Stóryrði eru ekki til bóta.

Stóryrði, sem fallið hafa varðandi atvikið í Laugarneskirkju, eru ekki til bóta, svo sem að fullyrða í útvarpi að hælisleitendurnir hefðu verið útsendarar ISIS, sendir til hryðjuverka, og sóknarpresturinn, biskupinn og jafnvel verðandi forseti samsekir eða í það minnsta nytsamir sakleysingjar.

Svo langt hefur verið gengið hér á blog.is að leggja til að íslenska þjóðkirkjan verði lögð niður fyrir svik gagnvart kristinni trú og gildum hennar.

Fyrir liggur að útlendingastofnun og aðrir, sem um þetta mál hafa vélað hér á landi, koma af fjöllum varðandi þær "upplýsingar" að hælisleitendurnir hafi verið grunaðir í Noregi um að vera útsendarar ISIS og sendir til Norðurlanda til að fremja hryðjuverk.

Verðandi forseti hefur verið atyrtur fyrir það að segja að þetta atvik hafi verið dapurlegt, sem það þó var, hvernig sem á málið er litið.  

 


mbl.is Mátti reyna að leita annarra leiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um að gera að senda flóttamenn úr landi þegar þeir vilja hefja hér störf sem fyrst og hér á Íslandi vantar nú þúsundir útlendinga til starfa á ári hverju.

Þorsteinn Briem, 2.7.2016 kl. 22:40

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"65. gr. Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. ..."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 2.7.2016 kl. 22:43

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum."

Almenn hegningarlög nr. 19/1940

Þorsteinn Briem, 2.7.2016 kl. 22:43

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The majority of Kurds today are Muslim, belonging to the Shafi school of Sunni Islam."

27.1.2015:

Konur í fararbroddi í sigri hersveita Kúrda á Íslamska ríkinu:

Þorsteinn Briem, 2.7.2016 kl. 22:44

6 identicon

Ég hef áhyggjur af þeim hluta landa minna sem óttast svo mjög erlent fólk sem vill setjast að á Íslandi. Getur verið að þetta sé upp til hópa fólk sem hefur lítið ferðast á framandi slóðir? Ef svo er held ég að rétt væri að grípa á lofti hugmynd Ólafs Arnalds að stofna ferðasjóð fyrir fordómafulla til að styrkja þá til utanfarar að kynna sér líf utan landsteinanna.

Eygló (IP-tala skráð) 2.7.2016 kl. 23:15

7 identicon

1. A.m.k annar írakinn laug til um aldur, var sumsé ekki barn eins og hann sagði.

2. Báðir voru ólöglegir hér, þeir höfðu báðir sótt um hæli í Noregi.

3. Engin bráð hætta er meðal flóttamanna í Írak. Þeir fá allir hæli á heimaslóðum, ef þeir vilja. Allir flóttamenn sem eru ofsóttir fá hæli í Kúrdistan. Þess utan eru shíar öruggir á sínum svæðum, og súnníar á sínum.

4. Ef mennirnir telja sig ofsótta af íröskum yfirvöldum, þá eru þeir öruggir í Kúrdistan, þar sem Peshmerga fer með öll völd, og verndar alla sem þurfa. Írösk yfirvöld hafa þ.ar enga viðveru.

5. Kúrdískar fréttastofur hafa spáð metfjölda "flóttamanna" frá Kúrdistan (og Írak) vegna efnahagsástands í Kúrdistan, þar sem íraksstjórn hefur svelt Kúrdistan af skatttekjum og útflutningi olíu. Þeir sem dvelja í Kúrdistan og kjósa að yfirgefa það, gera það vegna efnahagsástands, ekki öryggis.

