Filip Hammar á gott að vera ekki Japani.

Sænski fjölmiðlamaðurinn Filip Hammar má þakka fyrir að vera ekki Japani.

Þar í landi er úrslitaviðureignin í Sumoglímu með álíka sess og úrslitaleikir í knattspyrnu hjá öðrum þjóðum, og japanska þjóðin límd við skjáinn.

Undanfari glímunnar er óralangur með alls kyns seremoníum þar sem glímuhlunkarnir koma hvað eftir annað inn í hringinn og ausa eins konar salti eða salla yfir vettvanginn og þykir þessi langi forleikur bæði nauðsynlegur og hluti af eins konar helgiathöfn.

Ég horfði á þetta fyrirbæri í Tokyo 1977 og var að verða uppgefinn á að bíða eftir sjálfri glímunni.

Loks tókust þeir á og annar þeirra ruddi hinum út úr hringnum og öllu var lokið á örskotsstund.

Filip Hammar hefði talið allan "saltausturinn" á undan hrein kjánalæti og sennilega verið farinn.  

Þessi Sumoglíma tók margfalt styttri tíma en þegar Liston sló Patterson niður í 1. lotu bæði 1962 og 1963, og Ali sló Liston niður 1965 í 1.lotu.

En á slíkum viðburðum eru venjulega margir "upphitunarbardagar" sem flestir skipta ekki stórmáli, en eru taldir nauðsynlegur forleikur að stóra bardaganum.


mbl.is Segir víkingafagnið kjánalæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Væntanlega er hægt að halda því fram að allar keppnir og allt í kringum þær sé tóm vitleysa.

Held þó að flestir vilji bæði brauð og leika.

Þorsteinn Briem, 4.7.2016 kl. 18:42

2 identicon

Hnefaleika mælistika Ómars bregst ekki frekar en fyrri daginn.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.7.2016 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband