Hárfín lína milli sjálfstrausts og ofmats.

Sjálfstraust, byggt á góðri greiningu á eigin getu og getu andstæðingsins, er nauðsynlegt í allri keppni.

Greina þarf sem best alla styrkleika og veikleika.

En einhvers staðar liggur hárfín lína á milli sjálftrausts og ofmats.

Innan þessarar línu er möguleikinn á sigri þótt viðkomandi teljist vera minni máttar.

Utan þessarar línu er fullvissa um að viðkomandi sé ósigrandi.

Dæmi um hvort tveggja eru óteljandi í íþróttasögunni.

Dæmi um íþórtamenn sem sjálfir og allir aðrir töldu ósigrandi voru hnefaleikakapparnir Max Bear, Sonny Liston og George Foreman.

Allir fóru þeir flatt á þessu ofmati.

Ungverjar voru með langbesta landslið heims 1950-56 en tapaði þó í úrslitaleiknu á HM fyrir gestgjöfunum, Vestur-Þjóðverjum.

Vonandi verður íslenska liðið á Stade de France á morgun fullt sjálfstrausts en þó vitandi um það að ekkert lið er ósigrandi, heldur ekki það íslenska


mbl.is 10.000 Íslendingar gegn Frökkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigmund Davíð tóku tröll,
taldi sig þó bestan,
sorgleg hans nú sagan öll,
sauðinn teljum verstan.

Þorsteinn Briem, 2.7.2016 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband