14.6.2016 | 09:20
Bráðnar ört á hálendinu.
Það leyndi sér ekki í flugferð í gær frá Tungubökkum í Mosfellsbæ til Sauðárflugvallar á Brúaröræfum, hvað snjó tekur ört upp á hálendinu.
Miklu minni snjór er nú á Sprengisandsleið en 19. júní í fyrra og leiðin í Kverkfjöll er að opnast.
Sauðárflugvöllur var flekkóttur af snjó 2. júní síðastliðinn, en kemur nú þurrari og harðari undan vetri en nokkru sinni áður og þar að auki mun fyrr.
En gríðarlegur snjór á svæðinu kringum flugvöllinn á Brúaröræfum og Vestur-Öræfum er enn ekki farinn og miklar bleytur enn.
Sauðárflugvöllur er því enn eins og vin í eyðimörk skafla og bleytu og var valtaður og yfirfarinn i gær, svo að hann er opinn hér með, allar fimm brautirnar.
Það hefur verið árvisst að flugvöllurinn opnist 2-4 vikum fyrr en landleiðirnar á hálendinu.
Á neðri myndinni eru Brúarjökull og Kverkfjöll í baksýn.
Fínasta júníblíða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.