19.7.2016 | 10:10
Gildi þess að gera sér dagamun.
Í árdaga, þegar lífsbaráttan var hörð og maðurinn þurfti að strita í sveita síns andlitis frá morgni til kvölds dag eftir dag til þess að hafa í sig og á, tóku höfundar trúarbragða samt upp á því að setja reglur um einn hvíldardag í hverri viku.
Þeir gerðu sér grein fyrir gildi þess fyrir geðheilsu og velferð mannsins að hann slakaði á með ákveðnu millibili til að hlaða batteríin og efla lifsnautn og lífsgleði.
Gildi hvers lífsdags okkar er nefnilaga hið sama og gildi fæðingardags okkar: Hver dagur sem við lifum er fyrsti dagur þeirrar ævi, sem við eigum eftir ólifaða.
Dagamunurinn getur verið fólginn í mjög mörgu, svo sem mataræði og alls kyns athöfnum.
Hinn grái hversdagur verður að vísu seint umflúinn, en það má samt nota ýmis ráð til þess að lífga upp á hann.
Á Íslandi eru í gildi lög um að gera sér dagamun, þess efnis að sumir dagar séu frídagar eða sérstakir hátíðisdagar, helgaðir mismunandi atriðum í lífi, starfi, menningu og umhverfi.
Nokkrir þeirra eru löggiltir fánadagar og ber þá opinberum stofnunum að draga íslenska fána að hún.
Allt of lítið er gert að því að lífga upp á tilveruna á þennan hátt. Eitt atriði þess getur verið að flagga á farartækjum í opinberri eigu.
Stofnkostnaður upp á sjö milljónir króna fyrir flaggstangir á strætisvögnum Reykvíkinga jafngildir um 60 krónum á hvern borgara.
Það er ekki mikill kostnaður miðað við gildi þess að gera sér dagamun og laða fram ánægju með það að fá að njóta þess að lifa enn einn ævidaginn með bros á vör.
Ekki flaggað á vögnum Strætó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það mætti frekar slá oftar. Illa hirt borg og fánum prýddur strætó er eins og að fara ekki í bað en spreyja yfir sig ilmvatni.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.7.2016 kl. 10:28
Í minni sveit tíðkaðist að slá gras einu sinni eða tvisvar á sumri hverju, einnig á bæjum framsóknarmanna, án þess að þeir hafi verið atyrtir fyrir það af vesalingum.
Þorsteinn Briem, 19.7.2016 kl. 15:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.