1.7.2016 | 12:56
Innan við klukkstundar fyrirvari eins og áður.
Hekla hefur gosið með minna en klukkustundar fyrirvara fram að þessu og það hefur ekki breyst. Fyrirvarinn markast af því þegar gosórói hefst.
Flugumferð yfir fjallinu er nær eingöngu stjórnað blindflug með órofnu kallsambandi við flugstjórana, þannig að nægur tími ætti að gefast til að víkja fluginu frá ef óróinn byrjar.
Eftir að gos hefur hafist er hægt án áhættu að fljúga þannig í sjónflugi að hægt sé að halda sér í hæfilegri fjarlægð.
Í síðasta Heklugosi var ég að stíga upp í Fokkervél til að fara til Akureyrar vegna skemmtunar þar, til að sækja litla flugvél, sem ég var með á leigu.
Flugstjórinn fékk leyfi til sjónflugs ofar skýjum svo að ég gæti náð fyrstu myndunum af gosmekkinum, sem steig upp úr skýjahulunni fyrir neðan.
Eitt af dæmunum um heppni, sem ég er síðustu árin farin að kenna við fyrirbærið "íslenskan Forrest Gump."
"Núverandi ástand felst í því að fjallið hafi þanist það mikið út eftir gosið 2000, að það sé komið í svipaða hæð og þá.
Engar vísbendingar um Heklugos | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.