19.6.2016 | 19:43
Af hverju er textaheiti höfundarins ekki notað?
Ég var viðstaddur þegar Óðinn Valdimarsson kynnti lagið "Ég er kominn heim" í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll. Á þessum tónleikum voru kynnt nýjustu dægurlögin, og lagið og ljóðið "Ég er kominn heim" og ekki síður flutningurinn slógu verðskuldað í gegn.
Nú hefur hlotið sess sem ómetanlegur söngur fyrir okkar besta íþróttafólk og þjóðina sjálfa og er það vel.
Lagið hefur heitið þessu nafni í 56 ár, bæði á plötum, diskum og ævinlega í flutningi og höfundurinn sjálfur hlýtur að hafa staðið á bak við það.
Að minnsta kosti var aldrei hróflað við heitinu né textanum sjálfum fyrr en allt í einu núna þegar það er orðið svo vinsælt að engu þarf við flutning þess og innihald að bæta.
Að því leyti er það brot á höfundarrétti ef heitinu er breytt, ekkert síður en ef menn fara að hræra í textanumm sjálfum.
Af hverju er allt í einu búið að breyta heiti þessa frábæra lags eftir öll þessi ár og byrjað að nota heiti Jónasar Hallgrímssonar á frægasta ástarljóði Íslendinga?
Vigdís sendi landsliðinu kveðju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
af hverju eru til sera jón- og jón !
Erla Magna Alexandersdóttir, 19.6.2016 kl. 20:13
Maður fyllist bæði undrun og gleði þegar maður sér myndskeið á erlendum sjónvarpstöðvum af Íslendingum fagna á EM leikjunum.
Þar eru þeir sérstaklega teknir sem dæmi um það hvernig áhorfendur eigi að haga sér við slík tækifæri.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 19.6.2016 kl. 20:27
Ég er kominn heim - Myndband
Þorsteinn Briem, 19.6.2016 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.