8.7.2016 | 22:08
Óskiljanlegt ástand fyrir Íslendinga.
Sú staðreynd að hver sá, sem hefur tilskilið byssuleyfi megi, lögum samkvæmt bera jafnvel hríðskotarifill á götum Dallas-borgar að eigin vild er óskiljanleg okkur Íslendingum.
Allt uppnámið vegna manns sem þetta gerði og tengdist skotárásunum þar ekki neitt sýnir á hvaða stig ástand ótta og tortryggni getur komist þarna vestra.
Bandaríkin, land og þjóð, eru magnað og um margt aðdáunarvert fyrirbæri.
Því leiðinlegra er það þegar svona ástand, sem byggir vaxandi ótta og öryggisleysi virðist fara versnandi.
Gekk um með riffil og gaf sig fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í dag:
"Óttinn við hryðjuverk er fyrirferðarmikill í hugum Vestur-Evrópubúa þessi misserin.
Það er ekki að undra, því tölfræðilegar upplýsingar sýna að hryðjuverkum í Vestur-Evrópu hefur fjölgað á síðustu tveimur árum miðað við árin næst á undan.
Sé horft lengra aftur í tímann kemur þó á daginn að hryðjuverkaógnin var síst minni í Vestur-Evrópu fyrir nokkrum áratugum.
Fyrirtækið Datagraver hefur tekið saman upplýsingar um hryðjuverk í Vestur-Evrópu frá árinu 1970 og sett upp í myndræna töflu sem sjá má hér fyrir neðan:"
Súlurnar sýna fjölda fólks sem hefur látið lífið í hryðjuverkaárásum en bláa línan sýnir fjölda árása hvert ár.
Þorsteinn Briem, 15.7.2016 kl. 18:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.