Stærstu skrefin eru oft lítil.

Fyrsta ökuferð Karls Benz á fyrsta bulluhreyfilknúða bíl hans var talinn í hundruðum metra.

Fyrsta ökuferð konu hans utan þéttbýlis, milli Mannheim og Porzheim, var aðeins 106 kílómetrar, en reyndist miklu mikilvægari en ökuferð manns hennar til þess að breyta hugmyndum manna um getu bulluhreyfilsins.

Bertha bjargaði sér þegar hemlarnir fóru, með því að finna upp hemlaklossana, og keypti upp sprittlager apóteks þegar eldsneyti vantaði.

Fyrsta flugferð Wrigth-bræðra var 37 metra löng, tók 12 sekúndur, flughraðinn aðeins 10 km/klst og flughæðin mest um þrír metrar.

Þannig eru margir af stærstu áföngunumm í tækniframförum manna oft hlægilega litlir, oft hafðir að athlægi og virka fáránlega smáir þegar stundir líða fram.

Um þróunina, þegar hún er á frumstigi, gildir kjörorðið "let it be done!", en í því lagi á Youtube er minnst á nokkra möguleika varðandi óhjákvæmileg orkuskipti, sem kunna að þykja barnaleg í núinu. 

Slóðin er:  https://youtu.be/y_rFz-gF5dg

 

 

 

 

 

 


mbl.is Sol­ar Impul­se lenti í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Flott og skemmtilegt myndband!

Þorsteinn Briem, 12.6.2016 kl. 02:07

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk.

Ómar Ragnarsson, 12.6.2016 kl. 05:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband