18.6.2016 | 18:04
Jafntefli hjá nokkuð jöfnum liðum.
Það passar ekki inn í ummæli Ronaldos að aðeins örþjóðir og smælingjar fagni jafntefli.
Ungverjar fögnuðu jöfnunarmarki, þar sem engu máli skipti hvort það var sjálfsmark eða ekki, því að ef Birkir hefði ekki reynt að koma í veg fyrir að boltinn bærist beint fyrir fætur Ungverjans, hefði Ungverjinn skorað.
Íslendingar áttu fleiri góð færi en Ungverjar en löng pressa Ungverjanna var auðvitað líkleg til að enda með marki.
Það er engin skömm að þessum úrslitum, og Gummi Ben átti góða setningu í lokin: Ísland er eina þjóðin í heiminum sem hefur ekki tapað leik á stórmóti.
Ungverjar jöfnuðu í lokin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
BBC:
Iceland 1 - Hungary 1.
Iceland:
Possession 29%,
Shots 8,
Shots on Target 2,
Corners 3,
Fouls 15.
Hungary:
Possession 71%,
Shots 12,
Shots on Target 4,
Corners 5,
Fouls 15.
Þorsteinn Briem, 18.6.2016 kl. 18:27
Þorsteinn Briem, 18.6.2016 kl. 18:30
Við Íslendingar og Ungverjar erum að sjálfsögðu hlutlausir um gang leiksins.
Þorsteinn Briem, 18.6.2016 kl. 18:32
Frábært innslag hjá þér, Ómar, í fréttum Stöðvar 2 rétt áðan, þessi tímabæra hugmynd þín um björgun Neyðarbrautarinnar, með því að færa hana sunnar og út undir Skerjafjörð, um leið og þú talaðir einkar skýrt fyrir neyðarhlutverki hennar fyrir sjúkraflugið.
Gott hjá þér! Ég vona að þetta komi til framkvæmda.
Jón Valur Jensson, 18.6.2016 kl. 18:51
Takk, Jón Valur. Auðvitað erum við sammála um flesta hluti þótt við getum ekki frekar en aðrir einstaklingar verið sammála um allt.
Þess má geta, að 70% núverandi neyðarbrautar er innan brautakerfis hinna brautanna.
Og enn annað, sem er mikilvægt: Það kemur ekki í veg fyrir að byggt verði húsahverfi einhvern tíma í framtíðinni þótt brautin fái að vera í friði.
En hins vegar verður ekki lögð flugbraut eftir að húsabyggð hefur verið reist.
Ómar Ragnarsson, 18.6.2016 kl. 18:59
Þessi hugmynd þín um flugvöllinn er fyrir margt löngu úr sögunni eins og hér hefur margoft komið fram og dómur Hæstaréttar liggur fyrir í málinu, Ómar Ragnarsson.
Þorsteinn Briem, 18.6.2016 kl. 20:06
14.3.2013:
"Samningar hafa tekist á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði.
Í samningnum felst að Reykjavíkurborg kaupir land ríkisins, alls um 112.000 fermetra svæði. Gera má ráð fyrir að allt að 800 íbúðir geti risið á byggingarlandinu.
Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra og Dagur B. Eggertsson sem staðgengill borgarstjóra undirrituðu samninginn á Reykjavíkurflugvelli.
Samningurinn var samþykktur í borgarráði með öllum greiddum atkvæðum á fundi þess í morgun.
Í samningnum segir að sameiginlegt markmið ríkis og Reykjavíkurborgar sé að koma svæðunum sem losna við lokun norður/suður og austur/vestur flugbrautar Reykjavíkurflugvallar (stundum kölluð litla flugbrautin) í uppbyggingu með hag beggja samningsaðila að leiðarljósi.
Fjöldi íbúða og fyrirkomulag á svæðinu verður útfært í deiliskipulagi undir forystu umhverfis- og skipulagssviðs."
Ný 800 íbúða byggð í Skerjafirði - Reykjavíkurborg
Þorsteinn Briem, 18.6.2016 kl. 20:08
Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu - Stjórnarskrárvarinn eignarréttur
"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og að meina öðrum að nota hann."
Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu, merkt hér með gulum strikum:
Þorsteinn Briem, 18.6.2016 kl. 20:11
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri 10.6.2016:
"Hæstiréttur dæmdi borginni í hag í málaferlum okkar gegn ríkinu um lokun þriðju flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli.
Bæði dómar héraðs- og Hæstaréttar eru mjög afdráttarlausir og eyða óvissu um næstu skref, lokun þriðju brautarinnar og uppbyggingu á Hlíðarenda.
Það er mikils virði að dómarnir taka einnig á þeim áhyggjum sem settar hafa verið fram um öryggismál og önnur atriði sem sett hafa verið fram sem rök gegn því að efna eigi fyrirliggjandi samninga.
Ráðherra hefur frest til 29. september næstkomandi til að loka brautinni en eftir það leggjast dagsektir á ríkið.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur tekið af skarið um að sá frestur verði virtur.
Uppbygging á Hlíðarenda getur því hafist af krafti enda ekki vanþörf á. Þar munu rísa 600 íbúðir með verslun og þjónustu á jarðhæð."
Þorsteinn Briem, 18.6.2016 kl. 20:36
Í fyrradag:
"Umdeild flugbraut Reykjavíkurflugvallar, norðaustur/suðvestur flugbrautin, verður lokuð í allt sumar.
Kjarninn greindi frá. Isavia segir að brautinni sé lokað vegna lítillar notkunar."
Þorsteinn Briem, 18.6.2016 kl. 20:56
Jú jú, 1-1 úrslit svo sem fín úrslit fyrir Ísland.
En það stendur eftir að Ísland gat aldrei haldið boltanum að neinu ráði.
Talað var um það fyrir leik lengi, að Ísland væri sterkara og ungverjar myndu fara í vörn.
Það þveröfuga gerðist. Ungverjar voru grimmir í návígjum og hirtu alla 2. og 3. boltana. Voru barasta eiginlega alltaf með boltann. Var vandræðalegt á köflum.
Ísland var hinsvega með vörnina frá Portúgalleiknum (og ýmsum fyrri leikjum í riðlakeppni) og það er einsog smá saman hafi menn farið að hugsa: Ok. við spilum þessa vörn frábærlega, - og þá gerum við það bara.
Síðan fer Aron Einar varð að fara útaf og Emil líkt og náði aldrei að fóta sig almennilega þegar hann kom inná.
Síðan er Kolbeinn tekinn útaf og Eiði skipt inn.
Við skiptingarnar er eins og varnarleikurinn eða varnarskipulagið hafi riðlast aðeins. Enda var smá klikk í varnarleik Emils og Eiðs þegar mark ungverja kom eins og sænska sjónvarpið hefur bent á.
Maður spyr sig smá stund hvort nauðsynlegt hafi verið að taka Kolbein útaf. Hann var mikilvægur sem fremsti maður í þessu varnarskipulagi Íslands. Svo öflugur í skallaboltunum. Eiður er allt öðruvísi týpa. Eiður vildi strax fara að spila boltanum, - en það var bara engin stemming fyrir því í íslenska liðinu.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.6.2016 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.