Valdaránstilraun, sem vekur ugg, þótt liðin sé hjá.

Allt frá tímum Ataturks, "föður Tyrklands", hefur þetta land, sem er að hluta til í Evrópu, verið land andstæðna mismunandi trúar og menningarheima á mörkum Evrópu og Asíu.

Tyrkjaveldi teygði arma sína langt inn í Evrópu alveg fram eftir 19. öldinni, þegar halla fór undan fæti, þannig að lokum áttu Tyrkir aðeins lítið horn af Balkanskaga við Bosporus-sundið.

Afleiðingarnar eru enn að birtast okkur í sundurlyndi og óróa, sem brýst út í einstökum átökum og styrjöldum, Balkanstyrjöldunum skömmu fyrir upphaf Heimsstyrjaldarinnar fyrri, og síðan nýjum átökum þegar Júgóslavía liðaðist í sundur í lok síðustu aldar.

Balkanskagi er enn "órólega hornið" í Evrópu eins og fyrir rúmri öld, - á honum var framið morðið í Sarajevo 1914 sem varð neistinn sem kveikti í púðurtunnunni og varð að heimsstyrjöld, þar sem við Gallipoli mistókst innrás Breta og eyðilagði tilraun þeirra til að ljúka Heimsstyrjöldinni mun fyrr en ella varð.

Tyrkneska þjóðin er enn klofin á milli tveggja menningarheima.

Í upphafi valdaránstilraunarinnar núna héldu margir að herinn vildi taka völdin til þess að flýta fyrir því að gera Tyrki betur hæfa til að taka þátt í samstarfi við Vesturlönd, en nú er komið í ljós að þessi valdaránstilraun kom úr svipaðri átt og þegar Íranskeisara var steypt 1979.

Sem betur fer virðist tilraunin ekki hafa heppnast, en hún vekur samt ugg, ekki aðeins vegna þess að hún skuli hafa verið möguleg og að svipað geti vofað yfir síðar, heldur einnig vegna þess að hætta er á að Erdogan muni eflast í valdasókn sinni með tilheyrandi alræðistilburðum, skerðingu frelsis og mannréttinda og nota hættuna á múslimskri byltingu sem afsökun.


mbl.is 104 uppreisnarmenn látnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvers vegna ætti Erdogan að nota hættuna af íslamskri byltingu sem afsökun?

Tyrkland er íslamskt ríki. Þetta var eina lýðræðislega ríkið þar sem íslam er ríkjandi. Það er það ekki lengur. Íslam þolir ekki lýðræði, og útrýmir því þegar það er komið í stöðu til þess.

Ataturk vissi þetta mæta vel. Þess vegna reyndi hann að fyrirbyggja að íslam hefði áhrif á veraldlega sviðinu. Þess vegna byggði hann upp herinn, fyrirstöðu sem íslam átti ekki að komast framhjá. Erdogan hefur nú fullkomnað verkið, og líklega hefur hann sjálfur staðið fyrir þessari tilraun, sem var veikluleg og ekki til þess fallin að ná stjórn á einu né neinu. Nú eru völdin alger, og íslam á sviðið.

Þetta ætti að vera enn ein viðvörunin fyrir okkur vestulandabúa. Við verðum að hefta útbreiðslu íslam heima hjá okkur, áður en samskonar örlög bíða okkar.

Hilmar (IP-tala skráð) 16.7.2016 kl. 12:45

2 identicon

Sæll Ómar - sem og aðrir gestir, þínir !

''Sem betur fer virðist tilraunin ekki hafa heppnast,'' skrifar þú fjálglega Ómar minn eins:: og þú óskir Tyrkjum þess, að verða áfram innikróaðir, í viðbjóðslegri krddufestu Múhameðs skrattakolls, hins Arabíska.

Ætla mætti: að þú værir bara, tiltölulega sáttur, við óbreytt ástand þar syðra, sé mið tekið af furðulegum ályktunum þínum, fjölfræðingur góður.

Hins vegar - er næsta víst, að veraldlega- og nútímalega sinnaðir forvígismenn Hersins Tyrkneska, þurfa eitthvað að endurskoða tilhögun sína, í næstu atrennunni, gagnvart Erdogan illþýðinu, síðuhafi knái.

Með beztu kveðjum: engu að síður - af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.7.2016 kl. 12:50

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í gær:

"Óttinn við hryðjuverk er fyrirferðarmikill í hugum Vestur-Evrópubúa þessi misserin.

Það er ekki að undra, því tölfræðilegar upplýsingar sýna að hryðjuverkum í Vestur-Evrópu hefur fjölgað á síðustu tveimur árum miðað við árin næst á undan.

Sé horft lengra aftur í tímann kemur þó á daginn að hryðjuverkaógnin var síst minni í Vestur-Evrópu fyrir nokkrum áratugum.

