14.6.2016 | 22:44
Hrokagikkur, ef rétt er eftir honum haft.
Ef þau ummæli, sem höfð eru eftir "ofurhetjunni" Ronaldo eftir leik Portúgala og Íslendinga, eru rétt eftir honum höfð, sýna þau algera andstöðu við kjörorð EM, "respect" eða "virðing", - sýna fyrirlitningu og oflátungshátt.
Rétt er að minnst þeirrar fyrirlitningar sem margir sýndu enska knattspyrnuliðinu Leicester áður en Öskubuskuævintýri þess hófst.
Fæstir höfðu mikið álit á Grikkjum áður en þeir urðu Evrópumeistarar og veðmálin fyrir bardaga Mike Tyson og Buster Douglas 1990 voru 41:1.
Dramb er falli næst.
Smáþjóð sem mun aldrei vinna neitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ronaldo var sá eini í landsliði Portugal sem ekki tók í hönd, eða þakkaði, íslensku landsliðsmönnunum, að leik loknum. Vissulega fær knattspyrnumaður, en orð hans og ummæli setja hann skörinni neðar en áður. Ummæli hans munu án efa efla liðsanda landsliðsins enn frekar, vona ég.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 14.6.2016 kl. 23:14
Hann ætti nú ekki að gleyma því, að hann er sjálfur frá lítilli elfjallaeyju í Atlantshafi....Og ekki stækkar hann við þessi ummæli, ef rétt eru höfð eftir honum, eins og Ómar segir. Haugur, og ekkert annað.
Már Elíson, 14.6.2016 kl. 23:15
Madeira er minni en Ísland,,,,,
Ármann Birgisson, 14.6.2016 kl. 23:19
Hann fékk nú ekki nema 2 lokatilraunir - eftir leikslok - til að skora kall greyið.... hver veit ef hann hefði fengið 3...
Jói frá Rónakeldu (IP-tala skráð) 14.6.2016 kl. 23:34
Silfur og brons á Ólympíuleikum til Íslands forðum, þó ekki væri í fótbolta - Hvar var Portúgal þá?
Séra Saga (IP-tala skráð) 14.6.2016 kl. 23:41
Eftir fljótlega yfirferð mína á erlendum fréttamiðlum í kvöld er fjallað um þessi orð Ronaldo um okkur eftir leikinn.Ronaldo er að verða of stór fyrir Portúgalska landsliðið að eigin áliti . Lítilmenni.
Ragna Birgisdóttir, 14.6.2016 kl. 23:43
Þess þá heldur, Ármann #3
Már Elíson, 15.6.2016 kl. 00:05
"Ronaldo". Minnir mig á "Zlatan" ... hetjurnar ... sem halda að þeir einir hafi skorað mark, þegar einhver annar í liðinu notaði þá sem "batta" á biljard borði ... "batti í hornið ..." og það var battinn sem skoraði ... eða var það kjuðinn ...
Fótbolti er spilaður af 11 mönnum á leikvellinum ... hvað einn ropar, á ekki að skipta máli. Ekki breitir það úrslitunum.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 15.6.2016 kl. 02:12
"Ég er nú búinn að vera leigubílstjóri í fjeritíu ár en hef aldrei vedað annað eins!"
Þorsteinn Briem, 15.6.2016 kl. 02:56
Má ekki fjúka í hann eins og þá sem bíta og slá, sem er sýnu alvarlegra. En allir öfunda Ronaldo, mannin sem nánst einn kom Portugal í undan úrslit í seinasta móti.Sjáum hvort hann bætir sig ekki.
Helga Kristjánsdóttir, 15.6.2016 kl. 06:46
Hann er þó ekki ákærandi, dómari og böðull eins og Reykjavíkurborg með sitt fína mannréttindaráð.
http://www.visir.is/sakadur-um-glaepi-i-starfi-sinu-sem-tulkur-/article/2016160619433
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.6.2016 kl. 09:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.