10.6.2016 | 12:05
Hittingur í lagi.
Tilboð Björgvins Halldórssonar varðandi jólatónleika hans er nýstárlegt og frumlegt eins og margt sem honum dettur í hug.
Í hug kemur smásaga af heimapartíi sem einn af allra þekktustu hljómlistarmönnum þjóðarinnar hélt, þar sem Björgvin var meðal gesta.
Ákveðið var að panta pítsur og þegar bjallan hringdi, ætlaði húsráðandi til dyra.
En Björgvin stóð upp, og vildi fara til dyra. Það þótti húsráðanda sérkennilegt og afþakkaði boðið.
En Björgvin sat fastur við sinn keip.
"Af hverju ættir þú að fara til dyra en ekki ég?" spurði partíhaldarinn.
"Jú, sjáðu til," svaraði Björgvin, "hugsaðu þér 18 ára pítsusendil, sem heldur á pítsum og hringir dyrabjöllu og sjálfur Elvis kemur til dyra."
Geta borgað meira og hitt Björgvin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er töff, og bara sniðugt hjá Bjögga og co. - Fríir drykkir á meðan á tónleikum stendur..en til hvers þá frítt bílastæði ?? - Eftir einn....o.sv.frv. - Afhverju ekki frír akstur heim, á höfuðborgarsvæðinu ? -
Már Elíson, 10.6.2016 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.