Þegar tilveran var án Corn flakes og Cheerios.

Sú var tíðin á mínum unglingsárum að tilveran gekk sinn vanagang að öllu leyti án "morgunkorns".

Morgunkornið þá var haframjöl, í svipuðum umbúðum og það er enn í dag.

Ég komst fljótlega upp á að borða haframjöl þurrt með mjólk eða undanrennu út á og geri það enn í dag, 65 árum síðar.

Á síðari hluta sjötta áratugarins ruddu Corn flakes og síðar Cheerios sér til rúms og urðu að nógu órjúfanlegum hluta af daglegu lífi að Bjartmar Guðlaugsson gat sungið: "Súrmjólk í hádeginu´og Cherrios á kvöldin..."

Úr því að kornmatur hefur af og til breyst í aldanna rás ætti stöðnun ekki að vera lögmál á því sviði neyslu.

Ég hlakka því til að prófa nýjar tegundir.

Munum, að kornflögur (corn flakes) urðu til sem mistök í eldamennsku.


mbl.is Fyrsta nýja morgunkornið í 15 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar í sig graðgar graut,
gerist ekki betra,
engan skaða af því hlaut,
allt frá tíu vetra.

Þorsteinn Briem, 7.6.2016 kl. 14:43

2 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Vinkona mín ólst upp við það að morgunkorn var til hátíðarbrigða á heimilinu. Þegar að eiginmaður hennar sem var vanur morgunkorni alla tíð kom í fjölskyldu hennar minnist hann fyrsta morgunverðartímans með tengdafólkinu sínu á þann veg að heimilisfólk stundi,umlaði með lokuð augun og sagði ekki orð allan tímann enda njótandi augnabliksins í morgunkornsáti sem í þessu tilviki var Cocoa Puff laughinglaughinglaughing

Ragna Birgisdóttir, 7.6.2016 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband