Rós í hnappagatið: Við vorum ofan við EM-meistarana i riðlakeppninni.

Úrslit kvöldsins færði íslenska knattspyrnulandsliðinu rós í hnappagatið: Ísland gerði jafntefli við Evrópumeistarana í riðlakeppninni og var ofan við þá í riðlinum.

Öskubusku EM-ævintýri Íslands lauk því á síðustu mínútum framlengingar úrslitaleiksins.

Engan óraði fyrir þessu ævintýri þegar lagt var af stað til Frakklands.

Og Portúgalir verðskulduðu sigur á mótinu af einfaldri ástæðu, að standast einu kröfuna sem gerð er til sigurliðsins: Að tapa engum leik eftir að riðlakeppninni er lokið, sigur í fjórum síðustu leikjum sínum á mótinu.  


mbl.is Portúgal Evrópumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Og Portúgalska rósin opnaði blöðin og ilmaði dásamlega eftir að drottningin þurfti að fara út af og gerðist klappstýra. Enginn leikmaður er stærri en liðsheildin.cool

Ragna Birgisdóttir, 10.7.2016 kl. 22:22

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 10.7.2016 kl. 22:29

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reisn er yfir Ronaldo,
rær ei þar í spiki,
Atlético að hann hló,
eins og skít á priki.

Þorsteinn Briem, 10.7.2016 kl. 22:32

4 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

winklaughing

Ragna Birgisdóttir, 10.7.2016 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband