"Ekki spurning um hvort, heldur hvenær sæstrengur kemur."

Þessi orð lét forstjóri Landsvirkjunar falla á fundi hennar fyrir nokkrum misserum.

Oftar en einu sinni hefur hann sagt stefnuna þá að tvöfalda orkuframleiðslu landsins á næstu tíu árum, sem þýðir fjórföldun orkuframleiðslu landsins á fyrsta fjórðungi aldarinnar.

Stefnan er skýr, samkvæmt þessu, hvort sem það er stóriðja eða sæstrengur sem gleypir rafaflið í aðför að náttúru landsins, eða "hernaðinum gegn landinu" eins og Nóbelskáldið orðaði það 1970. 

Í upphafi aldarinnar stóð til að "bjarga Íslandi" með 120 þúsund tonna álveri á Reyðarfirði og 250 megavatta Fljótsdalsvirkjun.

Síðan leiddi "rannsókn" í ljós að álverið þyrfti að verða þrisvar sinnum stærra og virkjunin einnig til þess að arður fengist.

Nú leiðir rannsókn í ljós að það þarf að virkja sem svarar öllum virkjununum á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu plús ígildi Kárahnjúkavirkjunar til þess að sæstrengur geti orðið að veruleika.

Sem smellpassar við fyrrnefndar yfirlýsingar forstjóra Landsvirkjunar.

Þegar Fljótsdalsvirkjun reyndist ekki nógu arðbær, var kostnaður, sem hafði fallið til við að kanna hagkvæmni hennar, orðinn nokkrir milljarðar, og var það notað sem röksemd fyrir margfalt umhverfisverri virkjun, svo að þessi kostnaður hefði ekki verið til einskis.

Allt eins má búast við að ný rannsókn síðar meir geti stimplað inn enn frekari aðför að íslenskri náttúru en þegar hefur verið lýst yfir sem takmarki.


mbl.is Engin ákvörðun tekin strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Bretar eiga fullt í fangi með að auka stöðugleika. Fara varla í bráð að samþykkja gerð sæstrengs á dýpsta sjávarbotni til þessa. Alls óvíst um hvort vatnsaflsvirkjanir verða samþykktar hér á landi. Ef raforkuverð hækkar til bænda eykst áhugi á minni virkjunum.

Heimsótti orkubónda um síðustu helgi. Hann framleiðir hátt í 1000 kílóvattstundir og gerði virkjunina ótrúlega hagkvæma. Hann gerði flest sjálfur annað en að kaupa vélar og rör, enda smiður góður. Öll sár í vatnsveitu í fjallinu eru að gróa. Óþarfi er að vera með bölmóð um litlar virkjanir sem lítið ber á.

Hér á landi eru um 250 vatnsaflsrafstöðvar í bæjarlækjum og einkaeigu eins og RÚV segir. Um 4% af virkjunum og mun minna hlutfall en í Evrópu. Flestar eru minni virkjanir í S-Þingeyjasýslu.

Hef trú á að vindmyllurafmagn á Austfjörðum gæti flýtt fyrir rafstreng og gert orkuflutninginn öruggari. Fátt hefur heyrst af vindmyllum annað en að vindaflið er mun meira hér en á meginlandinu. Allt að 50% meiri framleiðsla raforku.

Sigurður Antonsson, 12.7.2016 kl. 22:51

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Raforkuvinnsla hér á Íslandi árið 2008 var 16,467 GWh og hafði þá aukist frá árinu áður um 37,5%.

Og notkunin á íbúa jókst úr 38,5 MWh í 51,6 MWh.

Árið 2002 varð raforkunotkunin hér sú mesta í heiminum á mann
en áður hafði hún verið mest í Noregi.

Með Fjarðaáli jókst raforkunotkun stóriðju verulega árið 2008 og hlutur hennar fór þá í 77% af heildarnotkuninni.

Þorsteinn Briem, 12.7.2016 kl. 22:55

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framleiðsla vatnsorkuveranna í Noregi er 113 TWh/a, um 60% af þeirri vatnsorku sem þar væri hægt að virkja.

Og framleiðsla vatnsorkuveranna hefur lítið aukist frá árinu 1990, samkvæmt skýrslu sem Þorkell Helgason skrifaði fyrir forsætisráðuneytið um skattlagningu orkufyrirtækja í Noregi.

Þorsteinn Briem, 12.7.2016 kl. 22:56

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðspurður hvort [raforkustrengur til Bretlands] muni hækka raforkuverð á Íslandi segir [Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar] ekki sé þörf á því en ríkisstjórnin þurfi samt að finna leið til að halda verðinu niðri.

Ef norska leiðin yrði farin yrði orkuiðnaðurinn enn með góð kjör og langtímasamninga en verð til almenna markaðarins væri svo pólitísk ákvörðun.

Gert er ráð fyrir að um 20 ár tæki að greiða upp slíkan streng og endingartíminn yrði um 40 ár."

Lokaskýrsla ráðgjafahóps um lagningu sæstrengs til Bretlands, júní 2013, bls. 20

Þorsteinn Briem, 12.7.2016 kl. 22:59

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.12.2005:

"Alpan hf. hefur ákveðið að flytja álpönnuverksmiðju sína frá Eyrarbakka til bæjarins Targoviste í Rúmeníu."

"Þórður Bachmann framkvæmdastjóri segir að fyrirtækið keppi á alþjóðlegum mörkuðum og þar hafi samkeppnin harðnað á undanförnum árum á sama tíma og rekstrarumhverfi fyrirtækja í útflutningi hafi versnað stórlega, bæði vegna aukins innlends kostnaðar, skorts á vinnuafli og mjög hás gengis krónunnar.

Ekki er við því að búast að starfsumhverfið batni á næstunni að mati Þórðar, því auk álversframkvæmda og virkjana sem þeim fylgja hafi hið opinbera miklar framkvæmdir á prjónunum næstu ár."

Álpönnuverksmiðjan flutt frá Eyrarbakka til Rúmeníu

Þorsteinn Briem, 12.7.2016 kl. 23:03

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reisa þarf nýjan Landspítala sem er geysistór nokkurra ára opinber framkvæmd sem ekki er hægt að bíða með.

Þorsteinn Briem, 12.7.2016 kl. 23:11

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Miðað við þessa skýrslu er óvíst að það myndi borga sig að fara í allar þær virkjanaframkvæmdir sem þyrfti til að sæstrengur gæti orðið að veruleika nú.

Hins vegar liggur fyrir að megnið af allri raforkuframleiðslu í landinu er seldur undir kostnaðarverði til stóriðju. Þessir samningar munu hins vegar renna út á næstu tveimur áratugum. Kannski væri ráð að stefna á að þegar þar að kemur verði sæstrengur tilbúinn svo hægt verði að selja orkuna sem þá losnar til útlanda á helmingi hærra verði en hún er seld á nú til stóriðjunnar?

Þorsteinn Siglaugsson, 12.7.2016 kl. 23:17

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í dag:

"Bygg­ing­akrön­um hef­ur farið ört fjölg­andi und­an­far­in ár og á fyrri hluta þessa árs hef­ur Vinnu­eft­ir­litið skoðað 157 krana en þeir voru 165 á fyrri hluta ársins 2007.

Það er aukn­ing frá því sem var á fyrri hluta síðastliðins árs þegar 137 bygg­ing­a­kran­ar voru skoðaðir af Vinnu­eft­ir­lit­inu og 319 á ár­inu í heild.

Ein­ung­is fóru fleiri kran­ar í skoðun hjá Vinnu­eft­ir­lit­inu árið 2007 eða 364.

Árni Jó­hanns­son, for­stöðumaður bygg­inga- og mann­virkja­sviðs hjá Sam­tök­um iðnaðar­ins, seg­ir að þrátt fyr­ir fjölg­un krana sé upp­bygg­ing í land­inu á upp­hafs­stig­um.

"Þetta er rétt að byrja. Það sem er ólíkt við það sem var á ár­un­um fyr­ir hrun er að upp­bygg­ing innviða er ekki haf­in af neinu viti.

Fyr­ir utan Þeistareyki og Búr­fells­virkj­un er ekk­ert í gangi hjá hinu op­in­bera.

Allt var á fleygi­ferð á veg­um hins op­in­bera fyr­ir hrun. Það er ekki svo núna. Upp­bygg­ing­in er studd af einka­geir­an­um,“ seg­ir Árni Jó­hanns­son."

Þorsteinn Briem, 12.7.2016 kl. 23:49

10 identicon

Hvernig væri nú að ná einni sátt; að leggja alla vinnu og athuganir á sæstreng á hilluna?

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 13.7.2016 kl. 07:00

11 identicon

varla hagvæmur á næstunni. en tölfræðin er skritinn fræði. skilst að það sé til langur sæstreingur frá ástralíju til tasmaníu sem er bilaður en ekki má fréttast hvað er að. skilst að þurfi að vera mjög gott í sjóin til að gera við svona steingi sé nú ekki marga daga á ári sem geri gott sjóveður á atlandshafi.það er eingin ilviljun að lína yfir spreingisand sé daumaverkefni landsvirkjunar. teingivirki hjá bárðardal tekur bæði orku frá noður og suðurlandi stt á fyrhugað úrtöku fyrir sæstreing, þó betri línulög sé að fara yfir kjöl en spreingisand. þá er hægt að taka leiðar úr línui um alt norðurland sem býr við skort á orku.  

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 13.7.2016 kl. 07:14

12 identicon

Það er nú ekki heldur fullt starf að vera forstjóri Landsvirkjunar sbr. t.d.

http://veritas.is/um-veritas/stjorn/

Grímur (IP-tala skráð) 13.7.2016 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband