15.6.2016 | 17:37
Stórkostleg stund.
Það er einstaklega ánægjulegt að vera viðstaddur fyrirlestur Jane Goddall í smekkfullu Háskólabíói, ekki aðeins troðfullum sal, heldur fullu anddyri líka.
Þessi samkoma hefur allt sem hægt er að óska sér, stórkostlega og nánast hátíðlega stemnningu, helgaða mikilvægasta verkefni og áskorun mannkynsins á þessari öld óhjákvæmilegra umskipta og byltingar.
Ekki minnkaði hrifningin við að hlusta á tvær afbragðs íslenskar konur, Vigdísi Finnbogadóttur og Guðrúnu Pétursdóttur.
Þetta er sannkallaður gleðidagur sólskins, bæði utan og innan dyra.
Goodall svarar fyrir Vísindavefinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.