Fyrirtækið Datagraver hefur tekið saman upplýsingar um hryðjuverk í Vestur-Evrópu frá árinu 1970 og sett upp í myndræna töflu sem sjá má hér fyrir neðan:"

Mynd með færslu

Súlurnar sýna fjölda fólks sem hefur látið lífið í hryðjuverkaárásum en bláa línan sýnir fjölda árása hvert ár.

Þorsteinn Briem, 16.7.2016 kl. 21:39

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"In the English-speaking world, Bosniaks are also frequently referred to as Bosnian Muslims."

"The Srebrenica massacre, also known as the Srebrenica genocide, was the July 1995 killing of more than 8,000 Bosniaks, mainly men and boys, in and around the town of Srebrenica during the Bosnian War."

"The Secretary-General of the United Nations described the mass murder as the worst crime on European soil since the Second World War.

A paramilitary unit from Serbia known as the Scorpions, officially part of the Serbian Interior Ministry until 1991, participated in the massacre, along with several hundred Russian volunteers."

Þorsteinn Briem, 16.7.2016 kl. 21:41

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tyrkir hafa átt stóran þátt í velgengni Þýskalands og innflytjendur hafa haldið sjávarútveginum gangandi hér á Íslandi.

Turks in Germany

Þorsteinn Briem, 16.7.2016 kl. 21:43

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auðvitað vill Donald Trump banna 1,7 milljörðum múslíma, um fjórðungi mannkynsins, að koma til Bandaríkjanna.

Öll múslímaríkin í heiminum, um sextíu, myndu þá væntanlega banna öllum Bandaríkjamönnum að koma til þeirra ríkja og hætta öllum samskiptum við Bandaríkin.

Þorsteinn Briem, 16.7.2016 kl. 21:44

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.3.2015:

"The number of people of working age in Germany will fall by around a third by 2050 if the biggest economy in Europe does not increase immigration from countries outside the European Union, a study published on Friday said.

Germany will need between 276,000 and 491,000 net immigrants from non-EU countries each year to safeguard its levels of prosperity and economic activity, said the study by the Bertelsmann foundation.

It predicted the working-age population would drop to under 29 million from about 45 million today if immigration didn't pick up. Raising the retirement age to 70 and increasing the number of women in the workforce would only add around 4.4 million to the number of employed, the study added.

According to latest statistics, the number of foreigners living in Germany grew by 519,340, or 6.8 percent, in 2014 against the previous year -- many of them Syrians fleeing war and Romanians and Bulgarians seeking work."

Germany needs more immigration from non-EU-countries - study

Þorsteinn Briem, 16.7.2016 kl. 21:45

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.1.2016:

"Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að á næstu árum breytist Íslendingar í innflytjendaþjóð.

Eftir tiltölulega skamman tíma verði útlendingar um fimmtungur þjóðarinnar.

Fyrirsjáanlegur sé skortur á vinnuafli sem kalli á að hingað komi tvö til þrjú þúsund útlendingar til starfa á ári.

Það er óhætt að fullyrða að samsetning íslensku þjóðarinnar er að breytast og muni breytast mikið á næstu árum. Þetta á einnig við um aldurssamsetninguna.

Þeim sem eru eldri en sjötugir á eftir að fjölga ört. Árgangar sem komu í heiminn eftir seinni heimsstyrjöldina eru nú að komast á þennan aldur."

Íslendingar að breytast í innflytjendaþjóð

Þorsteinn Briem, 16.7.2016 kl. 21:47

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pegida-skríllinn, meðal annars hér á Moggablogginu, heldur því fram að múslímar geti ekki búið með öðrum íbúum Evrópu.

Nokkur dæmi:

Albanía:

"According to 2011 census, 59% of Albania adheres to Islam."

Kosovó:

Um 96% íbúanna eru múslímar.

Bosnía:

"45 percent of the population identify religiously as Muslim."

Makedónía:

"Muslims comprise 33% of the population."

Þýskaland:

"A 2009 estimate calculated that there were 4.3 million Muslims in Germany."

Bretland:

"The Muslim population was 2.7 million in 2011, making it the second-largest religion group in the United Kingdom."

Frakkland:

"In 2003, the French Ministry of the Interior estimated the total number of people of Muslim background to be between 5 and 6 million."

Rússland:

"There are 9,400,000 Muslims in Russia as of 2012."

Þorsteinn Briem, 16.7.2016 kl. 21:48

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 16.7.2016 kl. 21:56

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"NATO 28 member states across North America and Europe, the newest of which, Albania and Croatia, joined in April 2009.

An additional 22 countries participate in NATO's Partnership for Peace program, with 15 other countries involved in institutionalized dialogue programmes."

Þorsteinn Briem, 16.7.2016 kl. 22:10

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Stofnfélagar NATO (1949):

    Ríki sem fengu inngöngu síðar:

      Þýskaland gekk í sambandið sem Vestur-Þýskaland og landsvæðið sem áður var Austur-Þýskaland varð hluti af NATO með sameiningu þýsku ríkjanna árið 1990."

      Þorsteinn Briem, 16.7.2016 kl. 22:12

      Bæta við athugasemd

      Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband