Hvenær förum við til Ameríka og gefum lagi Armenía stig?

Fyrirsögnin "ferðir til Almería felldar niður" vekur spurningar.

Leifur heppni fann Ameríku. Flugfélög fjölga ferðum til Ameríku. Ólympíuleikar verða næst haldnir í Suður-Ameríku.

Panamaskjölin eru kennd við ríki í Mið-Ameríku.

Ísland er í heimsálfunni Evrópu en Grænland er í Ameríku.

Í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðv eiga Íslendingar möguleika á að gefa lagi Armeníu stig.  

Hvers vegna má þá ekki hefja ferðir og hætta við ferðir til Almeríu?

Eða fann Leifur heppni Ameríka og stunda flugfélögin okkar Ameríkaflug?

Og líkar okkur kannski næsta vor vel við lag Armenía?

Er næsta skref að hefja flugferðir til Ameríka?

 

 


mbl.is Ferðir til Almería felldar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Kannski spurning um málvenju. Við ferðumst til Súmötru en ekki til Casablöncu, Varsjár en ekki Sebastópóls. Fer þetta ekki bara eftir því hvort nafnið hefur unnið sér sess sem "íslenskt" eða ekki?

Þorsteinn Siglaugsson, 4.7.2016 kl. 11:21

2 identicon

Við fljúgum einnig til Flórida en ekki Flóridu. Og getum ferðast á fjölmarga staði sem ekki enda á u. Live with it.

Davíð12 (IP-tala skráð) 4.7.2016 kl. 11:37

3 identicon

Ómar, það er ekki sjálfsagt sð nöfn landa og borga sem enda á a séu kvenkyns, heldur eru mörg hvorugkyns og beygjast eins og "hjarta". Enginn fer til KÍNU. 

Ingibjörg (IP-tala skráð) 4.7.2016 kl. 12:35

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Heitin Ameríka, Almería og Armenía eru of lík til þess að farið sé að beita tveimur tveimur mismunandi aðferðum á þau.

Ómar Ragnarsson, 4.7.2016 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband