Talsmaður yfirvegunar, skilnings og friðar.

Helmuth Kohl sat lengur en nokkur annar á valdastóli sem lýðræðislega kjörinn kanslari Vestur-Þýskalands og Þýskalands alls, í heil 16 ár á tímum gríðarlegra umskipta í Evrópu, falls Berlínarmúrsins, Járntjaldsins og Sovétríkjanna.

Að undanskildum staðbundnum átökum í fyrrum Júgóslavíu, sem stóðu ekki lengi, átti Kohl ómetanlegan þátt í að hinar risavöxnu breytingar gengju friðsamlega fyrir sig.

Hann stofnaði til góðra persónulegra kynna við leiðtoga annarra ríkja og naut trausts þeirra.

Meðan Kohls naut við ríkti friðsamlegt samband og mikil slökun á milli Rússa og Vesturveldanna, og ein af undirliggjandi ástæðum vaxandi ósættis núna er það, að eftir að Kohl hætti, stóðu arftakar hans ekki við þau loforð sem hann hafði gefið til dæmis Gorbatsjof og Yeltsín um að þenja NATO ekki í austurveg.

Deildar meiningar eru að vísu um þau þessara loforða sem ekki voru sett í skriflega samninga og einnig hvort ómögulegt hafi verið að halda þau, til dæmis vegna ásóknar fyrrum leppríkja Sovétmanna í að komst undir verndarvæng NATO.

Kohl var öflugur við að lægja öldur, og í umrótinu við sundrun Sovétríkjanna, töldu Rússar enga þörf á að hrifsa Krímskaga til baka frá Úkraínu og sameina Rússlandi að nýju.

Þess var meira að segja ekki talin nein þörf á fyrri valdatíma Pútíns, en það ber að gæta að því að "útþensla til austurs" ("drang nach osten") hefur enn á sér hrollvekjandi blæ í eyrum Rússa, 75 árum eftir slíka útþenslu á vegum Hitlers.

Þegar Kohl leggur orð í belg til að lægja öldur og óróa, er rétt að íhuga það sem slíkur maður sem hann er, segir.


mbl.is Sýni ekki Bretum óþarfa hörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... ein af undirliggjandi ástæðum vaxandi ósættis núna er það, að eftir að Kohl hætti, stóðu arftakar hans ekki við þau loforð sem hann hafði gefið til dæmis Gorbatsjof og Yeltsín um að þenja NATO ekki í austurveg."

Yfirráðasvæði Atlantshafsbandalagsins (NATO) nær að Rússlandi í vestri með Eistlandi og Lettlandi, í suðri með Tyrklandi og í austri með Bandaríkjunum.

Ef einhver hefur gleymt að líta á klukkuna er árið nú 2014 en ekki til að mynda 1980, enginn hefur áhuga á að ráðast á Rússland frá til dæmis Eistlandi eða Úkraínu og það vita Rússar að sjálfsögðu.

Hagsmunir Evrópusambandsins og Rússlands eru að viðskipti þeirra verði áfram mikil og að sjálfsögðu hvarflar ekki að Rússlandi að ráðast á NATO-ríki.

Rússar eiga mest viðskipti við Evrópusambandið og þriðju mestu viðskipti þess eru við Rússland.

Þýskaland og Japan eru stórveldi vegna mikilla viðskipta við önnur ríki en ekki vegna þess að þau hafi lagt undir sig önnur lönd.

Og það vita Rússar að sjálfsögðu.

Þorsteinn Briem, 1.7.2016 kl. 01:26

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ef einhver hefur gleymt að líta á klukkuna er árið nú 2014 en ekki til að mynda 1980 ..."

Steini Briem, 26.6.2014

Þorsteinn Briem, 1.7.2016 kl. 01:30

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Finnland og Svíþjóð eru ekki í Atlantshafsbandalaginu (NATO), en hafa átt samvinnu við NATO og bæði ríkin fengu aðild að Evrópusambandinu árið 1995.

Mörg Evrópuríki vilja hins vegar vera bæði í Evrópusambandinu og NATO, til að mynda Eistland og Lettland, sem eins og Finnland eiga landamæri að Rússlandi.

Lettland og Eistland fengu aðild að Evrópusambandinu og NATO árið 2004.

Og Úkraína á landamæri að Póllandi, Slóvakíu, Ungverjalandi og Rúmeníu, sem öll eru bæði í Evrópusambandinu og NATO.

Úkraína er sjálfstætt ríki sem þarf ekki að spyrja Kremlarherra að því frekar en Lettland og Eistland hvort það megi ganga í NATO og Evrópusambandið.

Fjórðungur af íbúum Eistlands og Lettlands
eru af rússnesku bergi brotnir en 17% af þeim sem búa í Úkraínu.

Hins vegar þurfa ríkin í NATO og Evrópusambandinu að samþykkja aðild Úkraínu og það verður nú ekki á morgun.

Steini Briem, 25.6.2014

Þorsteinn Briem, 1.7.2016 kl. 01:34

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rússland hefur síðastliðinn áratug verið "innikróað" af NATO-ríkjum, er miklu minna en Sovétríkin voru, Varsjárbandalagið leið undir lok fyrir meira en tveimur áratugum og hvorki Rússland né Austur-Evrópuríkin eru nú kommúnistaríki.

Moskva er um 700 kílómetrum frá landamærum Rússlands og Lettlands en um 550 kílómetrum frá landamærum Rússlands og Úkraínu.

Mismunurinn er því aðeins
um 150 kílómetrar, vegalengdin frá Reykjavík að Skógum undir Eyjafjöllum.

Næst stærsta borg Rússlands, Sankti Pétursborg, þar sem fimm milljónir manna búa, er einungis um 200 kílómetrum frá landamærum Rússlands og Finnlands, svo og Eistlands, sem er í Atlantshafsbandalaginu (NATO).

Og Tyrkland, sem einnig er í NATO, er aðeins í um 200 kílómetra fjarlægð frá Krímskaga.

Og um 80 kílómetrar eru á milli Rússlands og Bandaríkjanna við Beringssund.

Rússland er stærsta land heimsins en þar búa aðeins 144 milljónir manna, einungis um þrefalt fleiri en í Úkraínu (45 milljónir), tæplega tvöfalt fleiri en í Þýskalandi (81 milljón) og um tvöfalt færri en í Bandaríkjunum (318 milljónir).

Steini Briem, 25.6.2014

Þorsteinn Briem, 1.7.2016 kl. 01:36

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enda þótt Úkraína vilji fá aðild að annars vegar Evrópusambandinu og hins vegar NATO fengi það ekki aðild strax í fyrramálið.

Serbía sótti til að mynda um aðild að Evrópusambandinu árið 2009 og Tyrkland hóf aðildarviðræður við Evrópusambandið árið 2005.

Þar að auki þurfa öll Evrópusambandsríkin að samþykkja aðild nýrra ríkja að Evrópusambandinu og engan veginn víst að þau samþykki öll aðild til að mynda Tyrklands að sambandinu, enda þótt samningar tækjust einhvern tímann um aðildina.

Þorsteinn Briem, 1.7.2016 kl. 01:42

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pútín 10.12.2004:

"As for enlargement of the Euroepan Union, we have always seen this as a positive process.

Certainly, enlargement gives rise to various issues that have to be resolved, and sometimes they are easy to resolve, sometimes not, but both sides have always shown a desire to find mutually acceptable solutions and we do find them.

If Ukraine wants to join the EU and if the EU accepts Ukraine as a member, Russia, I think, would welcome this because we have a special relationship with Ukraine.

Our economies are closely linked, including in specific areas of the manufacturing sector where we have a very high level of cooperation, and having this part of indeed our economy become essentially part of the EU would, I hope, have a positive impact on the economy of Russia."

"On the other hand, we are building a common economic space with the European Union, and we believe this is in the interests of both Russia and the European Union countries and will harmonise our economic ties with Europe.

But these projects are not in contradiction with the possibility of any country joining the European Union, including Ukraine.

On the contrary, the possibility of new members joining the EU makes our projects only more realistic.

But I repeat that the plans of other countries to join the EU are not our direct affair."

Press Conference Following Talks with Spanish Prime Minister Jose Luis Rodriguez Zapatero

Þorsteinn Briem, 1.7.2016 kl. 01:44

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ummæli Pútíns undirstrika það sem ég segi varðandi það að það er aðeins allra síðustu misserin sem hann fór að fara í þann tortryggnisham, sem hann er nú í.

Ómar Ragnarsson, 1.7.2016 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband