14.7.2016 | 20:49
Allt lygi og uppspuni, líka að ég sé ég?
Skondin umræða fer nú fram hér á blogginu um tvennt, sem sagt er að sé uppspuni og lygi.
Annars vegar að Panamaskjölin séu ekki til, heldur hreinn tilbúningur, og þess vegna ljóst að Reykjavík Media og RUV hafi logið öllu aflandsfélagamálinu upp.
Ef Panamaskjalamálið er allt tilbúningur eins og fullyrt er í þessum skrifum, eru væntanlega fréttir um aflandsfélög sem tengjast Íslendingum og erlenda ráðamönum, svo sem David Cameron og forsetum Úkraínu og Rússlands líka tilbúningur.
Já, mikill er máttur RUV að fá þessa menn í lið með sér í "svindlinu"!
Er þetta ekki dásamlegt?
Í athugasemdum á bloggsíðu minni í dag er nú ítrekuð sú grunsemd eins athugasemdarmannsins, að ég og Steini Briem séum sami maðurinn.
Þorsteinn Briem er einn þeirra fjölmörgun sem hafa gert athugasemdir á bloggsíðu minni.
En það að ég og hann séum sennilega sami maðurinn þýðir á mannamáli að ég falsi þau meginatriði síðunnar hver ég sé og hvað ég skrifi.
Og jafnframt þýðir þetta samkvæmt orðanna hljóðan, að hugsanlega sé höfundur þess, sem ég er skráður höfundur fyrir, Þorsteinn Briem en ekki ég, - og hins vegar að höfundur þess, sem Steini Briem er skrifaður fyrir, sé ekki hann heldur ég!
Og að þessar falsanir mínar gangi svo langt að ég sé í sumum málum ósammála manninum, sem ég þykist vera! Eða að hann sé ósammála manninum, sem hann þykist vera!
Raunar hefur Þorsteinn Briem áður upplýst um hver hann sé og að hann sé höfundur athugasemda undir nafninu Steini Briem, en það virðist ekki tekið trúanlegt, heldur látið ítrekað að því liggja að hann sé ég og ég sé hann.
Og svo að áfram séu notuð rökin um það að skjöl, sem einhver hefur ekki undir höndum, séu ekki til, heldur tilbúningur, má maður kannski búa sig undir það að ekkert sá að marka höfundarupplýsingar í bráðum 10 þúsund bloggpistlum á síðunni minni, af því að ég geti ekki framvísað fæðingarvottorðum okkar Þorsteins Briem.
Og af því að ég framvísi ekki fæðingarvottorði, sé ég hreinlega ekki til, heldur bara uppspuni, tilbúningur og lygar eins og Panamaskjölin!
Þetta er í fyrsta skipti á ævinni sem ég er vændur um að falsa opinberlega nafn annars manns og í þessu tilfelli að ljúga til um það sem ég og aðrir skrifa.
Að ég sigli undir fölsku flaggi á bloggsíðu minni og misfari með höfundarnöfn, bæði mitt og annars manns.
Já, það er bara heilmikið um að vera í dag.
Panamaskjölin eru uppspuni RUV og ég er ekki ég.
Hvað næst?
Seðlabankinn ekki óskað eftir gögnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég á stundum erfitt meða að fylgja röksemdum þínum eftir og sjaldan sem nú.
Þú skrifar m.a. eftirfarandi:
"Þetta er í fyrsta skipti á ævinni sem ég er vændur um að falsa opinberlega nafn annars manns og í þessu tilfelli að ljúga til um það sem ég og aðrir skrifa."
Má ég spyrja, hvenær varst þú vændur um þetta fals og af hverjum?
Daníel Sigurðsson, 14.7.2016 kl. 21:38
SDG hefur ekki lagt fram g0gn sem staðfesta að þau hjónin hafi keypt hundruð milljóna kröfur á þrotabú Landsbankans, Kaupþings og Glitnis FYRIR hrun en ekki EFTIR hrun.
Ef það þýðir að engin slík gögn séu til, þá er pólitískur ferill SDG á enda þar sem kaup krafnanna EFTIR hrun á t.d. 5% af nafnvirði hafa gert hjónunum kleift að endurheimta ca. sexfalda fjárfestingu sína þegar greiðslur úr þrotabúunum hafa farið fram.
Gunnar Tómasson (IP-tala skráð) 14.7.2016 kl. 21:43
Ég hef oft séð þessa ásökun eða hálfpartinn fullyrðingu um að Ómar sé í raun Steini Briem. En þetta með Pál og Panamaskjölin, að þá lýsir það soldið pólitískri hugmyndafræði Páls og hægri-manna. Þeir búa sér bara til sérheim og ætla sér ekkert að debatta neitt um það. Eyðileggur alla málefnalega umræðu hérna.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.7.2016 kl. 21:44
Ég verð nú að játa að þetta zkemmtir ögn mínum zkratta.
Brjánzlækjarbarnið ÞorZteininn er nuflilega alveg til í holdi feldi & zkinni zem zinni, enda gamall og gegn ven minn & fyrrum vinnufélagi.
Hann zkartar enda enn þykkum hármakka ofan nefz.
Ég man líka eftir zíðuhaldara hér tuddazt í okkur ztrákunum á fótboltavelli KFUM við Holtavegin fyri tæpri hálföld. Ekkert var þá hægt að hártogazt við hann þá, frekar en nú.
Nibb, ekki zömu gaurarnir, zorrý en zatt.
~Hægir eruð þið hægri menn í ykkar andlegu hægðum~
Z,
Steingrímur Helgason, 14.7.2016 kl. 22:07
Þótt ekki séu allir sáttir við skoðanir Ómars Ragnarssonar þá er eitt víst: um einlægni hans og heiðarleika þarf enginn að efast.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 14.7.2016 kl. 22:17
Það er augljóst að alverstu rugludallarnir og vitleysingarnir hér á Íslandi eru þeir sem skrifa hér á Moggablogginu.
En ekki allir að sjálfsögðu og Ómar Ragnarsson er oftast frábær bloggari.
Í flestum málum erum við sammála en öðrum ekki eins og gengur.
Við erum til að mynda ósammála um flugvöllinn á Vatnsmýrarsvæðinu, eins og öllum er ljóst sem oft hafa lesið þetta blogg.
Hins vegar hef ég fyrir margt löngu gefist upp á að svara rugludöllum hér á Moggablogginu og ætla ekki heldur að gera það í þetta sinn, enda löngu hættur að lesa þetta rugl þessara vesælu manna.
Áður en flestir skynsamir menn fluttu sig af Moggablogginu þegar Davíð Oddsson varð ritstjóri Moggans árið 2009 skrifaði ég athugasemdir hjá hundruðum manna hér á Moggablogginu og nú heimta vitleysingarnir hér að ég skrifi einnig athugasemdir hjá þeim.
Undirritaður hefur hins vegar birt athugasemdir hér hjá Ómari Ragnarssyni síðastliðin níu ár og mun halda því áfram, enda hefur það borið mikinn árangur og við Ómar höfum unnið sigur í langflestum af okkar baráttumálum.
Þorsteinn Briem, 14.7.2016 kl. 22:24
'Ég held að flestir með VITI ....viti að Steini er Steini en ekki Ómar og að Ómar er Ómar en ekki Steini.......megi þessir heiðursmenn lengi lifa og tjá sig hér enda fróðari um hlutina en við hin sem erum að reyna að jarma hér stundum. Um nafneysingjana og skítlega eðlið er ekki svaravert að munnhöggvast við.
Ragna Birgisdóttir, 14.7.2016 kl. 22:53
Það er löngu vitað að Ómar Ragnarsson er leynilegur félagi í Illuminati, heimssamsæri Gyðinga, Marsbúi og jafnvel grunaður um að vera meðlimur í Kattavinafélaginu.
Og öll gögn sem sanna eitthvað misjafnt á Framsóknarmenn eru fölsuð - samkvæmt skilgreiningu!
Þorsteinn Siglaugsson, 14.7.2016 kl. 23:13
Hvernig var þetta með grjótkast manna sem búa í glerhúsum? Ómar ætti ekki að væna aðra um nafnarugling þoli hann ekki að vera grunaður um það sama. Steini Briem er e.t.v. búinn að vera í einangrun á Kleppi í fjölda ára meðan Ómar hefur notað nafnið hans til að pósta rusli og koma blogginu sínu í flokkinn "Heitar umræður". Hver veit? Undarlegt að þessi Steini Briem skuli ekki setja neitt á sína bloggsíðu. En að Ómar sé í Kattavinafélaginu dreg ég í efa.
Hábeinn (IP-tala skráð) 14.7.2016 kl. 23:37
Það var spurt hverjir haldi því fram sem ég lýsi í pistlinum og svarið er að hluta til hér á undan.
Jú, þessir pistlar eru skrifaðir undir dulnefnunum Hábeinn og Hilmar og Hábeinn ítrekar ummæli af þessum toga í pistli hér á undan og í pistlum fyrr á tíð.
Hilmar upplýsti að vísu um daginn að hann héti í raun og veru Hilmar.
En ekki hvaða Hilmar það sé af hinum fjölmörgu Hilmurum landsins, sem yfirleitt hylma ekki yfir full nöfn sín, þótt þeir heiti Hilmar.
Ómar Ragnarsson, 15.7.2016 kl. 00:54
Þú ert dálítið í því að óska eftir vorkenningu frá fólki, er það ekki, Ómar?
Ég held að grunnurinn að þessari skelfilegu ásökun um að þú sért í raun Steini Breim eigi rót sína að rekja til þess, að Hábeinn hafi móðgast við það að þú spyrðir hann saman við mig. Og hver getur láð honum það?
En auðvitað er það hámark móðgunar að ásaka einhvern um að vera Steini Breim, og þar tel ég að Hábeinn hafi gengið of langt. Maður bara segir ekki svona hluti, og bið ég hann um að senda þér afsökunarbeiðni hið snarasta.
Annars er það nú bara gaman að því að þið sveitasímasósíalistar skuli ekki getað hlerað hver er á línunni. Það er reyndar í hróplegu ósamræmi við þetta cosmópólitíska dulargervi sem þið sveipið ykkur, þar sem allir helstu fjölmiðlar vestrænir hvetja þá sem gera athugasemdir um að birta ekki rekjanleg nöfn. Það er ekki af tilviljun. Ég er t.d. í símaskránni og hef barasta engan áhuga á því að Steini Breim hringi í mig um miðjar nætur. Og örugglega ekki heldur fjölskylda mín.
Hilmar (IP-tala skráð) 15.7.2016 kl. 06:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.