Svona atvik eru engin furða, - löggan sýknuð.

Ítrekaðir sýknudómar í málum, þar sem bandarískir lögreglumenn eru sýknaðir eftir að þeir skjóta blökkumenn á svipaðan hátt og nú hefur gerst í Minnesota, virka hvetjandi á geðþóttaaðgerðir þeirra af því tagi, sem lýst er í tengdri frétt á mbl.is.

Geðþóttinn byggist á því að bara það eitt að ætla sér að ná í ökuskírteini sitt getur réttlætt þá ályktun lögreglumanns að hinn tortryggði sé að seilast eftir byssu sinni og að það sé næg ástæða fyrir lögreglumanninn til þess að skjóta blökkumanninn tafarlaust "í sjálfsvörn."

Lögreglumaðurinn er talinn hafa gilda ástæðu til að halda þetta, af því að byssueign er svo almenn vestra, að allar hreyfingar borgaranna má túlka sem fyrirætlun þeirra til að beita byssum sínum, nánast hvenær sem er og hvar sem er.

Þetta sýnir vel hvert sú krafa hinna öflugu samtaka byssueigenda vestra leiðir, að allir eigi byssur og hafi þær um hönd, jafnvel öflugustuu hernaðarhríðskotariffla, til þess "að geta varið sig."


mbl.is Skotinn af lögreglu á rauðu ljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband