Markmið brjálæðinga. Fjöldamorð í 800 metra fjarlægð.

Markmið brjálæðinganna, sem standa fyrir ISIS-samtökunum og öðrum hryðjuverkahópum og létu til skarar skríða í Nice eru skýr: Að valda sem mestu tjóni á samfélögum lýðræðis og eyða einkennum þeirra.Brussel,Helga, hermenn

Fyrir hreina tilviljun vorum við Helga stödd í aðeins 800 metra fjarlægð frá lestarstöðinni í Brussel í vor, þegar sprengja hryðuverkamanna sprakk þar og drap fjölda fólks. Við vorum með töskurnar okkar í höndum að leggja af stað út á flugvöll þar sem enn fleiri voru drepnir.

Næstu fimm daga á eftir vorum við strandaglópar vegna hryðjuverkanna, innan um fólkið í Brussel sem tókst á við afleiðingar ódæðanna og ég var kominn í það gamla hlutverk frá fréttamannsferlinum að senda skilaboð frá borgurunum til umheimsins, æðruleysi og andóf gegn fyrirætlunum kaldrifjaðra glæpamanna.Brussel, Helga, herbíll

Myndirnar eru frá þessum dögum í Brussel þar sem fólk þyrptist saman til að sýna samstöðu gegn voðaverkunum og fyrir því að láta ódæðisfólk ekki komast upp með að eyðileggja árangur langvinnrar baráttu fyrir þjóðfélagi farsældar og friðar.(Afsakið að neðri myndin birtist tvisvar vegna tæknilegra mistaka)

Brussel, Helga, herbíll

Tjónið, sem hryðjuverkamennirnir  standa fyrir, er margþætt:

1. Að drepa sem flesta og særa í sem villimannlegustum árásum.

2. Að eyðileggja gleði fólks á stórum hátíðum og fylla það ótta og tortryggni, gera þjóðfélagið þrungið spennu og dimmu í stað frelsis og birtu.

3.  En ekki síst að kalla fram sem hörðust og víðtækust viðbrögð við hryðjuverkunum, sem auki á hörkuna á báða bóga og kalli yfir friðsöm samfélög frelsis andstæðu þeirra, lögregluríki og stjórnarfar þrúgandi stjórnlyndis og vænisýki, takmarkalausra persónunjósna í anda STASI og KGB.

Takist þetta síðasta, er aðal takmarki brjálæðinganna náð, að eyðileggja samfélög vestræns lýðræðis, frelsis, mannúðar og jafnréttis.

Því að hið íslamska ríki þessara ofstopamanna er langt aftur í miðöldum fordóma, valdbeitingar, kúgunar og misréttis, forneskjuríki sem þeir vilja að rústi nútíma samfélagi vestræns lýðræðis.


mbl.is Æðislegt kvöld breyttist í martröð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta kemur miðöldum ekkert sérstaklega við, Ómar, nema Múhameð, sem lét tilganginn helga meðalið og stóð sjálfur fyrir fjöldamorðum á Gyðingum.

Jón Valur Jensson, 15.7.2016 kl. 01:02

2 identicon

Því að hið íslam er langt aftur í miðöldum fordóma, valdbeitingar, kúgunar og misréttis.

Leyfði mér að laga síðustu setninguna þína aðeins til að gera hana meira relevant.

imbrim (IP-tala skráð) 15.7.2016 kl. 01:05

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Liðir eitt til þrjú eru með réttu tilgangur þessara villimanna og mannleysa. Er ekki kominn tími til að opna á fordömalausa umræðuna um það, hvað fær mannleysur og bleyður til að gera svona hluti og í hvaða nafni?

Halldór Egill Guðnason, 15.7.2016 kl. 01:13

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nýöldin (eftir um 1490) er langtum stórvirkari í fjöldamorðum og viðbjóði en miðaldir.

Jón Valur Jensson, 15.7.2016 kl. 01:15

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Öfgamúslímar eru að sjálfsögðu ekki allir múslímar, frekar en öfgakristnir eru allir kristnir menn.

Þorsteinn Briem, 15.7.2016 kl. 01:16

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sumir þeirra sem halda því fram að þeir séu kristnir hafa verið ansi fljótir að "gleyma" alls kyns hryllilegum ofbeldisverkum kristinna manna úti um allar heimsins koppagrundir.

Þorsteinn Briem, 15.7.2016 kl. 01:20

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bandaríkjaher í Víetnam:

"Air force captain, Brian Wilson, who carried out bomb-damage assessments in free-fire zones throughout the delta, saw the results firsthand.

"It was the epitome of immorality...One of the times I counted bodies after an air strike - which always ended with two napalm bombs which would just fry everything that was left - I counted sixty-two bodies.

In my report I described them as so many women between fifteen and twenty-five and so many children - usually in the arms of their mothers or very close to them—and so many old people."

When he later read the official tally of dead, he found that it listed them as 130 VC killed."

Turse, Nick (2013). Kill Anything That Moves: The Real American War in Vietnam. New York: Metropolitan Books.

Þorsteinn Briem, 15.7.2016 kl. 01:25

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bandaríkjaher í Írak:

"12. mars 2006 hélt Green að heimili al-Janabi fjölskyldunnar ásamt fleiri hermönnum.

Þar nauðguðu tveir hermenn [14 ára] stúlkunni, Abeer, á meðan Green skaut fjölskyldu hennar til dauða.

Green nauðgaði síðan stúlkunni og skaut hana síðan í höfuðið.

Hermennirnir kveiktu síðan í líki stúlkunnar."

Þorsteinn Briem, 15.7.2016 kl. 01:26

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"In the English-speaking world, Bosniaks are also frequently referred to as Bosnian Muslims."

"The Srebrenica massacre, also known as the Srebrenica genocide, was the July 1995 killing of more than 8,000 Bosniaks, mainly men and boys, in and around the town of Srebrenica during the Bosnian War."

"The Secretary-General of the United Nations described the mass murder as the worst crime on European soil since the Second World War.

A paramilitary unit from Serbia known as the Scorpions, officially part of the Serbian Interior Ministry until 1991, participated in the massacre, along with several hundred Russian volunteers."

Þorsteinn Briem, 15.7.2016 kl. 01:28

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Krossferðirnar voru herfarir kaþólskra Evrópumanna á hendur þeim sem þeir töldu heiðingja á seinni hluta miðalda.

Aðallega
voru það múslímar sem urðu fyrir barðinu á krossförunum en einnig heiðnir Slavar, gyðingar, rússneskir og grískir rétttrúnaðarsinnar, Mongólar, Katarar, Hússítar, Valdensar, Prússar og pólitískir andstæðingar páfans.

Krossfarar sóru eið og fengu syndaaflausn fyrir vikið."

Krossferðir

Þorsteinn Briem, 15.7.2016 kl. 01:29

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Seinni heimsstyrjöldin hófst í Evrópu en breiddist út til annarra heimsálfa og stóð í tæp sex ár."

Þorsteinn Briem, 15.7.2016 kl. 01:30

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Within the first two to four months of the bombings, the acute effects killed 90,000-166,000 people in Hiroshima and 60,000-80,000 in Nagasaki, with roughly half of the deaths in each city occurring on the first day.

The Hiroshima prefecture health department estimated that, of the people who died on the day of the explosion, 60% died from flash or flame burns, 30% from falling debris and 10% from other causes.

During the following months, large numbers died from the effect of burns, radiation sickness, and other injuries, compounded by illness.

In a US estimate of the total immediate and short term cause of death, 15-20% died from radiation sickness, 20-30% from burns, and 50-60% from other injuries, compounded by illness.

In both cities, most of the dead were civilians
, although Hiroshima had a sizeable garrison."

The atomic bombings of Hiroshima and Nagasaki

Þorsteinn Briem, 15.7.2016 kl. 01:35

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aerial bombing against civilian cities was not a new phenomenon; the British had already experienced such raids in WWI conducted by German Zeppelins.

However, the advance in aircraft technology brought bombing to a new level."

"As the war progressed heavy bombers such as the British Avro Lancaster bombers made their entrances in the war and carpet bombing entire industrial cities with their great payloads."

"The lack of accuracy for these bombing missions often inflicted damage to non-military areas; the Allies knew it, but felt it was an inevitable part of war.

Some precisely used this tactic against Germany, such as Royal Air Force Bomber Command's Air Marshal Arthur Harris.

His area bombing campaigns were meant to demoralize the German population, but it became a matter of controversy immediately following the war as his campaigns were accused of being terror bombing."

The aerial bombings of Hamburg, Dresden, and other cities 1942-1945

Þorsteinn Briem, 15.7.2016 kl. 01:36

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Breivik hefði nú bezt hangið í snörunni eins og Quisling.

Jón Valur Jensson, 15.7.2016 kl. 02:06

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

En Steini er ekki með bezt upplýstu mönnum (kannski sízt alls um krossferðir) og tekur það úr Wikipediu-greininni sem honum þókknast, en þegar þar segir:

"Krossferðirnar voru herfarir kaþólskra evrópumanna á hendur þeim sem þeir töldu heiðingja á seinni hluta miðalda. Aðallega voru það múslimar sem urðu fyrir barðinu á krossförunum" (skáletur mitt), þá er það ekki rétt lýsing, þær voru ekki fyrst og fremst "á hendur" neinum, heldur til að opna aftur pílagrímaleiðirnar til Landsins helga. Og strax í næstu klausu hefði Steini getað lesið þetta (sem hann sleppti auðvitað) um upphaf krossferða:

"Rétttrúnaðarkirkja austrómverska keisaradæmisins biðlaði eftir aðstoð til að verjast ágangi Selsjúk-Tyrkja í Anatólíu."

Jón Valur Jensson, 15.7.2016 kl. 02:18

17 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Fjöldamorðingjar eru ekki það sama og trúarbrögð, Steini Sllim.

Halldór Egill Guðnason, 15.7.2016 kl. 03:51

18 identicon

Ég er nú ekki viss um það Ómar minn, að allir vinstrimenn verði ánægðir með að þú kallir múslima brjálæðinga.
Sennilega færðu alla "Muslim lifes matter" herdeildina upp á móti þér.

Svona í leiðinni, þar sem þú ert svo á móti vopnaeign, þá gleður það þig sennilega að franska þingið ætlar að setja lög gegn árásartrukkum.
Ég held að Alþingi ætti að ræða eitthvað svipað, áður en hommahatandi brjálæðingar æða yfir fólk í næstu gleðigöngu.

Hilmar (IP-tala skráð) 15.7.2016 kl. 05:34

19 Smámynd: Ívar Pálsson

Ómar, hve mikið þarf að þínu mati til þess að viðbrögð yfirvalda einkennist af hörku, sem þú lýsir sem "og kalli yfir friðsöm samfélög frelsis andstæðu þeirra, lögregluríki og stjórnarfar þrúgandi stjórnlyndis og vænisýki."  

Finnst þér ekki réttlætanlegt að halda áfram neyðarstigi í Frakklandi? Á ekki að sauma að trúarofstækis- múslimum? Bresk kona lýsti því einmitt í sjónvarpinu áðan að öryggisgæslu hafi skort á staðnum. Linkind og eftirlátssemi getur endað með ósköpum.

Ívar Pálsson, 15.7.2016 kl. 10:04

20 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er aðeins að tala um hryðjuverkamenina sjálfa. Þeir mikilvirkustu á síðustu árum hafa ekki allir verið múslimar, til dæmis Breivik.

Ómar Ragnarsson, 15.7.2016 kl. 10:35

21 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er og verður ætið matsatriði, Ívar, hve langt á að ganga í lögregluaðgerðum og njósnastarfsemi.

Ég hlustaði nýlega á 35 mínútna ræðu Donalds Trump. Hann vill gera bandarísku leyniþjónustuna svo rosalega öfluga, að hún fái ekki einasta að vakta hvern einasta múslima í Bandaríkjunum stanslaust og hafa til þess nægan mannskap og aðstöðu, heldur ekki síður afkomendur þeirra, sem séu oft enn hættulegri en innflytjendurnir sjálfir, að ekki sé nú talað um fólk, sem ekki var múslimar en hefur gengið þeim á hönd.  

Hann dreymir um að koma á STASI/KGB kerfi í vestrænu samfélagi. Á endanum liggja allir undir grun og eru vaktaðir af Stóra bróður. Verði slíkt ofan á hefur hryðjuverkamönnunum tekist að brjóta niður þrjár af fjórum tegundum frelsis, sem Roosevelt setti fram árið 1941: Tjáningar- og skoðanafrelsi, trúfrelsi og frelsi frá ótta.  

Ómar Ragnarsson, 15.7.2016 kl. 10:44

22 Smámynd: Ívar Pálsson

Þótt til séu önnur hryðjuverk en múslima, þá kemur það ekki aðalatriðinu við, að hroðaleg hryðjuverk eru helst framin af múslimum núna og hvað þá í Frakklandi. Hinn bilaði Breivik telur sig ásatrúarmann en fór helst yfirum á tölvubardögum. Þessi Túnismaður, Mohamed Lahouaiej Bouhlel  var á innflytjenda- visa í Nice og aðeins skráður fyrir smáglæpum. Hann hlýtur að taljast líklegri til fjöldamorða en t.d. kristin frönsk amma og því er ekki rétt að segja að fylgst verði með öllum. 

Því miður er raunveruleikinn þannig að harkan verður að aukast á hinn bóginn líka (hjá yfirvöldum) þegar t.d. milljón manns, margir frá stríðshrjáðum löndum storma inn í Evrópu á einu ári, sumir með upprugluð gildi í kollinum. Það réttlætir ekki lögregluríki, en sýnir fram á þörfina á aðgerðum ef óhefta stefnan á að halda áfram.

Ívar Pálsson, 15.7.2016 kl. 11:15

23 identicon

Hvers eiga hófsamir nasistar að gjalda? Þeir bera auðvitað ekki ábyrgð á örfáum rotnum eplum.

Ég skil ekki hvað fólk er á móti sára-saklausum National sósíalistum sem vilja bara fá að boða sínar hófsömu kenningar í friði.  Og hvað með það, þó svo að Breivik hafi verið sósíalisti? Hans fjöldamorð höfðu ekkert með stefnuna að gera eða allan þorra friðsamra nasista.

Reyndar verður náttúrulega að viðurkennast, að nasismi og fasismi virðist vera umtalsvert friðsamari stefna en margar aðrar, þó þær verði ekki nefndar hér. Það er nefnilega eiginlega bara blessaður strákurinn hann Breivik sem gerði illt, aðrir nasistar og fasistar eru alger gæðablóð sem fremja ekki illvirki.

Og hvaða rugl er þetta að ætla að banna byssur? Það er ekki eins og byssueigendur séu froðufellandi morðhundar, þó svo að örfá skemmd epli misnoti byssurnar.

Hilmar (IP-tala skráð) 15.7.2016 kl. 11:34

24 identicon

Við Íslendingar eru barasta bestir í öllu. Í morgun voru tveir snillingar gestir á Rás 2, þar sem allir voru rosalega sammála, enda bara gott fólk þar á ferð.
Nú, annar af þessum snillingum var nú aldeilis ekki lengi að finna ástæðuna fyrir því að undantekningin í Nice framdi þessi voðaverk. Jú, það ku vera vegna atvinnuleysis meðal múslima í Frakklandi. Þá vitum við það. Nú er það spurningin, hvort það sé gott eða slæmt ef atvinnulaust vestrænt fólk tekur upp á því sama. Auðvitað fara menn ekkert að vesenast yfir því að atvinnulausir viðri óánægju sína með friðsælum ofbeldisfullum aðferðum. Hingað til hefur atvinnulaust fólk á vesturlöndum verið heldur þögult, en nú verður kannski bót á. Reyndar má maður náttúrulega skammast sín fyrir það, að það skuli þurfa að flytja inn eðlilegar aðferðir við að láta óánægju sína í ljós.

Við skulum muna, þegar við bókum næstu utanferð, að atvinnuleysi meðal ungra í Evrópu er allt að 50%, algengt 20-30%.
Næsta ferð verður hótel, bíll og bomba, ekki spurning.

Hilmar (IP-tala skráð) 15.7.2016 kl. 12:16

25 identicon

"Ná­grann­ar manns­ins, sem varð að minnsta kosti 84 manns að bana í frönsku borginni Nice í gær­kvöldi, lýsa hon­um sem ein­mana­leg­um og hljóðlát­um manni.   AFP ræddi við nokkra ná­granna hans. Maður­inn, sem fransk­ir fjöl­miðlar segja að hafi heitið Mohamed Lahouaiej Bou­hlel, bjó í fjög­urra hæða fjöl­býl­is­húsi í Nice. Hann var 31 árs gam­all og af frönsku og túnisku bergi brot­inn.   Einn ná­granni hans sagði að svo virt­ist sem Mohamed hafi ekki verið mjög trúaður. Hann klædd­ist oft stutt­bux­um og hjólaði mikið."

Tillitsleysi hjólreiðamanna hefur greinilega náð nýjum hæðum.

Hábeinn (IP-tala skráð) 15.7.2016 kl. 12:45

26 identicon

Vildi bílstjórinn ekki bara hafa áhrif í Frakklandi?

http://www.ruv.is/frett/frakkar-vildu-halda-ahrifum-i-n-afriku

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.7.2016 kl. 12:50

27 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvað um múslimska franska ömmu, Ívar?

Ómar Ragnarsson, 15.7.2016 kl. 13:56

28 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Öll viðbrögð yfirvalda við svona atburðum verða að miða að því að reyna að draga úr líkum á að þeir endurtaki sig og forða því að ofbeldið stigmagnist.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.7.2016 kl. 15:09

29 identicon

Steini!  Þú ert raðbullari, rökmorðingi og vitsmunanauðgari.

immalimm (IP-tala skráð) 15.7.2016 kl. 15:12

30 Smámynd: Ívar Pálsson

Ómar, það er löngu orðið ljóst að verulegrar hörku og ákveðni er þörf þegar reynt er að koma upp um verðandi hryðjuverkamenn. Fólkið krefst þess að öryggi þeirra sé tryggt og að árveknin sé næg til þess.

Því fleiri innflytjendum frá múslímskum óróasvæðum sem hleypt er inn á svæði, því meiri þörf verður á opinberu eftirliti vegna þess að líkurnar á vandræðum snaraukast. Þetta er staðreynd sem ekki verður hægt að snúa út úr. Frakkland er orðið að tímasprengju vegna þessa.

Ívar Pálsson, 16.7.2016 kl. 14:48

31 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek hjartanlega undir þetta hjá Ívari.

Jón Valur Jensson, 16.7.2016 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband