9.6.2016 | 23:37
Hægt að þróa flugvöllinn og bæta missinn.
Þegar horft er á hvernig helstu íbúðarhúsin á Hliðarendareitnum er raðað sem næst brautarenda NA-SV brautarinnar en autt svæði haft fjær, sést að með því núa þessu við og hafa húsin næst Hringbrautinni en vellina nær hefði verið hægt að sætta sjónarmið.
Það er hins vegar hægt að bæta fyrir missi brautarinnar með því að færa hana til og lengja hana í áttina að Skerjafirði.
Og hægt er að þróa flugvöllinn til samræmis við það hvað staðsetning hans er góð hvað varðar það að gera A-V brautina að aðalbraut vallarins með því að lengja hana til vesturs.
Gríðarlegur léttir eftir 11 ára baráttu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Reykjavíkurborg fær sem byggingarland svæðið við suðurenda NA/SV-brautar flugvallarins á Vatnsmýrarsvæðinu þegar brautinni verður lokað á þessu ári og byggingarland Valsmanna er við norðurenda brautarinnar.
Þorsteinn Briem, 10.6.2016 kl. 00:10
Þorsteinn Briem, 10.6.2016 kl. 00:18
Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu - Stjórnarskrárvarinn eignarréttur
"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og að meina öðrum að nota hann."
Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu, merkt hér með gulum strikum:
Þorsteinn Briem, 10.6.2016 kl. 00:21
25.10.2013:
"Í framhaldi af undirritun meðfylgjandi samkomulags milli ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group munu ríki og Reykjavíkurborg vinna í samræmi við áður undirritaða samninga.
Undirbúningur eftirfarandi verkefna mun þegar hefjast:"
"... ii) Aðilar ljúki vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið og tilkynnt verði um lokun NA/SV-brautarinnar samhliða auglýsingu þess, síðar á þessu ári [2013]. ..."
"iii) ... Óháð öðrum verkþáttum sem í samkomulaginu felast munu innanríkisráðuneytið og Isavia hafa forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar í samræmi við áður gefin fyrirheit vegna endurbyggingar vallarins um síðustu aldamót og skal stefnt að því að framkvæmdir verði hafnar eins fljótt og verða má."
Samkomulag ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um sameiginlega athugun á flugvallarkostum (svokölluð Rögnunefnd)
Þorsteinn Briem, 10.6.2016 kl. 00:22
Hættan á flugslysum er einna mest við enda flugbrauta.
Þorsteinn Briem, 10.6.2016 kl. 00:28
Þorsteinn Briem, 10.6.2016 kl. 00:29
11.3.1986:
"Segja má að kraftaverk hafi átt sér stað í gær, þegar Fokkervél með 41 farþega missti afl á öðrum hreyfli og hætt var við flugtak.
Flugvélin fór fram af flugbrautinni út á Suðurgötuna, sem liggur við vesturenda brautarinnar, og stöðvaðist á miðri götunni."
Fokkervél fór út á miðja Suðurgötuna
3.8.1988:
"Þrír menn fórust er kanadísk tveggja hreyfla ferjuflugvél fórst skömmu fyrir lendingu á Reykjavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan 17 í gær.
Flugvélin stakkst á nefið á milli brautarenda og Hringbrautar og sprakk strax í loft upp."
Flugvél stakkst á nefið og sprakk í loft upp steinsnar frá Hringbrautinni
16.10.1990:
"Ekkert hefur enn komið fram við rannsókn á flaki flugvélarinnar sem hrapaði í Skerjafjörð síðastliðinn laugardag.
Flugmaðurinn lést í slysinu. Hann var reyndur flugmaður, með 400 flugstundir að baki.
Flugvél hrapaði í Skerjafjörð
23.4.1997:
"Mikil mildi þykir að enginn skyldi slasast þegar tveggja hreyfla flugvél brotlenti við Reykjavíkurflugvöll í gær, rétt við Suðurgötu.
Bílar höfðu örskömmu áður ekið um götuna."
Brotlenti við Suðurgötuna
9.8.2000:
"Eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna hrapaði í Skerjafjörð, rétt vestan við Nauthólsvík, á mánudagskvöld."
Flugvél hrapaði í sjóinn rétt vestan við Nauthólsvík
Þorsteinn Briem, 10.6.2016 kl. 00:30
Meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins, 58%, er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila.
Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.
Og frá þeim tíma hefur verið 70% verðbólga hér á Íslandi.
Úttekt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, bls. 64-65
"78. gr. ... Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir."
Stjórnarskrá Íslands
Þorsteinn Briem, 10.6.2016 kl. 00:34
14.3.2013:
"Samningar hafa tekist á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði.
Í samningnum felst að Reykjavíkurborg kaupir land ríkisins, alls um 112.000 fermetra svæði. Gera má ráð fyrir að allt að 800 íbúðir geti risið á byggingarlandinu.
Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra og Dagur B. Eggertsson sem staðgengill borgarstjóra undirrituðu samninginn á Reykjavíkurflugvelli.
Samningurinn var samþykktur í borgarráði með öllum greiddum atkvæðum á fundi þess í morgun.
Í samningnum segir að sameiginlegt markmið ríkis og Reykjavíkurborgar sé að koma svæðunum sem losna við lokun norður/suður og austur/vestur flugbrautar Reykjavíkurflugvallar (stundum kölluð litla flugbrautin) í uppbyggingu með hag beggja samningsaðila að leiðarljósi.
Fjöldi íbúða og fyrirkomulag á svæðinu verður útfært í deiliskipulagi undir forystu umhverfis- og skipulagssviðs."
Ný 800 íbúða byggð í Skerjafirði - Reykjavíkurborg
Þorsteinn Briem, 10.6.2016 kl. 01:07
Sæll, Ómar. lengja 24 út í Skerjafjörð. Hver á að borga það, lóðirnar sem Valsbraskarar fá eða skattborgarar? Sérðu, Ómar, ekki hvað er skrifað á vegginn: Engin tré verða lækkuð í Öskjuhlíð og engin lendingarljós verða sett við Ægisíðubrautarendan. Smá saman lokar þessi a-v braut fyrir atvinnuflugi. Þá er bara eftir að loka n-s brautinni samkv. áætlun 2024 og þá stendur ein braut eftir, þá na-sv. Völlurinn ónýtur. Þetta er planið, einfallt.
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 10.6.2016 kl. 01:22
Gríðarmikil uppbygging sem er fyrirhuguð við Skerjafjarðarendann, hálft bílastæði á íbúð, mun valda öngþveiti í hverfinu sem verður ekki leyst nema með lokun vallarins eins og fram kom á íbúafundi.
GB (IP-tala skráð) 10.6.2016 kl. 09:30
Sýnu einfaldara að færa til óbyggð hús, en að færa heila flugbraut, þó hún sé stutt. Málamiðlun hefur hins vegar ekki komið til greina þar sem tilgangurinn er að koma vellinum fyrir kattarnef, eina braut í einu.
ls (IP-tala skráð) 10.6.2016 kl. 11:49
"Bæta missin" Bæta hvaða missi? Í þessu máli missti enginn neitt nema þeir sem vilja hafa sinn einkaflugvöll í bakgarðinum. Semsagt þröngsýnir eiginhagsmunaseggir sem bera enga virðingu fyrir hagsmunum almennings.
Bjarni (IP-tala skráð) 11.6.2016 kl. 06:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.