6. Margar miljónir "flóttamanna" eru á ferð í Evrópu. Þeir fá tilsögn í því hvernig best er að haga framburði, og hvernig skal spila á kerfi. Aðstoð við "flóttamenn" er stórbisness og afar margir Evrópumenn eiga mikið undir að batteríið starfi áfram óbreytt. Þeiurra á meðal eru margir íslenskir lögmenn, sem gætu varla starfað ef þeir hefðu ekki þennan bita. Rauði Krossinn fær rífleg framlög vegna sinnar þjónustu, og erfitt að sjá að hann gæti haldið úti 180-200 starfsmönnum ef þessar tekjur dragast saman.

7. Aðgerð prestanna var pólitísk, n.t.t. var Þjóðkirkjunni breytt i verkfæri s.k. "aktívista*". Það er engin pólitísk sátt um að Þjóðkirkjunni sé breytt í verkfæri fyrir öfgasamtök vinstrimanna. Ef Þjóðkirkjan ætlar sér að lifa, þá er málið ekki að binda trúss sitt við öfgasamtök sem vilja hana feiga.

8. Aðgerð Þjóðkirkjunnar var ólögleg. Hún braut lög með því að skjóta skjólshúsi yfir menn sem vísa átti úr landi eftir úrskurði þar til bærra yfirvalda. Menn hljóta að vera hugsi yfir því, hvort stætt sé á því, að styðja Þjóðkirkju sem er orðinn hluti af öfgavinstri og brýtur lög. Slíkar vangaveltur eru eðlilegri en ekki.

Hilmar (IP-tala skráð) 2.7.2016 kl. 23:16

8 identicon

Vil benda Eygló hér að ofan á, að vinstrisinnaðir öfgamenn eru oftast nær börn að aldri, sem hafa litla lífsreynslu og hafa lítið ferðast um heiminn. Hinn hlutinn á oftar en ekki einhverra hagsmuna að gæta.

Hilmar (IP-tala skráð) 2.7.2016 kl. 23:20

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki veit ég til þess, að neinn hafi "fullyr[t] í útvarpi að hælisleitendurnir hefðu verið útsendarar ISIS, sendir til hryðjuverka."

Hins vegar mætti Ómar Ragnarsson velta fyrir sér þeirri staðreynd, að strax við komu þessara tveggja Suður-Íraka til Noregs frá Íslandi voru þeir handteknir af norsku lögreglunni og settir í fangelsi. Af hverju hyggur Ómar, að það hafi verið gert -- af því að þeir væru taldir hæfir og heppilegir til að ganga lausir?

Hér á landi höfðu þeir hins vegar fengið mikið svigrúm og voru látnir vita um lögmætan úrskurð Útlendingastofnunar um að þeir yrðu að víkja úr landi, höfðu til þess góðan fyrirvara, og þar á ofan er rangt í skyn gefið í viðtölum við prestana, að lögregla hafi mætt snögglega og fljótt verið búin að handtaka mennina, því að áður um nóttina höfðu verið sendir þangað óeinkennisklæddir lögregluþjónar, sem reyndu á kurteislegan hátt að tala um fyrir þeim og fá þá til að fallast á að fylgja þeim -- án árangurs, en líka án tilraunar til valdbeitingar. Og það var, vel að merkja, þá sem sr. Kristín Þórunn hlutaðist til um málið með því að hvetja Írakana til að segja NEI við tilmælum lögreglunnar! Mátti hún þó vita, að lögregla hafði lögin með sér og rétt valdsumboð til að fullnusta úrskurð Útlendingastofnunar.

Svo er makalaust furðulegt, að Kristín Þórunn og Agnes, ofurfrjálslyndar í siðgæðismálum, skuli bera fyrir sig kaþólska miðaldareglu almenna kirkjuréttarins um kirkjugrið, sem eru ekki lengur á neinum íslenzkum lögbókum, enda var sá maður, sem lengst og helzt treysti siðaskiptin í sessi hér, Guðbrandur Þorláksson Hólabiskup, eindregið andvígur kirkjugriðum sekra manna, kallaði það "pápistafrið" og "mannasetningu" að leyfa öllum óbótamönnum að leita í kirkju* og fekk kirkjufrið afnuminn árið 1587 -- fyrir heilum 429 árum, ef Kristín Þórunn, T.Toma, Sólveig Lára og Agnes Sigurðardóttir skyldu ekki hafa frétt af því enn!

* Sbr. dr. Má Jónsson: Blóðskömm á Íslandi 1270-1870, Rv.1993, s.122; sbr. Kristni á Íslandi III (Rv.2000), 94, 95.

Jón Valur Jensson, 2.7.2016 kl. 23:58

10 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Steini Brim vitnar hér í Stjórnarskrá okkar Íslendinga sem væntanlega er fyrir okkur Íslendinga...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 3.7.2016 kl. 10:19

11 identicon

JVJ og skoðanabræður hans minna óneitanlega á þetta atriði
https://www.youtube.com/watch?v=yp_l5ntikaU

DoctorE (IP-tala skráð) 3.7.2016 kl. 11:02

12 identicon

Steini stóð ströndu og var að bulla bull......

immalimm (IP-tala skráð) 3.7.2016 kl. 13:48

13 identicon

Steini skeit í buxur og var að ríma Briem......

immalimm (IP-tala skráð) 3.7.2016 kl. 13:54

14 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Í síðari heimstyrjöldinni gerðist það margoft að kirkjan skaut skjólshúsi yfir þá sem yfirvöld skilgreindu sem glæpamenn eða réttlausa einstaklinga, jafnt andspyrnumenn sem ofsótta minnihlutahópa. Ég efast um að þeir sem nú hneykslast mest á aðgerð prestanna í Laugarnesi skilgreini t.d. frönsku andspyrnumennina eða þýska gyðinga í leynum sem "afbrotamenn" þótt sannarlega hafi nasistar, hin löglegu stjórnvöld, skilgreint þá þannig.

Í Laugarneskirkju var engin tilraun gerð til að leyna þessum mönnum fyrir yfirvöldum, þvert á móti var vera þeirra í kirkjunni gerð opinber. Tilgangur aðgerðarinnar var auðvitað sá að vekja athygli á stöðu flóttamanna. Það er góður og göfugur tilgangur enda hljóta allir sæmilegir menn að hafa áhyggjur af stöðu þess fólks sem flýr stríð og ofsóknir í eigin löndum - á öllum tímum og í öllum heimshlutum.

Flestu hugsandi fólki ofbýður auðvitað hræðsluáróður hinna hálffasísku afla sem halda því blákalt fram til dæmis að með nýjum útlendingalögum muni hundruð milljóna flóttamanna streyma til landsins, að allir múslimar séu glæpamenn og svo framvegis. Það er auðvelt að líta framhjá svona áróðri sem léttvægu þvaðri, en því miður holar dropinn gjarnan steininn. Eflaust leit flest skynsamt fólk á röflið í sumum í bjórkjöllurum Þýskalands sem kjánagang sem enginn tæki mark á. Það leiddi samt á endanum af sér hörmungar nasismans og heimstyrjöldina síðari.

Lýðræði, frelsi og mannréttindi eru gæði sem ekki eru sjálfsögð. Verum vakandi gagnvart öllu því sem ógnar.

Þorsteinn Siglaugsson, 3.7.2016 kl. 22:17

15 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég hef spurningar fyrir Þorstein Siglaugsson; hvað áttu lögreglumenn að gera þegar írakarnir neituðu að fara með lögregluni út úr kirkjunni og um borð í flugvél sem færi með Írakana til Noregs?

Af hverju ættli að Norðmenn hafi sett Írakana í fangelsi en ekki í næstu kirkju við komuna til Noregs?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 4.7.2016 kl. 16:05

16 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég hef ekki gert neina athugasemd við aðgerðir lögreglunnar Jóhann. Lögreglumönnum er auðvitað skylt að framfylgja skipunum. Eina skýringin sem fram hefur komið á því hvers vegna Írakarnir voru settir í fangelsi í Noregi er sú að þeir hafi yfirgefið landið áður en lokið hafi verið við meðferð hælisumsókna þeirra.

Þorsteinn Siglaugsson, 4.7.2016 kl. 16:38

17 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég sé þetta alveg eins og þú Þorsteinn í svörum þínum, þess vegna get ég ekki skilið þetta uppþot sem að No Boarder eru með.

Mál Írakana fékk meðferð hjá yfirvöldum og yfirvöld hafnaði umsókn þeirra til dvalarleyfis og lögreglan framkvæmdi vilja yfirvalda. Ósköp einfallt mál sýnist mér.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 4.7.2016 kl. 17:01

18 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Öfugt við þig skil ég vel það sem þú kallar "uppþot sem No border eru með". Tilgangur þess var að vekja athygli á aðstæðum fólks sem þarf að flýja land sitt vegna ofbeldis og stríðs. Og eins og ég hef sagt finnst mér það vera góður og göfugur tilgangur. Um leið áfellist ég ekki lögreglumennina, eins og líka hefur komið fram.

Þorsteinn Siglaugsson, 4.7.2016 kl. 17:35

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessir tveir ungu menn voru ekki að "flýja land sitt vegna ofbeldis og stríðs". Það er ekkert stríð í Suður-Írak.

Gamli íhaldsmaðurinn Þorsteinn hefur eitthvað skekizt af sínum gamla grunni. Hann hefur ennfremur tekið upp þá háttu öfgakenndustu fjölmenningarhyggjumanna að geta ekki látið hjá líða að bera daglega eða a.m.k. vikulega fasisma upp á náungann -- jafnan án minnsta rökstuðnings.

Þorsteinn á orðið verulega bágt í mínum augum.

Þá er mér ekki kunnugt um, að nokkur einasti maður hafi fullyrt, "að með nýjum útlendingalögum muni hundruð milljóna flóttamanna streyma til landsins, að allir múslimar séu glæpamenn og svo framvegis."

Getur Þorsteinn fundið nokkra heimild eða stoð fyrir þessum orðum sínum? Og ef hann finnur einhvers staðar eitt einangrað dæmi slíks, dettur honum í hug, að hann geti út frá slíku einstöku dæmi ályktað um alla þá, sem gagnrýna fráleita uppreisn Agnesar biskups og presta Laugarneskirkju gegn lögmætri stjórnvaldsákvörðun Útlendingastofnunar?

Jón Valur Jensson, 4.7.2016 kl. 19:43

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og þessir tveir menn voru ekki "flóttamenn", þótt þannig skrifi Þorsteinn kl.22.17 í gærkvöldi. Þeir voru hælisleitendur

Jón Valur Jensson, 4.7.2016 kl. 19:51

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og þessir tveir menn voru ekki "flóttamenn", þótt það virðist fólgið í skrifi Þorsteins kl.22.17 í gærkvöldi. Þeir voru hælisleitendur

Jón Valur Jensson, 4.7.2016 kl. 19:54

22 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Skoðaðu bara bloggið sjálfs þín, Jón Valur. Þú getur t.d. kíkt á athugasemd Theodórs nokkurs Norðkvist hér: http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/2175698/

"Það er ágætt hjá þér, en þú verður að gera betur ef þú vilt halda uppi fleiri hundruð milljón þriðja heims íbúum, sem munu geta labbað inn í landið og fengið að búa þar frítt, verði útlendingalögin að veruleika."

Svo gætir þú skoðað skrif ýmissa skoðanabræðra þinna hér á blogginu ef þú vilt fá staðfest að því sé haldið fram að allir múslimar séu glæpamenn.

Þorsteinn Siglaugsson, 4.7.2016 kl. 20:46

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þeir eru alla vega ekki "skoðanabræður" mínir um um það mál.

Og ég held þú hafir greinilega misskilið (að þinni vild?) orð Theódórs; en spurðu hann, ekki mig.

Jón Valur Jensson, 4.7.2016 kl. 20:58

24 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Misskilið? Þetta er nú fremur spurning um lesskilning finnst mér. Það er auðvitað morgunljóst hvað maðurinn er að segja.

Þorsteinn Siglaugsson, 4.7.2016 kl. 21:02

25 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Svo er annar svipaður fugl hér, svona til gamans. Þessi heitir Sveinn R. Pálsson, og þarna eru milljónahundruðin orðin að milljörðum (það er nú meiri eftirsóknin í að búa hér): http://svennip.blog.is/blog/svennip/entry/2176000/

"Það eru milljarðar manna sem búa við örbyrgð og vilja koma hingað. Það er bara barnaskapur að halda að það sé hægt að opna landamærin án þess að það leiði til hruns."

Þorsteinn Siglaugsson, 4.7.2016 kl. 21:21

26 identicon

Það er nokkuð ljóst að Þorsteinn hefur ekki áhuga á að ræða, af hverju þessir einstaklingar voru hér. Þaðan sem þeir koma er ekkert stríð. Þess utan hafa þeir af nægum stöðum að velja í Írak, ef þeir telja sig ekki óhulta.

Ef að Þorsteinn myndi vilja ræða þetta, þá væri hann ekki í hártogunum um aukaatriði. Þá myndi hann þurfa að viðurkenna að þessir menn þurfa ekki vernd, og geti þ.a.l. ekki verið flóttamenn.

En ef við myndum viðurkenna að þessir menn hefðu rétt á að flytja hingað, án þess að vera í hættu og án þess að vera flóttamenn, og án þess að þurfa samþykki frá íslenskri þjóð, þá er ljóst að ekki einasta geti hingað komið hundruðir miljóna, heldur miljarðar.

En hingað koma ekki miljarðar. Það er bara potturinn. Nei, hingað koma bara nægilega margir til að draga niður lífskjör á Íslandi og gera landið að þriðja heims ríki. Það er ástæðan fyrir því að íraskri efnahagslegir förumenn leita ekki til Indlands, Pakistan eða Kína, svo dæmi séu tekin. Þar eru lífskjörin ekki nægilega góð fyrir þessa menn. Þar vaða menn ekki í samfélagslega vasa í leit að framfærslu. Sem flóttamenn fengju þeir alla þá aðstoð sem þeir þyrftu sem menn að leita að skjóli frá hættu.

Fólk eins og Þorsteinn eru bráð hætta fyrir íslenska þjóð. Hann getur röflað um nasista og fasista, kynþáttahatara og annað sem hans líkum er tamt, en það breytir því ekki, að hann beitir sér fyrir því að hingað flytji fólk með þá menningu, að fyrirlíta það sem vestrænt er.

Hilmar (IP-tala skráð) 4.7.2016 kl. 21:40

27 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Jæja, það endar þá væntanlega með því að öll heimsbyggðin flytur til Íslands barasta wink

Þorsteinn Siglaugsson, 4.7.2016 kl. 21:56

28 identicon

Stóra spurningin hlýtur að vera su Þorsteinn, hvort þú hefur andlegt gjörvi til að standa í rökræðum. Eins og staðan er nú, ertu ekkert ósvipaður nafna þínum kenndum við Breim, mikill vilji, engin geta.

Það er ekki öllu gefið að geta staðið fyrir máli sínu. Þeir sem geta það ekki taka oftast nær ekki þátt í umræðunni, sem færir okkur að spurningu sem þú gætir kannski svarað, ólíkt öðrum spurningum og efnisatriðum sem þú virðist forðast eins og heitann eldinn, af hverju ertu að þessu?

Hilmar (IP-tala skráð) 4.7.2016 kl. 22:36

29 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég benti á það hér að það sé sjálfsagt og eðlilegt að vekja athygli á aðstæðum flóttafólks og að aðgerð prestanna í Laugarneskirkju hafi verið liður í því. Megingagnrýnin sem beint hefur verið að yfirvöldum hér er að þau rannsaki ekki nægilega, og með sjálfstæðum hætti, aðstæður þeirra sem hingað leita og aðstæður á þeim svæðum sem þeir koma frá. Þetta er að mörgu leyti réttmæt gagnrýni. Suður-Írak er til dæmis fráleitt öruggt svæði þótt það sé vissulega ekki jafn hættulegt og Norður-Írak.

En hvernig í ósköpunum ég ætti að geta svarað því hvers vegna þessir tveir einstaklingar leituðu hælis hér er mér hulin ráðgáta. Ég veit það ekki og ólíkt þeim sem allt telja sig vita læt ég mér ekki til hugar koma að fullyrða um ástæður þess, til dæmis að þeir séu hryðjuverkamenn hingað komnir á vegum ISIS eins og ég hef séð haldið fram.

Mergurinn málsins er sá að það ætti að vera hægt að ræða þessi mál af yfirvegun án þess að grípa til fáránlegs og bjálfalegs hræðsluáróðurs á borð við að milljarðar fólks muni streyma hingað til Íslands verði umsóknir um hæli teknar til efnislegrar meðferðar í meira mæli, eða að með nýjum útlendingalögum sé landið galopnað. Það gerir sér allt skynsamt fólk grein fyrir hversu fráleitt er að halda slíku fram. Það sorglega er, og því hef ég áhyggjur af, hversu margir kæra sig kollótta um staðreyndir mála en vaða fram með hræðsluáróðurinn alveg óháð þeim.

Þorsteinn Siglaugsson, 4.7.2016 kl. 23:00

30 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er engin bjálfalegur hræðsluáróður í gangi hér það er verið að benda á að það þarf ekki nema nokkur þúsund af hælisleitendum og flóttamönnum t.d. 99 þúsund til að riðla kerfinu sem tók rúm hundrað ár að koma í viðráðanlegt kerfi og flestir njóti góðs af.

Málið er hins vegar það að kerfið er ekki nógu gott og fullkomið ennþá, margir sitja við fátækramörk bæði ungir sem aldnir og öryrkjar. 

Tilfinningar kemur fólki oft út í óviðráðanlegar aðstæður, þess vegna verður að fara að með gát, raunsýni og nota staðreyndir af samskonar athæfi í nágrannalöndum okkar til að hjálpa við ákvarðanir um heilisleitenda og flóttamanna innfluttning til Íslands.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 4.7.2016 kl. 23:31

31 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég tek undir þessi orð þín, Jóhann.

Þótt Þorsteinn hafi farið mikinn í þessari umræðu og telji sig á stundum með pálmann í höndunum, er vert að veita því eftirtekt, að rökfærslur hans gegn okkar áherzlum byggjast oft og einatt á því að gera mótherjum sínum upp öfgakenndar fullyrðingar, sem hann á auðvitað létt með að skjóta niður eða benda á sem fáránlegar.

En það er ekki talinn sanngjarn rökræðuháttur að leggja mótaðila ranga meiningu í hug -- að láta sem hann haldi einhverju fram til að eiga auðveldara með að berja það síðan niður, án tillits til þess, að hann hélt því aldrei fram -- eða að grípa á lofti ýtrustu og öfgakendustu  fullyrðingu einhvers og láta sem hún sé representatíf fyrir stóran hóp manna. Þetta fellur jú undir það, sem kallað er "vankunnátta í mótmælum", en um hana er fjallað í kaflanum Rökskekkjur í bók dr. Ágústs H. Bjarnasonar: Rökfræði, 2. útg., Rv. 1925, s. 119-20: "Vankunnátta í mótmælum" (ignoratio elenchi) er það nefnt, þá er menn annaðhvort með útúrsnúningi leitast við að hrekja það, sem aldrei var haldið fram, eða að sanna það, sem aldrei var borið á móti, en hvorugt er talið heiðvirðra manna háttur. Þessi vankunnátta í mótmælum lýsir sér og í því, að menn fara oft út í aðra sálma, í stað þess að sanna mál sitt með beinum rökum ..."

Jón Valur Jensson, 6.7.2016 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband