3.7.2016 | 17:57
Margir stórir viðburðir keppa um fólkið.
Margir fjölmennir viðburðir keppa nú um það fólk, sem er á faraldsfæti um fyrstu helgina í júlí.
Á Akureyri hefur staðið yfir afar fjölmennt knattspyrnumót í efri hluta yngri flokkanna og knattspyrnu og fjöldi foreldra því á ferð þar með börnum sínum.
Þar á undan voru Bíladagar þar í bænum.
Landsmmót hestamanna sogar til sín fjölda fólks mörgum dögum lengur en sem nemur mótsdögunum sjálfum.
EM hefur mikið að segja um það hvernig fólk skipuleggur þessa helgi, og eindæma velgengni Íslendina á mótinu hefur stóraukið áhugann og áhrifin.
EM hefur áhrif á útileguáhugann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.