10.7.2016 | 20:03
Fyrri tíma mat á umhverfisáhrifum.
Þegar fóstbræðurnir Ingólfur Arnarson og Hjörleifur Hróðmarsson numu land á Íslandi litu þeir landnámið ólíkum augum.
Ingólfur var trúmaður mikill og í trú frumbyggja Ameríku og ásatrú norrænna manna var það sameiginlegt, að landið, náttúran, var sjálfstæður "lögaðili" eins og það myndi orðað nú, varið af landvættum, og því varð að biðja um sérstakt leyfi landvætta til þess að nema land.
Hjörleifur gerði þetta ekki þegar hann settist að og Ingólfur taldi það trúleysi hans og virðingarleysi við landið og landvættina að kenna þegar þrælarnir drápu hann.
Ingólfur hélt hins vegar ákveðna fórnarathöfn þegar hann fylgdi öndvegissúlunum á land í Reykjavík, bar þær líklega inn að blótstað nokkurn veginn þar sem Fógetagarðurinn, gamli kirkjugarðurinn er núna.
Í öndvegissúlunum bjuggu heimilsgoðin, sem séra Þórir Stephensen, fyrrum dómkirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey telur líklegt að hafi verið Þór og Freyr.
Sonur Ingólfs hét Þórsteinn, svo að átrúnaðurinn á Þór er líklegur, og af því að ætlunin var að raska náttúrunni með akuryrkju og kvikfjárrækt, hefur Freyr sennilega verið í hinni súlunni.
Allt var þetta hluti af virðingu frumbyggja Ameríku og norrænna manna fyrir náttúrunni sem uppsprettu allra gæða.
Hún er enn er við líði á Grænlandi, þar sem engir landeigendur eru, heldur á náttúran sig sjálf.
Í utanverðu Hegranesi í Skagafirði var nýr vegur færður til fyrir um þremur áratugum þegar mikil óhappaalda reið yfir í byrjun framkvæmda.
Þar láðist að taka tillit til álfa og huldufólks, og vegarstæðið varð með mun minna raski en ella, þegar búið var að færa veginn og semja við álfana.
Þetta var í norðaustanverðu nesinu, en núna eru vandræðin hinum megin.
Jarðboranir í álfabyggð í uppnámi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Þetta var í norðaustanverðu nesinu, en núna eru vandræðin hinum megin."
Áttu þá við að nú séu vandræðin að suðvestanverðu?
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 11.7.2016 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.