Trump á ótrúlegustu aðdáendur hér á landi.

Ekki dettur mér í hug að þær konur, sem segjast hafa fengið tölvupóst frá Donald Trump með beiðni um fjárstuðning, ætli að styrkja hann.

En hitt veit ég að hann á hina ótrúlegustu aðdáendur hér á landi, sem sumir hverjir hafa komið mér á óvart með því að mæra hann. 

Ég ákvað að hlusta á eina af nýjustu ræðu hans á netinu, alls 35 mínútna langa til að reyna átta mig á því, hvað það væri, sem aflaði honum fylgis.

Ekki vantaði að hann flytti hana vel og skýrt, en hann hefði auðveldlega getað stytt hana niður í um 80 prósent eða meira og samt átt ekkert ósagt.

Hann gætir þess að fjalla inni í ræðu sinni un einstök mál sem falla mjög mörgum vel í geð, svo sem gagnrýni á fátækt og á stefnu Bandaríkjamanna í Írak síðan 2003.

Sýn hans er sérstaklega róttæk varðandi múslima. Þar vill hann leyniþjónusturannsókn á hverjum einasta innflytjanda og ekki bara það: Vegna þess að börn og barnabörn slíkra innflytjenda verði oft róttæk, skal líka hafa þau undir nákvæmu eftirliti og njósnum.

Trump gagnrýndi það harðlega að fjöldamorðinginn í Orlando skyldi hafa komist yfir stórvirka hríðskotabyssu en í kvöld berst sú frétt að vestan, að þingið hafi fellt tillögu um að ekki sé gefið leyfi fyrir að kaupa slíkar byssur nema kanna feril væntanlegs kaupanda.

Væntanlega er hér átt við það ef kaupandinn er ekki múslimi. Og Trump er einlægur andstæðingur takmarkana á byssueign.

Og Sara Phalin segir að breska þingkonan, sem myrt var á dögunum, hafi verðskuldað að vera skotin af því að hún vildi ekki samþykkja almenna byssueign.

Það var sem sagt henni sjálfri að kenna hvernig fór! Og svo virðist, sem byssuaðdáendur vestra telji eðlilegt og sjálfsagt að fólk eigi öflugustu hríðskotabyssur til þess að verja sig.

Eftir að hafa fylgst í rúma viku með málflutningi Söru þegar ég var í Bandaríkjunum 2008, kemur mér reybdr fátt á óvart sem sá frambjóðandi til varaforsetaembættis hjá öldruðum forsetaframbjóðanda 2008, segir eða gerir.

En setur að mér hroll við tilhugsunina um að slíkur frambjóðandi sem hún hefði átt möguleika á að verða leiðtogi öflugasta lýðræðisríkis heims.


mbl.is Trump vill styrki frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Very rich is Donald Trump,
not as smart as Forrest Gump,
a big fool,
never cool,
finally they will him dump.

Þorsteinn Briem, 22.6.2016 kl. 00:25

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.3.2016:

"Meiri­hluti Íslend­inga myndi kjósa Hillary Cl­int­on sem næsta for­seta Banda­ríkj­anna ef þeir hefðu kosn­inga­rétt í land­inu eða 53%.

Þetta kem­ur fram í niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar Maskínu.

Rúm­lega 38% myndu hins veg­ar kjósa keppi­naut henn­ar um að verða for­setafram­bjóðandi Demó­krata­flokks­ins, Bernie Sand­ers.

Þá myndu 4-5% styðja auðkýf­ing­inn Don­ald Trump sem notið hef­ur mests fylg­is í for­vali Re­públi­kana­flokks­ins."

Einungis um 5% Íslendinga myndu kjósa Donald Trump

Þorsteinn Briem, 22.6.2016 kl. 00:26

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í Kristnum stjórnmálasamtökum eru 15 manns."

Jón Valur Jensson
, 9.8.2014

Þorsteinn Briem, 22.6.2016 kl. 00:26

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

það hefðu 98% Íslendinga kosið Hussein Obama ef þeir hefðu fengið að kjósa í kosningunum 2012 hér i USA. 

Ekki segir það mikið um visku íslenskra kjósenda, en því miður er ekki mikið val í kosningunum í USA þetta herrans ár 2016. 

Valið er hvort viltu frekar, skítalykt eða kúkalykt, ég sé ekki muninn.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 22.6.2016 kl. 02:59

5 identicon

Það er kannski soldið flókið að vera kjósandi Jóhann.  Ef þú kýst VG færðu BP.  Ef þú kýst friðardúfu færðu stríð.  Ekkert skrítið að Trump virki þokkalega á fólk við þessar aðstæður.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.6.2016 kl. 08:56

6 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ómar.

Ég er engin aðdándi Söru Palin og þaðan af síður byssuáhugamaður,á enga byssu og líður aldrei vel nálægt slíkum tækjum.

Ég held að Sara hfi rangt fyrir sér að byssueign auki öryggi.

Hinsvegar er ég þess fullviss að Sara hefur aldrei sagt að þingkonan hafi átt skilið að vera skotin af því að hún greiddi atkvæði gegn byssueign.

Þetta er ömurlegur plagsiður að ljúga svona gróflega upp á fólk til að afla málstað sínum stuðnings.

Ef þú getur komið með tilvitnun sem sýnir hana segja þetta biðst ég afsökunar á frumhlaupinu

Ég vona bara að þú hafir verið hlutlægari sem fréttamaður en þetta.

Borgþór Jónsson, 22.6.2016 kl. 09:09

7 identicon

Sennilega slær saman hjá Ómari; Sara sagði nefnilega eitthvað svipað árið 2011. Sjá t.d. https://en.wikipedia.org/wiki/Gabrielle_Giffords

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 22.6.2016 kl. 10:33

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég sá þessum ummælum hennar slegið upp fyrir nokkrum dögum á einhverjum erlendum fréttamiðli og hef ekki séð þau borin til baka: "..she deserved it".

Sara Pahlin er að vísu endemis klaufi oft í orðavali og kannski meinti hún það sem á íslensku yrði orðað svona: "Henni var nær að vera á móti almennri byssueign."

En hvernig datt John McCaine það í hug að opna á það að þessi kona yrði hugsanlega forseti Bandaríkjanna?

Hugmyndin hefur sennilega verið að það virkaði flott að hafa gamlan karl og fallega unga konu í framboði.

En þessi hugmynd snerist upp í andhverfu sína og skemmdi fyrir kosningabaráttu McCains.

Ómar Ragnarsson, 22.6.2016 kl. 10:49

9 Smámynd: Már Elíson

Eins og Borgþór hefur eftir hinni undarlegu Sara Pahlin, þá get ég sagt ykkur að ég þekki menn sem eiga fleiri en 2 og 3 bíla og ekkert hefur dregið úr umferðarslysum þrátt fyrir þá auknu bílaeign. - Það er ljóst hverjum hugsandi manni að aukið aðgengi og óheft að drápsvopnum, dregur vitfirringana út úr skúmaskotunum fram í dagsljósið. - Það er bara eitthvað undarlegt við USA hvað sem hver segir.

Már Elíson, 22.6.2016 kl. 11:12

10 Smámynd: Mofi

Hérna er þetta: http://politicops.com/palin-british-lefty/

Ég svo sem skil Söru Palin en... hún er vægast sagt ekki að setja sig í spor einhvers sem býr í Bretlandi því svona gerist mjög sjaldan í Bretlandi og fólk almennt er ekki vopnað. Allt öðru vísi aðstæður í Bretlandi en í Bandaríkjunum. Svo, ef þeir vitna rétt í Söru Palin þá eru þessi ummæli hennar heimskuleg.

Mofi, 22.6.2016 kl. 11:24

11 identicon

Palin verður seint sökuð um að vera með gott gáfnafar, hún er snarruglaður hillbilli... og trúarnötti að auki.

DoctorE (IP-tala skráð) 22.6.2016 kl. 13:48

12 identicon

Palin lærði sem sagt ekkert af frumhlaupinu frá 2011. Flestir læra af mistökum. Sumir ekki. Þá ætti ekki að gera að forystumönnum þjóðar.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 22.6.2016 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband