8.7.2016 | 10:23
Hræðilegt glæpaverk sem gerir gríðarlegt ógagn.
Morðin á fimm lögreglumönnum í Dallas eru skelfilegar fréttir sem vekja almenna fordæmingu og gera réttindabaráttu í Bandaríkjunum gríðarlegt ógagn.
Hún verður vatn á myllu þeirra, sem vilja kynda undir það almenna vígbúnaðarkapphlaup, sem knúið er áfram af þeim, sem trúa því að því betur sem almenningur er búinn skotvopnum, því meira öryggi fáist í þjóðlífinu.
Allir munu tapa á svona atburðum nema vopnaframleiðendurnir sem græða því meira sem meira er selt af skotvopnum.
Obama: Fyrirlitleg árás á lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hann tók sér semsagt kaffipásu frá Natófundinum til að hneykslast.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.7.2016 kl. 10:33
Er hann ekki að undirbúa árás á rússa, sem mun kosta nokkrar milljónir lífið?
Og svo talar hann um fyrirlitlega árás.
Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 8.7.2016 kl. 12:19
https://www.youtube.com/watch?v=GAmtNIC8zv0
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.7.2016 kl. 12:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.