Sveiflur geta enn orðið.

Hverjar kosningar á Íslandi virðast lúta sérstökum og eigin lögmálum.

1968 virtist snemma ljóst að hverju stefndi varðandi Kristján Eldjárn þótt þá væru engar marktækar skoðanakannanir eftir viðurkenndum vísindalegum aðferðum að ræða.

Ég tók þátt í þeirri kosningabaráttu og skynjaði þetta allan tímann.

Man líka vel eftir kosningabaráttunni 1952 þegar mikill straumur lá með Ásgeiri Ásgeissyni gegn frambjóðenda þáverandi stjórnarflokka, Sjalla og Framsóknar, sem höfðu þó meira en 60 prósent fylgi samanlagt á landsvísu.

Kosningarnar 1980 voru tvísýnar fram á morgun kosninganóttina.

Í kosningunum 1996 sótti Ólafur Ragnar Grímsson í sig veðrið í kosningabaráttunni, og þegar hin mjög svo frambærilega Guðrún Pétursdóttir dró sig í hlé, virtist það efla fylgi Ólafs Ragnars.

Sagan geymir dæmi um stærri sveiflur í Alþingiskosningum.

Bandalag jafnaðarmanna, Borgaraflokkurinn og Þjóðvaki fengu öll gríðar mikið fylgi í fyrstu í aðdraganda kosninganna 1983, 1987 og 1995.

Öll misstu þau fylgi fram að kosningum, og svo hröð var sveiflan síðustu vikurnar 1995 frá Þjóðvaka, að hugsanlega hefði hún gengið enn lengra ef kosið hefði verið viku síðar en gert var.

Þótt Davíð Oddsson og Ástþór Magnússon sæki hart að Guðna Th virðast fylgistölurnar hjá fylgismestu frambjóðendunum lítið breytast enn sem komið er.

En enn eru tvær og hálf vika til kosninga og sem kunnugt er er vika langur tími í pólitík.


mbl.is Guðni með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finnst þér Ástþór sækja hart að Guðna?  Hann kallar Davíð stríðsglæpamann en Guðna fulltrúa valdaklíku.  Þessi væll í fylgismönnum Guðna er pínulítið þreytandi.  Minnir soldið á Sigmund Davíð.  Það sjá allir sem vilja sjá að Ástþór hefur rétt fyrir sér.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.6.2016 kl. 08:13

2 identicon

Elín, það sem ég sé þegar ég sé Ástþór er að hann gengur ekki alveg heill til skóar, er það svoleiðis maður sem við viljum á Bessastaði..?. Svo er þetta sama aðferð og náhirðin notaði á Þóru Arnórsdóttur, það var reynt að gera hana að RÚV og Samfylkingar frambjóðanda með þeim árangri að þar misstum við tækifæri á að kjósa hana sem forseta, en ég er viss um að hún hefði staðið sig vel í því.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 7.6.2016 kl. 09:02

3 identicon

Það er alltaf mikið vit í því sem Ástþór segir.  Ef þér finnst það bilað þá verður þú að eiga það við sjálfan þig.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.6.2016 kl. 09:28

4 identicon

Ég vildi óska þess að kjósendur myndu sneiða hjá því að kjósa þá frambjóðendur sem reka kosningaskrifstofur. Því þeir sem það gera eru ekki sjálfstæðir í sínu framboði. Við vitum það öll að venjulegt heiðarlegt launafólk hefur ekki efni á að reka kosningaskrifstofu. Vilja menn virkilega fá forseta sem er handbendi einhverra annarlegra afla í þjóðfélaginu. Erum við ekki búin að fá nóg af svoleiðis fíneríi úr pólitíkinni?

Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.6.2016 kl. 09:56

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það sem er ánægjulegast við sigur Guðna er, - að þá get ég fengið að borga Icesave!

Hahaha ég fæ allan pakkann.  ESB og sá fæ ég líka að borga Icesave.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.6.2016 kl. 11:33

6 identicon

Maður getur alltaf gengið út frá því að asninn vill fara í hina áttina.  Það er alltaf jafn fyndið :)

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.6.2016 kl. 11:40

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps.  Þetta með Ástþór, að þá er það svo skrítilegt, að einstaka atriði hjá honum meikar alveg sens.

Td. var einhversstaðar verið að tala um ferðamannabissnesinn og hvernig sjallar eru á góðri leið með að missa allt niðrum sig þar eins og vanalega, - að þá sagði Ástþór eitthvað á þá leið, að varasamt væri að ætla að stóla bara á ferðamenn til að blása í bólu hér.

Vegna þess einfaldlega að það geta orðið terror árásir í heiminum sem mundu stórskaða flug, allavega tímabundið, með þá skelfilegum afleiðingum efnahagslega fyrir Ísland.  

Þ.e. að massatúrismi er bissnes sem varasamt er að stóla algjörlega á.

Þetta var rétt ábending hjá honum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.6.2016 kl. 11:41

8 identicon

Ómar, það hefur alltaf staðið til að borga ICESAVE og það sem meira er...það stendur til að borga ICESAVE upp í topp...með vöxtum og vaxtavöxtum.um það var samið núna í vor.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 7.6.2016 kl. 12:15

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðni Thorlacius Jóhannesson verður næsti forseti Íslands og þarf ekki kosningaskrifstofu til, enda ættu þær að vera óþarfar.

Forsetakosningar verða 25. júní og daginn eftir á Guðni Th. afmæli, þannig að 26. júní verður fánadagur.

Seltirningurinn Guðni Th. fæddist árið 1968, þegar Kristján Eldjárn var kosinn forseti Íslands.

Ólafur Ragnar Grímsson var einnig Seltirningur þegar hann varð forseti landsins og er nú búinn að graðga í sig nýsoðna ýsu á kostnað íslensku þjóðarinnar öldum saman.

Þorsteinn Briem, 7.6.2016 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband