Torfi tvöfaldur sigurvegari, - með hálsbólgu og hita.

Í gær voru rétt 65 ár liðin frá degi frækilegasta sigurs Íslendinga íþróttum, þegar Íslendingar báru sigurorð af Dönum og Norðmönnum í frjálsum íþróttum í þriggja landa keppni í Osló og unnu Svía í landsleik í knattspyrnu á Melavellinum sama dag, 4:3. 

Sigurinn yfir Svíum var einstaklega óvæntur vegna þess að þeir voru með eitt af sterkustu landsliðum heims á þessum tíma.

Við ýmsa erfiðleika var að etja í Osló. Haukur Clausen meiddist en þá sannaðist hið fornkveðna að ber er hver að baki nema sér bróður eigi, og tvíburabróðir Hauks, Örn, hljóp í skarðið í bókstaflegri merkingu og varð lang stigahæsti maðurinn í keppninni.

Torfi Bryngeirsson reyndist vera með hálsbólgu og hita, en fyrir Norðmenn keppti einn af bestu stangarstökkvurum Evrópu.

Því verður ekki svarað, hvort Torfi hefði getað náð árangri í langhlaupi svona á sig kominn, en hann gerði sér lítið fyrir og vann stangarstökkið með yfirburðum á nýju Íslandsmeti og hirti síðan annað gull með félögum sínum í 4x100 metra boðhlaupi. 


mbl.is Var látinn spila veikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta voru ótrúlegir kappar. En var ekki Ásmundur Bjarnason þarna, okkar maður Húsvíkinga?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.6.2016 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband