Einkennileg erum við, þjóð Árna Magnússonar

Árni Magnússon þurfti á sinni tíð að berjast við skilningsleysi margra á varðveislugildi bóka og handrita. 

Öld síðar opnuðust augu Dana á því gildi, sem menningarminjar hafa fyrir tilvist og sjálfsímynd þjóða og ein birtingarmynd þess fólst í þeirri einstæðu staðreynd, að helstu sjálfstæðishetju Íslendinga var kleyft að berjast fyrir sjálfstæði Íslendinga vegna þess að "herraþjóðin" gat ekki án hans verið vegna yfirgripsmikillar þekkingar hans á uppruna og gildi menningar Dana og Norðurlandaþjóða. 

Í ferð til Murmansk í Sovétríkjunum 1978 skar í augu ömurlegt þjóðfélagsástand hins kommúníska ríkis með vöruskömmtun, skorti og lélegum byggingum og innviðum, sem birtist hvervetna, meðal annars í malargötum og illa smíðuðum húsum. 

En annað vakti ekki síður athygli, sem stakk í stúf við það að manni fannst maður vera kominn meira en 30 ár aftur í tímann: Söfnin, sem við skoðuðum í Murmansk voru alger andstæða þessa ástand, afar vönduð og gerð af metnaði. 

Rússarnir gátu réttilega verið stoltir af þeim, en íslenskur aðkomumaður fór hjá sér þegar hann hugsaði til íslenskra safna. 

Á Íslandi, landi einstæðrar náttúru, er og hefur verið þjóðarskömm hvernig búið hefur verið að náttúruminjum og fleiri atriðum, sem skapa heiður, sóma og sjálfsmynd þjóðar. 

Örlög Tónlistarsafns Íslands er enn eitt dæmið um sinnuleysi þjóðar Árna Magnússsonar um verðmæti, sem rík þjóð vanvirðir. 

Þjóð Árna Magnússonar var bláfátæk þegar hún var á leið með að eyðileggja verðmæti, sem Danir sjálfir sögðu í handritadeilunni að væru þau mestu sem þeir ættu. 

Nú hefur þjóð Árna Magnússonar enga slíka afsökun. Hún geyumir að vísu þjóðskjöl til öryggis á tveimur stöðum á landinu, sem langt er á milli, en gullkistan stóra, myndasafn sjónvarpsstöðvanna, er enn undirorpin langvarandi skilningsleysi ráðamanna.

Einkennileg erum við enn, þjóð Árna Magnússonar. 


mbl.is Ganga út hokin með kökk í hálsinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Habbðu heill mælt!

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 11.7.2016 kl. 09:39

2 identicon

Það væri gaman að sjá safn um Sigvalda Kaldalóns og Ólaf Gauk í Grindavík.  Ég held að það væri betra að hafa fleiri minni söfn víða en eitt stórt á einum stað.  Þá er meira gert úr hlutunum og þeir fá betur notið sín.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.7.2016 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband