15.6.2016 | 20:20
Látinn ljúga tómri steypu fyrir framan þjóðina.
Sjónvarpsmaður, sem þarf að stilla sér upp í fréttasetti til að segja aðalfrétt dagsins, er í þeirri stöðu að hann greini frá mikilvægum sannleika af öllum þeim trúverðugleika, sem hann á til.
Þetta þurfti að gera tvívegis í Geirfinnsmálinu, fyrst að horfast í augu við þjóðina og segja frá hrikalegri atburðarrás í Dráttarbrautinni í Keflavík þar sem glæpamenn réðust á Geirfinn Einarsson og drápu hann.
En síðar, nokkrum mánuðum seinna, að setjast aftur í sama fréttasettið með sama svip trausts og trúverðugleika og flytja svo gerólíka lýsingu á málinu, að allt það, sem sagt hafði verið nokkrum mánuðum fyrr var augljóslega haugalygi.
Aðeins þessi tvö átriði í Geirfinnsmálinu eru nóg til að sýna fáránleika málsins, enda skorti allan tímann lík, morðvopn og önnur hlutgerð sönnunargögn.
Eftir situr skömmin hafa látið hafa sig alveg grandalausan að þvílíku fífli að aldrei gleymist þeim, sem fyrir slíku verður.
Samanburður við sakamál vegna Hrunsins eru hins vegar út í hött. Í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu skorti öll hlutgerð sönnunargögn, lík, morðvopn o.s.frv., en í bankahruninu höfðu menn lík bankanna og þau tæki, sem notuð voru í höndunum.
Sýndarveruleikinn, sem sveif yfir vötnunum, var slíkur, að Sigurður Einarsson sagði að afskipti Seðlabankans og stjórnvalda hefðu falið í sér "bankarán aldarinnar."
Að koma sök á saklausa menn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samanburður við sakamál vegna Hrunsins eru e.t.v. ekki út í hött. Eins og í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu var sterk krafa í þjóðfélaginu um að finna einhverja til að refsa. Sérstakt embætti var stofnað og sönnunargögnin þurftu ekki endilega að vera samkvæmt bókinni og rannsóknaraðferðir máttu vera vafasamar. En sakborningarnir voru góðir kandidatar og engir kórdrengir. Hafi þeir ekki verið sekir um þetta þá eru þeir hvort sem er sekir um eitthvað annað. Í sakamálum vegna Hrunsins er öllum sama hvort sakborningar séu sekir um akkúrat það sem þeim er gefið að sök. Þeim ber að refsa. Þjóðin heimtar dóma og refsingar.
Hábeinn (IP-tala skráð) 15.6.2016 kl. 21:47
Samburðurinn er ekki einfaldur. Sigurði Einarssyni verður að gefa prik fyrir að reifa Guðmundar og Geirfinnsmálið, þora að gera samanburð á einstökum þáttum. Morgunblaðið virðir sjónarmið. Það er ekki til vinsælda að fara á móti straumnum. Hefði Kaupþing verið sænskur banki hefði hann að öllum líkindum lifað af.
Líklega væru fréttamenn RÚV gamla ekki eins ruglaðir í dag ef fleiri hefðu verið menn til að tala máli sakborninga í Geirfinnsmálinu. Ekki var hlustað á Jón Oddson lögmann Sævars þegar hann hafi uppi mótbárur og efasemdir. Fréttamenn fylgdu línunni sem var gefin.
Eva Joly var fljót að gefa línurnar þegar til hennar var leitað eftir hrun. Spár hennar hafa gengið eftir er tíma varðar. Voru þó ólíkar aðstæður hér og á meginlandinu þar sem hún hafði unnið mál. Dómar í Guðmundar og Geirfinnsmálinu voru eins og klæðskerasaumaðir. Dómara og rannsóknarvaldið réði ferðinni.
Enginn fréttamaður á RÚV hafði uppi efasemdir. Gífurlegt vald fylgdi þeirri fréttastofu þá eins og nú. Það er mannsbragur að þegar menn viðurkenna að þeir hafi verið hafðir að fífli.
Sigurður Antonsson, 15.6.2016 kl. 22:06
Ég var 16 ára, þegar geirfinnsmálið var í algleimingi ... og ég gleimi aldrei þeirri fyrirlitnings tilfinningu, sem ég fylltist, þegar mér varð ljóst að menn voru að ganga eftir upplýsingum úr stúlkunni sem fengnar voru við þvinganir. Sem þar að auki, breittust dag frá degi.
Hrunið, er sama sagan ... ölið þraut, almenningur varð edrú ... og krafist er að barþjónninn sé látin bera ábyrgð.
Og ekki er ein báran stök ... Panamaskjölin ... ekki datt Íslendingum í hug, að styðja við vorsætisráðherra sinn ... nei, hann var sakfelldur löngu áður en menn höfðu athugað hvort hér væri eitthvað skítugt á seiði. Og þegar kom í ljós, að hann hafði ekkert gert af sér ... þá var afsökunin "hann laug að okkur".
Og "blaðamennska" á Íslandi er nú ekki upp á marga fiska, Ómar. Tökum til dæmis óeirðirnar kringum fótboltan í Frakklandi. Hvaða kjáni, vissi ekki fyrir, að Englendingar voru "undirróður" óeirðanna. Rússar eru helv. fantar, þegar þeir eru reittir upp ... en fréttir "fram til í dag", voru ekkert annað en "rússa-hatur", gömul grýla ... þar sem Rússum var kennt um allt, en ekki orð um england.
Þanni að þessi "ekki-objektiv" fréttamennska á Íslandi, er ekkert bundið við hrunið og geirfinnsmálið.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 15.6.2016 kl. 22:47
15.9.1976:
"Karl Schütz kom hingað til lands fyrir nokkrum vikum að ósk ríkisstjórnarinnar í þeim tilgangi að veita aðstoð við rannsókn Geirfinnsmálsins og Guðmundarmálsins."
Alþýðublaðið 15.9.1976
Ráðuneyti Geirs Hallgrímssonar 1974-1978
Þorsteinn Briem, 15.6.2016 kl. 23:36
"Karl Schütz var að eigin sögn sérfræðingur í að "vernda æðstu ráðamenn Sambandslýðveldisins og upplýsa mál sem vörðuðu öryggi ríkisins".
Þegar hann var farinn af landi brott lýsti hann því yfir í viðtali við þýskt síðdegisblað að meðferð gæsluvarðhaldsfanganna hafi minnt sig á blómatíð nasismans í Þýskalandi og að hlutdeild hans í málinu hafi bjargað íslensku ríkisstjórninni."
Hliðverðir dómsmorðs? - Greinasafn Sigurfreys
Þorsteinn Briem, 15.6.2016 kl. 23:37
Þeir sem sátu í gæsluvarðhaldi vegna Geirfinnsmálsins og Guðmundarmálsins eru allir saklausir, þar sem sekt þeirra hefur ekki verið sönnuð.
Og á þeim voru framin gróf mannréttindabrot.
"Rétturinn til réttlátra réttarhalda byggir á mörgu, eins og því hvernig sönnunargögnin eru kynnt, hegðun réttarmeðlima, almennings og fjölmiðla."
"Að vera álitinn saklaus þar til sekt er sönnuð.
Réttur þessi byggir á því að dómarar gæti þess að fordómar hafi ekki áhrif á úrskurð þeirra. Þetta á einnig við um aðra opinbera starfsmenn.
Í þessu felst að opinber yfirvöld, sérstaklega lögregla og saksóknarar, láti ekki í ljós skoðanir sínar á sakhæfi sakbornings fyrr en að réttarhöldum loknum.
Jafnframt felur rétturinn í sér að yfirvöldum beri skylda til að koma í veg fyrir að fjölmiðlar eða valdamiklir hópar í samfélaginu hafi áhrif á framvindu málsins."
Réttur til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi - Ýmis mannréttindi
Þorsteinn Briem, 15.6.2016 kl. 23:38
"Þegar um er að ræða sakamál er lögð rík áhersla á það sjónarmið að dómur sé byggður á réttum forsendum, þannig að saklaus maður verði ekki dæmdur fyrir brot sem hann hefur ekki framið."
"Í 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu skal maður, sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi, talinn saklaus þar til sekt hefur verið sönnuð."
Um lög og rétt. - Réttarfar, Eiríkur Tómasson, 2. útg., bls. 202-204.
Þorsteinn Briem, 15.6.2016 kl. 23:39
Læknablaðið, 11. tölublað 2011:
Flestir geta játað falskt - Viðtal við Gísla Guðjónsson réttarsálfræðing
3.10.2011:
Gísli Guðjónsson, einn fremsti réttarsálfræðingur heims, vill láta taka upp Guðmundar- og Geirfinnsmálin
Þorsteinn Briem, 15.6.2016 kl. 23:39
"Endurupptaka dómsmáls - 1. Það þegar mál er tekið til nýrrar meðferðar eftir að dæmt hefur verið í því."
Lögfræðiorðabók með skýringum, Lagastofnun Háskóla Íslands, útg. 2008.
Þorsteinn Briem, 15.6.2016 kl. 23:40
26.2.2016:
"Stefán Már Stefánsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands segist lesa út úr dómi Hæstaréttar í gær að hvorki löggjafinn né endurupptökunefnd geti hreyft við gildi dóms sem hefur fallið.
Einnig að þegar endurupptökunefnd meti hvort mál skuli endurupptekið þurfi viss skilyrði að vera fyrir hendi, til dæmis að komið hafi fram ný gögn og svo framvegis.
Hæstiréttur áskilur sér alltaf endanlegt mat á því hvort slík skilyrði hafi verið fyrir hendi."
Þorsteinn Briem, 15.6.2016 kl. 23:41
26.2.2016:
"Stefán Már Stefánsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands telur að endurskoða þurfi lög um endurupptökunefndina.
Hugsanlegt sé að styrkja nefndina með ýmsum hætti.
"Ein aðferðin er sú að gera endurupptökunefnd að dómstól," segir Stefán Már."
Þorsteinn Briem, 15.6.2016 kl. 23:42
"Einkavæðing bankanna 2002 var einkavæðing sem fór fram árið 2002 með sölu á ríkisreknum bönkum, Landsbankanum og Búnaðarbankanum, til einkaaðila.
Einkavæðingin var alla tíð nokkuð umdeild og varð enn umdeildari eftir bankahrunið 2008.
Bent hefur verið á að ef öðruvísi hefði verið farið að hefði þenslan í hagkerfinu ekki orðið jafn mikil á jafn skömmum tíma.
Einnig hefur verið gagnrýnt að ekki var fylgt upprunalegri settri stefnu um að bankarnir skyldu verða í dreifðri eignaraðild.
Steingrímur Ari Arason sagði sig úr einkavæðingarnefnd Landsbankans í september 2002 og viðhafði þau orð að hann hefði aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum."
Geir H. Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, 12.9.2002:
"Við erum ekki sammála Steingrími [Ara Arasyni] þegar hann segir önnur tilboð vera hagstæðari á alla hefðbundna mælikvarða.
Þessu erum við einfaldlega ósammála og það er um þennan ágreining sem málið snýst.
Við byggjum afstöðu okkar á mati HSBC-bankans og einkavæðingarnefnd sendir málið áfram til ráðherranefndar sem tekur þessa ákvörðun eins og henni ber.
Hún er hinn pólitískt ábyrgi aðili í málinu."
Þorsteinn Briem, 15.6.2016 kl. 23:44
Gæti best trúað að glæpamennirnir í bönkunum og sparisjóðunum hafi kosið Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn.
Þorsteinn Briem, 15.6.2016 kl. 23:45
11.4.2014:
"Fjármálaráðuneytið opnaði reikning í Sparisjóði Keflavíkur stuttu eftir fall stóru bankanna haustið 2008 og lagði inn skattgreiðslur sveitarfélaga á Suðurnesjum, alls um milljarð króna.
Þetta var gert til að láta líta út fyrir að sparisjóðurinn hefði meira laust fé til umráða en í raun."
Ekki eðlilegt hvernig farið var að
Þorsteinn Briem, 15.6.2016 kl. 23:46
Icesave er arfleifð Sjálfstæðisflokksins.
"Icesave var vörumerki innlánsreikninga á Netinu í eigu Landsbankans í Bretlandi og Hollandi."
"Lykilstjórnendur í Landsbankanum á því tímabili sem Icesave varð að veruleika voru Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson.
Í bankaráði sátu Björgólfur Guðmundsson, Kjartan Gunnarsson, Þór Kristjánsson, Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda og einn af eigendum Þórsmerkur ehf. (sem er eigandi Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið) og Guðbjörg Matthíasdóttir, afhafnakona í Vestmannaeyjum."
Þeir sem tapað hafa fé vegna Icesave-reikninganna ættu því að senda reikninginn í Valhöll og til Vestmannaeyja.
Þorsteinn Briem, 15.6.2016 kl. 23:48
Fjölmargir vilja ekki fara að lögum og reglum sem þeim sjálfum finnst ekki skynsamlegar eða þeir geta grætt á að brjóta.
Þorsteinn Briem, 15.6.2016 kl. 23:50
"BJARGVÆTTURIN":
Ólafur Ragnar Grímsson í London 3. maí 2005 - "How to succeed in modern business":
"No one is afraid to work with us; people even see us as fascinating eccentrics who can do no harm and therefore all doors are thrown wide open when we arrive."
"I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I hope that my analysis has helped to clarify what has been a big mystery to many.
Let me leave you with a promise that I gave at the recent opening of the Avion Group headquarters in Crawley.
I formulated it with a little help from Hollywood movies:
"You ain't seen nothing yet!""
Þorsteinn Briem, 15.6.2016 kl. 23:52
Stórglæpamaðurinn Sigurður Einarsson einn af helstu samstarfsmönnum Ólafs Ragnars Grímssonar
Þorsteinn Briem, 15.6.2016 kl. 23:53
Stórglæpamaðurinn Sigurður Einarsson kallar Evu Joly ógæfukonu
Þorsteinn Briem, 15.6.2016 kl. 23:54
20.4.2010:
Steingrímur Ari: Davíð og Halldór réðu öllu og pólitísk ákvörðun hverjir eignuðust bankana
Þorsteinn Briem, 15.6.2016 kl. 23:54
Efnahagur Íslands hrundi eftir sögufrægustu efnahagstilraunar, einnar smæstu þjóðar EES samningsins.
L. (IP-tala skráð) 16.6.2016 kl. 02:53
Svo er það, það besta að það er enginn að fá neinn dóm fyrir bankahrunið. Þetta er tóm sýndarmennska. Þá á ég við það að þeir sem eiga að sitja á bak við lás og slá, samkvæmt þeim sýndadómum sem þó hafa fallið. Þeir finnast í 800 fermetra sumarbústöðum sem þeir þó hafa tapað í gjaldþroti. Og eru hrapandi í þyrlu á sama tíma og logið er að þjóðinni að þeir séu að taka út sinn dóm.
Svo er alveg skautað framhjá því hvernig staðið var að eikavæðingunni. Sem var að mínu mati stærsti glæpurinn í þessu öllu saman.
Ja þvílík sýndarmennska, ég segi nú ekki annað.
Og aðal glæpamennirnir í þessu öllu saman eru ekki einu sinni ákærðir. Er hægt að toppa þetta?
Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.6.2016 kl. 03:18
Fréttamaður og fréttalesari, er ekki það sama.
Göðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 18.6.2016 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.