Valdataka hers er oftast slæm frétt, en ekki alltaf.

Valdarán hers þar sem lýðræðislega kjörnum stjórnum er steypt af stóli, er oftast slæm frétt.

Valdarán hersins í Grikklandi, sem stóð frá 1967-74 fór illa með efnahag Grikkja og stöðu þeirra út á við.

Þrívegis, 1938, 1939 og 1944 munaði ekki miklu að þýski herinn steypti Hitler. Hitler komst að vísu til valda í upphafi á lýðræðislegan hátt, umdeildan að vísu, en vék lýðræðinu í burt á sama ári. Það hefði sennilega verið gott ef honum hefði verið steypt með valdaráni hersins 1938 eða 1939 eða með tilræðinu 1944, sem var á vegum afla innan hersins.

Sovéski herinn lék lykilhlutverk í því að koma Gorbatsjov og Yeltsín aftur til valda eftir að klíka herðlínukommúnista hafði steypt Gorbatsjov af stóli. Í því tilfelli var þátttaka hersins til góðs þegar upp var staðið.

Valdarán Pinochet í Chile var hins vegar hræðilegt.

En þegar herinn í Egyptalandi reis gegn lýðræðislega kjörinni stjórn þar í landi, létti mörgum, því að í óefni stefndi hjá stjórninni, sem tók við eftir uppreisnina gegn Mubarak og reyndist stjórn öfgamúslima.

Þetta breytir því ekki, að valdarán eða valdaránstilraun er yfirleitt til ills eins.

Ef tyrkneski herinn er klofinn núna gæti blóðbað í stríði andstæðra fylkinga innan hans orðið skelfilegt og endað með borgarastríði, en slík stríð eru oft þau verstu sem háð eru.

Þyrpist fólk út á götur verður drápsgeta hervéla enn meiri en ella.  

Í múslimsku löndunum eru veður válynd, ástandið oft flókið og ekki allt sem sýnist. Enginn veit nú, hvernig þetta fer og ekki heldur hvort er skárra, að Erdogan hafi það af, eða að hernum eða hluta hans takist valdaránið.

Sé þetta hins vegar aðeins hluti hersins, sem hefur gert uppreisn, er vonandi að sú tilraun renni út í sandinn sem fyrst. Eins og er bendir ýmislegt til þess að þannig fari nú.

Erdogan hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir valdafíkn og ólýðræðislega tilburði, en erfitt er að sjá hvort hann forherðist eða fer varlegar ef hann hefur það af núna.

Núverandi stjórn er að vísu umdeild en lýðræðislega kosin og varla svo slæm, að hægt sé að réttlæta stórfelld átök og mannfall í hernaðarátökum.


mbl.is „Við komumst í gegnum þetta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ágætlega skrifað hjá þér, Ómar, trúlega um flest.

Jón Valur Jensson, 15.7.2016 kl. 22:34

2 identicon

http://www.visir.is/erdogan-bidur-russa-afsokunar/article/2016160628897

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.7.2016 kl. 23:01

3 Smámynd: Salmann Tamimi

Það er ekkert sem heitir gott valdarán. Valdarán á aldrei að liða. það kemur í veg fyrir þróun lyðræðis. CIA stendur á bak flest valdarán

Salmann Tamimi, 15.7.2016 kl. 23:17

4 identicon

Valdaránið í Sovétríkjunum, finnst þér gott ... vegna þess að "vestræn" lönd komu upp úr því sem sigurvegarar.  En í staðin, urðu órólegheit í Austur evrópu, sem hafa valdið dauða og eyðileggingu.  Júgóslavía, er eitt af þessum "hroðalegheitum".  Ef þú hefðir fylgst með, þá hefðir þú tekið eftir því að þegar harðlínumenn tóku við í Sovétríkjunum, þá "staðnaði" borgarastríðið í Júgóslavíu.

Við getum náttúrulega sagt það að "kommúnistar" séu slæmir ... en dauði miljóna manna, fyrir lýðræði sem er ekkert lýðræði ... er miljónum manna of dýrt verð.  Bandaríkin og vesturveldin, eru því miður ... stærstu orsakavaldar vandamála í nútímanum.  Ástæðan Evrópa og olíuleysi hennar. Evrópa á ekki einu sinni 5% af þeirri olíu, sem það þarf að nota ... stjórnun á olíu, er því "nauðsynleg" fyrir Evrópu, og "stjórnun" á henni er enn nauðsynlegri fyrir Bandaríkjamenn, þar sem með henni ... stjórna þeir Evrópu ... og þar með hinum vestræna heimi.

Þessi hildarleikur sem er að gerast, er að gerast vegna aumingjadóms Evrópubúa ... það er ekki liðið langt síðan, að Evrópa "samþykkti" Tyrkland, sem stabílt ríki ... sem væri velkomið í Evrópu.

Dómsgreind ráðamann Evrópu og NATÓ í dag ... eru ekki fimmaura virði, og gæti kostað okkur öll lífið.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 15.7.2016 kl. 23:56

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enda þótt Úkraína vilji fá aðild að annars vegar Evrópusambandinu og hins vegar NATO fengi það ekki aðild strax í fyrramálið.

Serbía sótti til að mynda um aðild að Evrópusambandinu árið 2009 og Tyrkland hóf aðildarviðræður við Evrópusambandið árið 2005.

Þar að auki þurfa öll Evrópusambandsríkin að samþykkja aðild nýrra ríkja að Evrópusambandinu og engan veginn víst að þau samþykki öll aðild til að mynda Tyrklands að sambandinu, enda þótt samningar tækjust einhvern tímann um aðildina.

Þorsteinn Briem, 16.7.2016 kl. 00:04

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ukraine has a close relationship with NATO and has declared interest in eventual membership."

En það er ekki þar með sagt að Úkraína fái einhvern tímann aðild að NATO, hvað þá á meðan borgarastyrjöld er austast í landinu.

Þorsteinn Briem, 16.7.2016 kl. 00:06

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

NATO er varnarbandalag, er að sjálfsögðu ekki eitt ríki og Ísland er í NATO.

"Kjarni Atlantshafsbandalagsins (NATO) er 5. grein stofnsáttmálans, þar sem því er lýst yfir að árás á eitt bandalagsríki í Evrópu eða Norður-Ameríku jafngildi árás á þau öll.

En 5. greinin hefur aðeins verið notuð einu sinni, 12. september 2001, eftir hryðjuverkaárás á Bandaríkin."

NATO og Rússland hafa engan áhuga á að ráðast á hvort annað og báðir aðilar vita það mæta vel.

Þorsteinn Briem, 16.7.2016 kl. 00:07

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Yfirráðasvæði Atlantshafsbandalagsins (NATO) nær að Rússlandi í vestri með Eistlandi og Lettlandi, í suðri með Tyrklandi og í austri með Bandaríkjunum.

Ef einhver hefur gleymt að líta á klukkuna er árið nú 2016 en ekki til að mynda 1980, enginn hefur áhuga á að ráðast á Rússland frá til dæmis Eistlandi eða Úkraínu og það vita Rússar að sjálfsögðu.

Hagsmunir Evrópusambandsins og Rússlands eru að viðskipti þeirra verði áfram mikil og að sjálfsögðu hvarflar ekki að Rússlandi að ráðast á NATO-ríki.

Rússar eiga mest viðskipti við Evrópusambandið og þriðju mestu viðskipti þess eru við Rússland.

Þýskaland og Japan eru stórveldi vegna mikilla viðskipta við önnur ríki en ekki vegna þess að þau hafi lagt undir sig önnur lönd.

Og það vita Rússar að sjálfsögðu.

Þorsteinn Briem, 16.7.2016 kl. 00:12

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"50% of Russia's government revenue comes from oil and gas.

68% of Russia's total export revenues in 2013 came from oil and natural gas sales.

33% of these were crude oil exports, mostly to Europe."

Þorsteinn Briem, 16.7.2016 kl. 00:15

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

 Þetta sem Steini Briem nefnir í #5 er ástæðan fyrir valdaránstilraun hersins.

Kolbrún Hilmars, 16.7.2016 kl. 00:17

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Main foreign suppliers of energy to the European Union, 2012:

Main foreign suppliers of energy to the EU, 2012

Þorsteinn Briem, 16.7.2016 kl. 00:20

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Listi hinna staðföstu þjóða var kynntur á blaðamannafundi utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna í Washington 18. mars 2003:"

"Mr. Boucher:

"There are 30 countries who have agreed to be part of the coalition for the immediate disarmament of Iraq.

I have to say these are countries that we have gone to and said, "Do you want to be listed?" and they have said, "Yes."

I will read them to you alphabetically, so that we get the definitive list out on the record.

They are:  Afghanistan, Albania, Australia, Azerbaijan, Colombia, the Czech Republic, Denmark, El Salvador, Eritrea, Estonia, Ethiopia, Georgia, Hungary, Iceland, Italy, Japan, Korea, Latvia, Lithuania, Macedonia, the Netherlands, Nicaragua, the Philippines, Poland, Romania, Slovakia, Spain, Turkey, the United Kingdom, and Uzbekistan.
""

Þorsteinn Briem, 16.7.2016 kl. 00:24

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rússar og NATO hafa engan áhuga á að fara í stríð við hvorir aðra frekar en Kína.

Allt er þetta sýndarmennska af hálfu NATO-herjanna og rússneska hersins sem alltaf munu vilja meira fé.

Þeir vilja að sjálfsögðu stuðning skattgreiðenda fyrir þessari þvælu þegar mikil þörf er á að leggja fé í aðra og skynsamlega hluti, til að mynda í Rússlandi.

Herir NATO-ríkja og Rússa hafa nú um nokkurt skeið stundað stríðsrekstur í Sýrlandi og munu ekki taka upp á því að fara þar í stríð við hvorir aðra frekar en annars staðar í heiminum.

Sovétríkin liðu undir lok fyrir aldarfjórðungi og Rússland er ekki lengur kommúnistaríki frekar en Austur-Evrópuríkin.

Þorsteinn Briem, 16.7.2016 kl. 00:27

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Var Ómar nokkuð að biðja um þessar runusendingar þínar, Steini?

Hver heldurðu að lesi þetta?

Jón Valur Jensson, 16.7.2016 kl. 00:53

17 identicon

Steini, sýndarmennska ... mikið til í því, en ég myndi nú ekki útiloka að Herr Stolzenberg væri ekki svolitíð klikk, frekar en Rassamuss, þegar hann tilkynnti að Lýbía væri orðið frjálst ...

NATÓ, er ekkert "varnarbandalag", enda engin vörn í henni lengur.  Aðal bakhjarl NATÓ eru Bandaríkinn, og ef einhver telur að Bandaríkin muni koma og bjarga sér, ef til "allsherjar" stríðs við Rússa kæmi til, ætti sá hinn sami að láta skoða í sér heilabúið ... að telja að Bandaríkin muni fórna sínu fólki, fyrir Evrópu ... er barnalegt, og sýnir svo að um muni, hversu barnalegir og umfram allt annað, ófærir Evrópskir leiðtogar eru í dag.

Það ætti að vera hvaða "hálfvita" ljóst, að Bandaríkin hafa lítin áhuga á að Evrópa eigi einhverja framtíð sem "stórveldi". Hvorki efnahagslega, né fjárhagslega ... þess vegna spila Bandaríkin á "rússa hatrið", eins og fiðluleikarar frá Helvíti.  Einföld taktík "divide and conquer" ... enda hafa bandarísk sambönd unnið statt og stöðugt að sundrungu í Evrópu, bæði með því að leggja fé í hendur "óhæfs" fólks, og að grafa undan ... til dæmis, Evräopu bandalaginu.

Eftir fall Sovétríkjanna, er NATÓ akkilesarhæll Evrópu.  Vekur falskar hugmyndir um "tryggð" og öryggi meðal fólks, sem letur það frá samvinnu sem væri því í hag.  Í dag er Evrópu meiri hagur í, að hafa samstarf við Rússland en Bandaríkin ... ekki minni.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 16.7.2016 kl. 01:01

18 identicon

Heyr, heyr Bjarne Örn Hansen!

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.7.2016 kl. 08:20

19 Smámynd: Frosti Heimisson

Er hægt að filtera Steina út í póstum þínum Ómar. Maðurinn copy paste-ar Google leitarniðurstoðum við hvern einasta póst hjá þér. Er maðurinn ekki með sitt eigið blogg?! Hann heldur líklega að hann sé sá 3iji sem kann að nota Google.

Frosti Heimisson, 16.7.2016 kl. 13:46

20 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sammála þeim sem segja: það er ekki til neitt sem heitir "gott,, valdarán.

Trúar brögð eru notuð í valdaránsáróður.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.7.2016 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband