugsanlega væri hollt fyrir Framsóknarmenn að íhuga þegar þeir búast til kosningabaráttu sinnar.
Mistök að segja erfitt að eiga peninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
31.3.2016:
"Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra segir að eftir að upplýst var um aflandsfélög tengd ráðherrum séu engar siðferðilegar stoðir lengur fyrir þeirri pólitísku stefnu ríkisstjórnarinnar að sumir geti staðið fyrir utan krónuhagkerfið en aðrir ekki."
"Því hefur verið haldið fram að það sé nauðsynlegt að hafa krónu vegna útflutningsfyrirtækjanna.
Útflutningsfyrirtækin hafa hins vegar fyrir löngu yfirgefið krónuna. Þau starfa fyrir utan krónuhagkerfið þannig að þau rök eiga nú ekki vel við.
Þegar gengi krónunnar hrynur rýrna eignir launafólks en eignir þeirra sem geyma sín verðmæti í erlendri mynt hækka í verði.
Það er þetta óréttlæti sem ég held að hafi blasað við um nokkurn tíma en verður miklu augljósara eftir þessa atburði."
Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins - Engar siðferðilegar stoðir fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar
Þorsteinn Briem, 6.6.2016 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.