Stærsta misréttið ósnertanlegt?

Að umfangi er það, að hið mikla uppeldisstarf íslenskra barna er metið einskis í peningum, að undanteknu fæðingarorfofi, líklega stærsta misrétti íslensks þjóðfélags.

Ég heyrði nýlega, að gerð hefði verið könnun, sem fólst í því að gert var atvinnutilboð með lýsingu á því í hverju starfið fólst, og prófað að kanna, hvernig fólki litist á þetta tilboð.

Þegar skilyrðin voru rakin vakti það að sjálfsögðu vonir hjá þeim sem lásu þau, að svo virtist sem um mikið hálaunastarf hlyti að vera að ræða, svo ríkar voru kröfur um kunnáttu og þar á ofan rakið hvernig vinnutíminn var óheyrilegur, dag og nótt ef svo bar undir,án nokkurra fastra frítíma eða orlofs.

En auðvitað var þetta húsmóðurhlutverkið, ólaunað en ómetanlegt.

Þegar ég færi þetta í tal við fólk, brestur á þögn, sem þýðir, að það sé gersamlega vonlaust að hrófla við þessu misrétti, sem fylgir þeim, sem það bitnar á, til æviloka, líka fram á lífeyrisaldurinn.

Vinnuframlag kvenna, sem hafa alið upp mörg börn í stórfjölskyldu og þurft að takast á við hjúkrun af vandasömustu gerð árum saman, er ekki metið til krónu.

Og tækniþjóðfélag nútímans finnur ekkert ráð til að takast á við þetta ranglæti.

 

 


mbl.is Borgaralaunum hafnað í Sviss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hafi einhver áhuga á því að eignast og ala upp börn þá er eina misréttið að þeir sem ekki vilja það þurfa að taka þátt í kostnaðinum. Foreldrarnir fá greitt fæðingarorlof, barnabætur og niðurgreidda dagvistun. Skólaganga barnanna er einnig á kostnað skattgreiðenda. Þetta hobbí sem sumir velja sér á að vera algerlega á þeirra kostnað eins og önnur hobbí.

Þegar ég færi þetta í tal við fólk, brestur á þögn, sem þýðir, að það sé gersamlega vonlaust að hrófla við þessu misrétti, sem fylgir og skerðir lífsafkomu skattgreiðenda til æviloka, líka fram á lífeyrisaldurinn.

Og tækniþjóðfélag nútímans finnur ekkert ráð til að takast á við þetta ranglæti.

Hábeinn (IP-tala skráð) 6.6.2016 kl. 19:54

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Foreldrar eru einnig skattgreiðendur og ekkert óeðlilegt við það að þeir fái greitt fyrir að búa til nýja skattgreiðendur.

Ef þeir ganga ekki í Framsóknarflokkinn.

Þorsteinn Briem, 6.6.2016 kl. 20:46

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auðvitað heldur Sjálfstæðisflokkurinn að öll ábyrgðin og vinnan við að framleiða nýja skattgreiðendur felist eingöngu í stanslausum uppáferðum.

Og þær séu bara tómstundagaman.

Þorsteinn Briem, 6.6.2016 kl. 23:09

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, Hábeinn(Hilmar), þetta með að uppeldi og umönnun fyrir uppvaxandi kynlóðir sé eins og hvert annað lítilsvert hobbí, sem alveg sé hægt að láta sigla sinn sjó, rímar alveg við það sem þú sagðir hér í athugasemd, að við ættum að haga okkur í samræmi við það að engar komandi kynslóðir skiptu okkur neinu máli, þær væru ekki til.  

Ómar Ragnarsson, 7.6.2016 kl. 23:29

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Og það er frábær framtíðarsýn, ekki satt, að engar kynslóðir fæðist til að vaxa upp og standa undir þjóðfélaginu, heldur eigi að láta þjóðina deyja út jafnframt því að tómir ellibelgir verða eftir.

Ómar Ragnarsson, 7.6.2016 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband