"Sigrar vinnast ekki á stöðugu undanhaldi."

Breski herinn beið sinn beiskasta ósigur í sögu sinni fram að því við hafnarborgina Dunkirk í júníbyrjun 1940. Á fjórða hundrað þúsund hermanna voru umkringdir, urðu að flýja yfir Ermasund og skilja allan búnað sinn eftir.

Með þessu lauk hernaði Breta gegn Þjóðverjum í Frakklandi um sinn.

Margir bentu á að verra hefði verið ef Þjóðverjar hefðu tekið allan þennan her til fanga og að vel heppnaður flótti hans yfir sundið hefði verið hernaðarafrek og jafnvel hernaðarsigur.

Einstaka maður vitnaði í það hvernig Rússar hefðu með skipulegu undanhaldi og jafnvel ósigri í orrustunni við Borodino árið 1812 gabbað Stórher Napóleons út í vonlausa hersetu í Mosvku og einhverja mestu hrakför hers í framhaldinu til baka út úr landinu.

Winston Churchill sagðist að vísu geta tekið undir þetta sjónarmið, svo langt sem það næði.

"En sigrar vinnast samt ekki á stöðugu undanhaldi og ósigrum", bætti Churchill við.

Vitað er að það lið, sem hampar Evrópumeistaratitli í Frakklandi á næstunni, getur það ekki nema vera sigurlið með hugarfar sigurvegarans.

Það eru skilaboðin sem felast í ummælum Ara Freys Skúlasonar, vinstri bakvarðar íslenska landsliðsins.


mbl.is Þetta er nú vitlaus spurning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband