Náttúran njóti loks vafans.

Íslendingar skrifuðu undir´Ríó sáttmálann 1992, þar sem tvö af meginatriðunum eru sjálfbær þróun og að náttúran njóti vafans.

Í vor mátti heyra úrtöluraddir varðandi það að nokkuð yrði gert til að hamla gegn hnignun lífríkis Mývatns. Aðal rökin voru þau að það væri ekkert víst að hnignunin væri af mannavöldum og þess vegna væri alls óvíst að það dygði að gera neitt.

Í þessum rökum lýsir sér það viðhorf, sem hefur verið landlægt svo lengi, að náttúran eigi ekki að njóta vafans, heldur þvert á móti hegðun okkar gagnvart henni.

Það er vel ef nú á að grípa til aðgerða við Mývatn. Ef vafi leikur á að það dugi svona seint á náttúran að njóta vafans, ekki hvað síst á svæði eins og Mývatnssveit er.


mbl.is Ráðuneyti vinnur tillögur um Mývatn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Amman nýtur afans.

Og bæði njóta þau náttúrunnar.

Þorsteinn Briem, 24.6.2016 kl. 17:36

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eru í meirihluta á Alþingi, sem hefur getað veitt fé í hreinsibúnað við Mývatn ef sveitarfélagið hefur ekki efni á því.

Ferðaþjónustan hefur bjargað fjárhag ríkisins eftir Hrunið hér á Íslandi haustið 2008, sem var í boði Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.

Þar að auki er formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra þingmaður fyrir Norðausturkjördæmi.

Þorsteinn Briem, 24.6.2016 kl. 17:41

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dagur B. Eggertsson 20.5.2016:

"Athyglisverð könnun var birt í vikunni þar sem kemur fram að 70% íbúa höfuðborgarsvæðisins vilja leggja gistináttagjald á ferðamenn sem renni til sveitarfélaga.

Það kemur ekki á óvart. Fyrirkomulagið er núna þannig að gistináttagjaldið er 0,7 evrur eða rétt um hundrað kall á mann á nótt á Íslandi. Það er með því lægsta sem gerist í veröldinni og rennur óskipt í ríkissjóð.

Víða um heim stendur gistináttagjald undir uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn, hvort sem er í borgum eða dreifðari byggðum. Mörg sveitarfélög hafa kallað eftir þessu og er þetta að finna í samþykktri stefnu Sambands sveitarfélaga.

Ríkið hirðir nær allar tekjur af ferðamönnum og útdeilir svo broti af þeim með styrkjum í gegnum framkvæmdasjóð ferðamannastaða.

Krafan um að lagt verði á gistináttagjald sem renni til sveitarfélaga á hins vegar stuðning um allt land og mikilvægt að Alþingi og ríkisstjórn bregðist strax við því."

Þorsteinn Briem, 24.6.2016 kl. 17:47

4 identicon

nú virðist kúluskíturinn vera fundinn aftur svo það er jákvætt. þá er spurningin hversvegna hann minkaði svona mikið eru það efnasamböndin í vatninu veiki í kúluskítnum eru framkvæmdir í nágreninu sem veldur þessu er vitað um svona lagað áður skilst að alt lífríkið eigi erfitt uppdráttar svo varla er það saurmengun. en auðvitað þarf fé í rannsóknir en eflaust taka þær tíma ef hægt er að skapa aðstæður í háskólanum til að fínna kjöraðstæður fyrir kúluskítinn   eins má afla þekkingar á skitnum hjá Japönum eir hafa rannsakað hann lengi

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 25.6.2016 kl. 07:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband