"This makes Cinderella a sad story!"

Í gegnum tíðina hafa ýmsar fleygar upphrópanir íþróttalýsenda og annarra í lok viðburða fengið flug á heimsvísu.

"We waz robbed!" hrópaði umboðsmaður Max Schmelings eftir að Jack Sharkey var dæmdur sigur yfir Shcmeling á stigum.

"Ég skók heiminn! Ég skók heiminn! Ég hlýt að vera mestur!" ("I shook the world, I shook the world! I must be the greatest!") hrópaði Ali eftir óvæntan sigur hans yfir hinu "ósigrandi" Sonny Liston.

"Í samanburði við þetta er Öskubuska dapurleg saga") ("This makes Cinderella a sad story!" var hrópað þegar Buster Douglas vann óvæntasta sigur hnefaleikanna yfir Mike Tyson 1990. (veðmálin 1:42)

Aftur var þetta hrópað þegar George Foreman rotaði óvænt í gjörtöpuðun bardaga, 46 ára gamall, heimsmeistarann Michael Moorer.  

Fræg urðu langdregin öskur argentínsks lýsanda þegar Maradona skoraði flottustu mörk sín: "Gooooooooooal!"

Howard Cosell var frægasti íþróttafréttamaður Bandaríkjanna á áttunda áratugnum, og einna frægust urðu hróp hans: "Down goes Frazier!, down goes Frazier!, down goes Frazier!" þegar hinn kornungi George Foremann niðurlægðí heimsmeistarann hrikalega með því að slá hann sex sinnum niður á fyrstu fjórum mínútum bardaga þeirra.

Nú hefur Gummi Ben bæst í þennan hóp.

Og "this makes Cinderella a sad story!" hefði líka átt vel við í lok leiks Íslendinga og Austurríkismanna.  


mbl.is Gummi Ben fær engan frið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband