Hve lengi á að fresta framtíðinni?

Við getum gefið þjóðinni nýja stjórnarskrá og stóran þjóðgarð á miðhálendi Íslands.´Við getum komið á jafnrétti allra í bráð og lengd og skapað öllum tækifæri til að njóta sín til hagsbóta fyrir alla.

Eitthvað á þessa leið ættu kjörorð núlifandi Íslendinga og jarðarbúa allra að hljóða þegar siglt er inn í 21. öldina, sem óhjákvæmilega mun færa þjóðum heims í fang ný og tröllaukin verkefni sem skapast hafa vegna skammsýni og sjálfgræðgi.

Í samræmi við þetta vil ég sjá og heyra forsetaframbjóðendur ekki aðeins lýsa því yfir, að þeir vilji beita sér fyrir því að farið sé oftar beint eftir vilja þjóðarinnar, heldur einnig verið samkvæmir sjálfum og beiti sér fyrir því að farið verði eftir vilja þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012, þegar 67 prósent vildu að loforð landsfeðra frá 1944 um nýja stjórnarskrá, samda af Íslendingum, yrði efnt á grundvelli frumvarps stjórnlagaráðs.

Andri Snær Magnason er næstur forsetaframbjóðenda til þess að birta framtíðarsýn í anda upphafs þessa bloggpistils.

Hann vill setja kúrsinn með framtíðina í huga en ekki fresta því endalaust að takast á við nýja öld með nýjum stórbrotnum viðfangsefnum.

Þess vegna ætti kosningabaráttan núna ekki að vera dauf heldur sprellfjörug.

En svo er að sjá endurtekin upphlaup og lætin í Ástþóri Magnússyni trufli menn svo, að annað og miklu mikilvægara falli í skuggann.

Með slíku er verið að reyna að fresta framtíðinni og brýnum verkefnum hennar og koma þeim yfir á afkomendur okkar. Það er ekki jafnrétti kynslóðanna heldur frekja okkar.


mbl.is Daufur kosningaslagur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lætin í Ástþóri Magnússyni?  Hvað er Nató annað en frekjubandalag fordekraðra þjóða sem kasta sprengjum á fólk hingað og þangað um heiminn?   

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.6.2016 kl. 10:26

2 identicon

stór þjóðgarður á miðhálendinu verður varla að veruleika þar sem hálendið er mikkið raskað. reindar er þjóðgarða hægt að flokka í ymis stig friðunar  og þjóðgarður sem er alfríðaður geingur varla upp á íslandi gétum varla rekið þá sem nú eru til staðar .s.s.snæfellsjökulsfriðland. varla er þettað því forgangsmál

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 22.6.2016 kl. 11:34

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Burtséð frá því hvaða stjórnmálaflokka menn hafa kosið hafa þessi atriði einfaldlega ekki virkað:

Stóriðjustefnan:

Djöfulgangur sumra gegn náttúru Íslands, sem vilja láta ríkið sjá um að skapa atvinnu á örfáum stöðum á landinu með gríðarlegri raforkunotkun stóriðju, þegar einkafyrirtæki hafa með margfalt minni tilkostnaði skapað miklu meiri atvinnu og útflutningsverðmæti með til að mynda ferðaþjónustu í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins.

Hernaðurinn gegn höfuðborgarsvæðinu:

Djöfulgangur sumra á landsbyggðinni, sem halda því fram að fyrirtæki utan höfuðborgarsvæðisins skapi hér flest störf og mestu tekjurnar og greiði þar að auki mestu skattana, sem er í engu samræmi við staðreyndir.

Hernaðurinn gegn Reykjavík:

Djöfulgangur sumra gegn því að flytja flugvöllinn af Vatnsmýrarsvæðinu og virða þannig í engu meirihlutaeign Reykjavíkurborgar og einkaaðila á svæðinu.

Hernaðurinn gegn 101 Reykjavík:

Djöfulgangur sumra sem fullyrða að íbúar þessa svæðis geri ekkert annað en að fá sér kaffi á kaffihúsum, þegar það er staðreynd að í engu öðru póstnúmeri á landinu eru skapaðar meiri gjaldeyristekjur.

Hernaðurinn gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu:

Djöfulgangur sumra gegn því að Ísland geri samning um aðild landsins að Evrópusambandinu, sem kosið verði um í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hernaðurinn gegn nýrri stjórnarskrá:

Djöfulgangur sumra gegn því að stjórnarskrá landsins verði breytt til að auka hér lýðræði.

Enginn Pírati hefur svo ég viti tekið nokkurn þátt í einhverjum af þessum djöfulgangi.

Þorsteinn Briem, 22.6.2016 kl. 14:00

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gapa nú mjög um hagvöxt hér á Íslandi síðastliðin ár en útflutningur á þjónustu hefur skapað þann hagvöxt.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekkert gert til að skapa þennan hagvöxt, heldur þvert á móti gapað af mikilli lítilsvirðingu um ferðaþjónustu hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 22.6.2016 kl. 14:02

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Leggja á raflínur í jörð í stað heljarinnar raflínumastra úti um allar koppagrundir, sem spilla hér góðu útsýni til allra átta og er að sjálfsögðu mikils virði fyrir okkur Íslendinga almennt og ferðaþjónustuna, þann atvinnuveg sem skapar hér mestu útflutningsverðmætin.

Þorsteinn Briem, 22.6.2016 kl. 14:03

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dæmi um skilgreiningar á hugtökum í lögum:

Í 5. gr. Laga um náttúruvernd nr. 60/2013 eru 29 skilgreiningar á hugtökum taldar upp:

"
Alfaraleið, ábyrgðartegund, ágeng framandi lífvera, berg, búsvæði, byggð, eignarland, framandi lífverur, garðyrkja, innflutningur lifandi lífvera, jarðfræðileg fjölbreytni, landslag, líffræðileg fjölbreytni, náttúru- og umhverfisverndarsamtök, náttúruminjar, náttúrumyndun, náttúruverndarsvæði, óbyggðir, óbyggt víðerni, ræktað land, steind, steingervingur, tegund, útivistarsamtök, vegur, vistgerðir, vistkerfi, þéttbýli, þjóðlenda."

Þorsteinn Briem, 22.6.2016 kl. 14:08

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu eiga meirihlutann af öllum fiskimiðum hér við Ísland, íslenskum þjóðlendum, Landsvirkjun og þar með Kárahnjúkavirkjun.

Þorsteinn Briem, 22.6.2016 kl. 14:09

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.3.2014:

"Skoðanakönnun Capacent Gallup hefur sýnt fram á  víðtækan stuðning við stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.

Um 56% aðspurðra voru því hlynnt, einungis 17,8% andvíg og 26,2% tóku ekki afstöðu.

Hugmyndin átti vísan stuðning meðal kjósenda allra stjórnmálaflokka
, meðal allra aldurshópa og um allt land."

Þorsteinn Briem, 22.6.2016 kl. 14:11

12 identicon

no,3. mesta furða að island skuli ekki vera komin í eiði með allann þennan hernað. þá tekur því ekki að friða miðhálendið. þessi meinti þjónustujöfnuður er að mestu bundin við ferðamenn sem géta gufað upp. síndi sig bæði á grykklandi og spáni á tímabili ég vil þá heldur iðnaðinn hann er þónokkuð tryggur 20-30.ár

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 22.6.2016 kl. 15:18

13 identicon

Þú lætur okkur vita þegar þú nærð inn í framtíðina. Sjálfur sit ég fastur í nútíðinni og kemst hvorki í fortíð né framtíð.

Hábeinn (IP-tala skráð) 22.6.2016 kl. 20:58

14 identicon

Og samtímis því sem Hábeinn lét orð sín falla urðu þau hluti af fortíðinni og nútíðin lét undan framtíðinni... wink

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 23.6.2016 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband