"Let it be done!"

Það er gaman að geta fjallað um skref í átt til óhjákvæmilegra orkuskipta í tveimur samliggjandi bloggpistlum. Annars vegar fyrsta flug sögunnar umhverfis jörðina án brennslu jarðefnaeldsneytis, og hins vegar miklu betri árangurs en vænst var varðandi bindingu koltvísýrings í basaltberglögum við Hellisheiðarvirkjun.

Ég átti þess kost að hafa samvinnu við Orku náttúrunnar í fyrra í sambandi við verkefnin "Orkuskipti, - koma svo!" og "Let it be done" og finna áhugann og metnaðinn, sem starfsfólkið þar hefur.

Það er með hjólaklúbb þar sem þau sjálf gefa gott fordæmi, og hópur úr því hjólaði síðasta spölinn með mér frá Akureyri til þess að sýna fram á, að það kostar aðeins 115 krónur að skila einum manni á milli þessara staða ef notað er rafknúið reiðhjól.

Koltvísýringurinn er að vísu aðeins 0,4% af útblæstri virkjunarinnar, sem nemur yfir 80 prósentum af orku hennar, og enn liggur fyrir að koma jafn góðum böndum á útblástur brennisteinsvetnis og koltvísýrings, en að sjálfsögðu er koltvísýringurinn lang mikilvægata viðfangsefni með tilliti til útblásturs gróðurhúsalofttegunda og loftslagsbreytinga.

Slóðin á "Let it be done!", sem var myndband um verkefni núlifandi jarðarbúa, gert í fyrrahaust, er:  https: // youtu.be/y_rFz-gFz-gF5dg

Einnig voru gerð tvö önnur myndbönd í með samvinnu frá Orku náttúrunnar: "Aðeins ein jörð" og "Only one earth".  Slóðin á það síðarnefnda: 

https: www.youtube.com/wathc? v=mj3MeN9QgPk


mbl.is Geta bundið kolsýring á tveimur árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband