30.6.2016 | 19:27
Íslenska nafnahefðin vekur aðdáun margra.
Yfirleitt vekur íslenska nafnahefðin, að kenna sig til föður eða móður, hrifningu hjá útlendingum, sem spyrja mann um hana og fá útskýringar á henni.
En viðgengur þessarar hefðar er ekki sjálfgefinn, því að ættarnöfnin hafa forskot hvað varðar það, að það er erfiðara að breyta út frá henni yfir í foreldranafnahefðina heldur en að breyta foreldranafnahefðinni yfir í ættarnöfn.
Yfir foreldranafnahefðinni er ákveðinn jafnréttisblær varðandi það að kona sé ekki tilneydd að taka upp ættarnafn manns síns og það atriði vekur athygli margra útlendinga.
Ísland, land laust við ættarnöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Flest er nú farið að vekja aðdáun. Hef verið erlendis í meira en hálfa öld og hef satt að segja aldrei orðið við hrifningu á okkar nafnahefð. Fremur undrun og "Kopfschütteln.". Mér datt aldrei til hugar að halda í hefðin, því eru allir í minni fjölskyldu Kristinsson. Er þetta ekki að verða ögn væmið, hvað næst, aðdáum á Ora baunum?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.6.2016 kl. 19:46
Árið 1994 voru 2.227 ættarnöfn skráð hér á Íslandi og ættarnöfn eru nú töluvert fleiri hér en föðurnöfn.
27.4.1996:
Fleiri ættarnöfn skráð hér á Íslandi en föðurnöfn
Þorsteinn Briem, 30.6.2016 kl. 22:01
"13. gr. Þjóðskrá Íslands er heimilt að leyfa manni breytingu á eiginnafni og/eða millinafni skv. 6. gr., þar með talið að taka nafn eða nöfn til viðbótar því eða þeim sem hann ber eða fella niður nafn eða nöfn sem hann ber ef telja verður að ástæður mæli með því."
"20. gr. Heimilt er að breyta ritun nafns í þjóðskrá án þess að um sé að ræða eiginlega nafnbreytingu.
Slík breyting á nafnritun skal fara fram eftir reglum sem ráðherra setur að höfðu samráði við mannanafnanefnd.
Hver maður getur aðeins fengið slíka breytingu gerða einu sinni nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi."
Lög um mannanöfn nr. 45/1996
"Þjóðskrá Íslands getur við ýmsar aðstæður sem nefndar eru í VI. kafla mannanafnalaga leyft breytingu á eiginnafni, millinafni og/eða kenninafni (t.d. að barn verði kennt til stjúp- eða fósturforeldris).
Slíkar breytingar skulu þó aðeins leyfðar einu sinni nema sérstaklega standi á.
Það telst ekki nafnbreyting í eiginlegum skilningi þótt fullorðinn einstaklingur leggi niður kenninafn sem hann hefur borið og taki upp annað kenninafn sem hann á rétt á í þess stað.
Ekki er því þörf á sérstöku leyfi til slíkrar nafnritunarbreytingar heldur skal hún tilkynnt Þjóðskrá Íslands.
Dæmi: Dóttir Maríu og Guðmundar Karls er nefnd Guðmundsdóttir en má þess í stað nefnast Maríudóttir eða Karlsdóttir."
"Þjóðskrá Íslands getur leyft aðrar breytingar á ritun nafns á þjóðskrá, án þess að um sé að ræða eiginlega nafnbreytingu.
Dæmi: Maður getur óskað eftir að fella eitt eða fleiri af nöfnum sínum úr þjóðskrá eða að skammstafa eitt eða fleiri af nöfnum sínum (t.d. millinafn)."
Meginreglur um mannanöfn - Nafnbreytingar
Þorsteinn Briem, 30.6.2016 kl. 22:05
Miklu íslenskara að þeir séu allir -son og enn íslenskara ef þeir væru allir Jónsson.
Þá værum við enn stoltari af strákunum okkar.
Hvað þá ef eingöngu kennitalan þeirra væri á búningunum.
Það væri íslenskast af öllu.
Þorsteinn Briem, 30.6.2016 kl. 22:09
Hér á Íslandi skiptir kennitala manna miklu meira máli en nöfn þeirra. Þannig hef ég síðastliðna tvo áratugi aldrei verið spurður að því hérlendis hvað ég heiti.
Afgreiðslufólk gónir á tölvuskjáinn og spyr: "Hvað er kennitalan þín?" En aldrei: "Hver er kennitalan þín?"
Þannig getur maður sem skírður hefur verið Jónas sagt að hann heiti Guðmundur án þess að það valdi honum nokkrum vandræðum.
Og prestar hér munu áreiðanlega spyrja við hjónavígslur: "Er það einlægur ásetningur þinn að ganga að eiga kennitölu þá sem hjá þér stendur?"
Þorsteinn Briem, 30.6.2016 kl. 22:14
Nýju nafnlögin eru bylting. Sýnir að við erum að alþjóðavæðast. KSÍ er ekki að skapa neina sérstöðu. Það sem var tilheyrir sögunni til. Forn frægð og sagan er þarna, en einstaklingar sem eru að marka tímamót skapa sitt eigið nafn.
Eftir að hafa verið aðdáendur fótbolta í sjötíu ár verða íslenskir liðsmenn stjörnur. Fyrir vináttu og samvinnu við Svía. Danir hafa unnið Evrópumótið skilst mér. Voru þeir meira einstakir en Íslendingar á sínum tíma. Fótboltafárið er að ganga út í öfgar og nýi ókrýndi forsetinn á faraldsfæti milli Parísar og Reykjavíkur.
Hvað verður hann búinn að fara margar ferðir til Parísar ef íslensku liðsmennirnir vinna Evrópumeistarar?
Sigurður Antonsson, 30.6.2016 kl. 22:18
Öfugt við það sem mr. Kristinsson (og fleiri) hér að ofan hefur upplifað (undarleg upplifun á heilli ævi), þá er mjög mikið talað einmitt um íslensk nöfn og hefðir og það til tuga ára bæði á norðurlöndunum öllum og miðevrópu sem og talsvert á Spáni síðan ég byrjaði að ferðast uppúr 1980. Og enn er spurt og velt sér uppúr son og dóttir, Guðmundur og Jón o.fl. o.fl. - Bölvað rugl í þessum "Kristinsson" hér að ofan. - Það að vera sífellt ósammála og búa til nöldur og tuð er uppáhaldsiðja þessara neikvæðu manna sem í raun virðast aldrei upplifað neitt jákvætt í lífinu. Skömm að þessu og synd.
Már Elíson, 1.7.2016 kl. 07:53
Þessi ummæli þín, Már Elíson, eru ekki aðeins kjánaleg, heldur einnig banal.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.7.2016 kl. 12:48
Það finnst þér, Mr. Kristinsson, og hafðu það þannig. Það bætir þig samt ekki.
Már Elíson, 1.7.2016 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.