20.7.2016 | 00:46
Barry Goldwater í öðru veldi?
Fyrir 52 árum valdi Republikanaflokkurinn öldungardeildarþingmanninn Barry Goldwater frá Arizona sem frambjóðanda sinn.
Goldwater hafði ýmislegt til síns ágætis á þröngum sviðum.
Hann var til dæmis flugmaður og afar mikill áhugamaður um framfarir á því sviði, - nokkuð sem féll vel í kramið hjá mér á þeim árum, - en það drukknaði í samanburði við það, hve hann var harður hægri maður, heiðblár úti á jaðri flokksins.
Svo fór að Lyndon B. Johnson valtaði yfir Goldwater í kosningunum, enda var Vietnamstríðið enn ekki farið að belgjast út eins og síðar varð og þótt Johnson væri oft óprúttinn og jafnvel ósvífinn stjórnmálamaður, var hann snillingur í að vinna fylgi á Bandaríkjaþingi fyrir málefnum sínum.
Menn hafa fært að því rök að hefði John F. Kennedy verið áfram forseti hefði hann ekki náð eins langt í að koma tímamótamannréttindalöggjöf í gegn og Johnson.
Einn stjórnmálamaður, sem Johnson sótti hart að í einrúmi til að fá hann til að skipta um skoðun, lýst því síðar, að það hefði verið hamförum líkast hvernig Johnson beitti sér, því að hann gat verið einstaklega grófur og óheflaður, þegar sá var gállinn á honum.
Á tiltölulega stuttum einkafundi þeirra hellti hann úr sér þvílíku magni af smjaðri, skömmum, hóli, hótunum, gylliboðum, svívirðingum og vinarhótum að með eindæmum var.
Niðurstaðan varð tilboð, sem ekki var hægt að hafna.
Republikanaflokkurinn lærði af óförum Goldwaters, en nú eru þeir að mestu horfnir yfir móðuna miklu sem drógu þann lærdóm, og Donald Trump virðist að sumu leyti vera Barry Goldwater í öðru veldi, því að auk þess að setja fram enn meiri rembustefnu en Goldwater, minna andstæður og þverstæður í málflutningi Trumps á lýsinguna af hamförum LBJ þegar hann var í sem mestum ham.
Trump frambjóðandi repúblikana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Very rich is Donald Trump,
not as smart as Forrest Gump,
a big fool,
never cool,
finally they will him dump.
Þorsteinn Briem, 20.7.2016 kl. 01:00
23.3.2016:
"Meirihluti Íslendinga myndi kjósa Hillary Clinton sem næsta forseta Bandaríkjanna ef þeir hefðu kosningarétt í landinu eða 53%.
Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Maskínu.
Rúmlega 38% myndu hins vegar kjósa keppinaut hennar um að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, Bernie Sanders.
Þá myndu 4-5% styðja auðkýfinginn Donald Trump sem notið hefur mests fylgis í forvali Repúblikanaflokksins."
Einungis um 5% Íslendinga myndu kjósa Donald Trump
Þorsteinn Briem, 20.7.2016 kl. 01:01
Virkilega vel fram sett Steini og þú ert greinilega jafnvígur á ensku og íslensku þegar ljóðmæli eru annars vegar.
Endilega komdu með meiri upplýsandi tölfræði um þetta eða bara hvað sem er.
immalimm (IP-tala skráð) 20.7.2016 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.