Hjólreiðar eru lyf fyrir marga.

Hjólreiðar hafa þann kost að þær geta falið í sér þægindi og sparnað jafnframt því að vera afar heilsusamlegar.

Það er mikill kostur hve nálægt ákvörðurstað er hægt að komast á hjóli, jafnvel alveg inn að ískápsdyrum eða inn í skrifstofu. Þótt hjólið fari hægar en bíll, vinnst tími upp á móti vegna þessara þæginda, einkum í þéttbýlli hlutum höfuðborgarsvæðsins.

Eftir að reiðhjól með rafhjálp komu til sögunnar er fokin sú afsökun að hljólreiðar séu of erfiðar, of þreytandi, sumum um megn, og að fólk komi í svitabaði í vinnu eða á fundi ef það er á hjóli. Þannig er það ekki ef um rafreiðhjól er að ræða. Rödd náttúrunnar. Ofan frá

Auk þess fela þær í sér hressandi útiveru og allt tal um að rigning hamli hjólreiðum á ekki við á þeim tímum þegar hægt er að smella yfir sig laufléttum hlífðarfatnaði.

Ef menn geta ekki notað fæturna til að hjóla, til dæmis vegna meiðsla, en geta staðið í fæturna, eru á boðstólum litlar, léttar rafskutlur, sem hvorki þarf próf á né að borga tryggingar. Í flestum slíkum tilfellum á fólk erfitt með gang og er afar seinfært, og þá sparar hjólið bæði tíma og fyrirhöfn.

Í myndinni sést rafhjólið Perla í forgrunni, ágætt dæmi um þetta, á stórskemmtilegri samkomu, sem nýstofnuð samtök, "Rödd náttúrunnar", héldu í húsakynnum forsetaframboðs Andra Snæs Magnasonar, fyrir viku. Á morgun klukkan 17:00 verður blásið þar til rapptónleika í fjáröflunarskyni.

Eftir rúmt ár á hjóli telst mér til að innan við tíu dagar hafi verið með veður sem hamlaði för á hjóli. Það eru um 3% daganna.

Vegna slits í hnjám hef ég ekki hlaupið í ellefu ár nema einstakan stuttan sprett, en þess í stað hlaupið upp stiga, sem felur í sér allt öðru vísi álag á hnén en hlaup á jafnsléttu eða undan brekku.

Þegar hæfilegt álag á hnén bættist við með hjólreiðunum var það reynsla mín, gagnstætt því sem ég hafði óttast, að ég varð heldur skárri í þeim en ekki verri en ég hafði verið áður.

 


mbl.is „Það er lyf fyrir mig að hjóla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Býsna góður brunar um,
bæði upp og niður,
rafurmagnið munar um,
mikill er þar skriður.

Þorsteinn Briem, 11.6.2016 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband