Nýtt erindi fyrir börnin í "Gekk ég yfir sjó og land"?

Nú eru börn byrjuð í vöggum að vefa viðskiptafléttur í aflandsfélögum, og það minnir mig á það, að strax og Panamaskjölin voru birt datt mér það í hug, hvað það hefðí verið skemmtilegt það hefði gerst í byrjun desember.

Því að þá hefði ég tekið lagið "Gekk ég yfir sjó og land" á litlu jólunum á Sólheimum, og bætt við nýju lokaerindi:

 

"Ég á heima´á aflandi,

aflandi,

aflandi, -

ég á heima´á aflandi,

aflandinu góða."

 

Og síðan notað þennan söng til að detta fram af sviðinu og axlarbrjóta mig í fallinu í stað þess að gera það eins og ég gerði í raun undir erindi um Gluggagægi:

 

"...glápir hann alla glugga á, -

gott ef hann ekki brýtur þá.."

 

En sennilega var hinn raunverulegi gerningur flottari, að stíga óvart fram af myrkvuðu sviðinu þegar ég ætlaði að sýna hvernig Gluggagægir brýtur glugga, en vegna gluggaleysisins að falla niður á´salargóflið og brjóta öxlina í staðinn við gríðarlegar undirtektir og hlátur.


mbl.is Dagsgamalt barn lánaði aflandsfélagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hún á fé á aflandi,
aflandi, aflandi,
hún á fé á aflandi,
aflandinu góða.

Steini Briem, 7.4.2016

Þorsteinn Briem, 17.6.2016 kl. 00:44

2 identicon

Mega foreldrar misnota börnin sín svona?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.6.2016 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband