Ummæli forsetans og draumur minn.

Mig dreymdi Ólaf Ragnar Grímsson í nótt á þann veg að ég væri kominn að útidyrum heimilis hans til klukkan sex að morgni til að taka mér stöðu og og bíða færis á því að taka mynd af því þegar hann gengi út til verkefna dagsins, sem tengdust því að nýr forseti tæki við við sérstaka athöfn síðar um daginn.

En staðinn komst ég að því þegar ég kom á vettvang, að hann ætlaði fyrst í síðustu heimsóknina í embætti svona óskaplega snemma: Heimsókn á leikskóla Barnavinafélagsins Sumargjafar.

Ég hljóp að bíl mínum til að ná í myndavélina mína, því að ég hafði ekki búist við því forsetinn færri svona snemma í verkefni dagsins.

Mig hefur aldrei dreymt Ólaf Ragnar áður.

Síðan heyrði ég það í útvarpsfréttum nú áðan að merkilegt viðtal hefði verið tekið við forsetann á Sprengisandi sem ég hafði ekki hugmynd um fyrirfram.

Þar sagði forsetinn margt merkilegt, sumt afar persónulegt og annað afar merkilegt hvað varðar fjölmiðlun og stjórnmál.

Merkilegast fannst mér það sem hann sagði um það, sem svo margir virðast annað hvort ekki skilja eða vilja skilja, að ráðamenn í öllum löndum heims búa við nýjan veruleika nýrrar alþjóðlegrar fjölmiðlunar.

Hér á landi hafa margir sífrað um það að atburðirnir í vor hafi verið vegna samsæris RUV og Samfylkingarinnar.

Hið rétta er þó það, sem blasir við, að það var rannsóknarvinna erlendra blaðamannasamtaka í fjarlægu landi, Panama, sem setti valda- og fjármálaöfl um allan heim í nýtt ljós á einni dagstund.

Forsetinn hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði að valdamönnum nútímans í hvaða landi sem væri, nægði ekki að njóta trausts í kosningum á fjögurra ára fresti, heldur á hverjum einasta degi, og að þetta traust gæti fokið út um gluggann hjá hverjum þeirra hvaða dag sem væri.

Forsetinn hóf embættisferil sinn með því að fara í óopinbera heimsókn daginn eftir embættistöku á Bindindismótið í Galtalækjarskógi.

Þess vegna væri heimsókn á leikskóla barnanna, sem taka við afleiðingunum af gerðun núlifandi kynslóða vel við hæfi hjá forseta sem er umhugað um jafnrétti kynslóðanna og sjálfbæra þróun.

Óopinber heimsókn á vettvang æskunnar er í samræmi við það sem Andri Snær Magnason segir um það hvernig forseti eigi helst að nálgast þjóð sína.

Það og margt annað áhugavert varðandi verkefni 21. aldarinnar mun áreiðanlega bera á góma í kaffiboði, sem hann heldur í dag.      


mbl.is Erfitt að vera ástfanginn forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar er Gestur spaki, þegar á þarf að halda?

Vondur draumur, martröð.

Magnús Þrándur Þórðarson (IP-tala skráð) 19.6.2016 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband