21.7.2016 | 00:59
Flókið mál, sem þarfnast skýringa til að eyða misskilningi.
Fréttir um það að vegna stóraukins flugs til og frá Íslandi, muni útblástur af þess völdum verða svo miklu meiri en nemur samdrætti losunar innanlands á landi og sjó, að við getum ekki náð þeim árangri sem að er stefnt.
Árni Finnsson fjallaði í sjónvarpsviðtali um hluta af þeim misskilningi, sem þetta flókna mál veldur og sumir hafa notfært sér sem rök fyrir því að úr að við getum "hvort eð er" ekki náð heildarárangri éigi ekki að vera að standa í vonlausum aðgerðum í þessum málum.
En, eins og Árni rakti, skoðar ESB flugsamgöngur, eðli málsins samkvæmt, sem sérstakt verkefni, aðskilið frá útblæstri vegna land- og sjósamgagna.
Flugumferð er þar að auki hvað Ísland varðar allt annars eðlis en umferð á landi og á sjó, af þeim ástæðum að Ísland er eyja langt úti í hafi og engin leið að komast til og frá landinu í samræmi við nútíma kröfur um hraða og þægindi nema að fljúga og gerast með því hluti af flugumferð Evrópu.
Aðrar Evrópuþjóðir hafa hraðlestir og landsamgöngur til að þjóna þessu hlutverki.
Í öðru lagi er stór hluti flugeldsneyssölunnar til flugvéla, sem eru á leið yfir hafið.
Í þriðja lagi er atriði, sem þarf að kanna, en aldrei er minnst á; það hvert hinir erlendu ferðamenn myndu fara ef þeir færu ekki til Íslands.
Fyrir liggur að það er fyrst og fremst náttúra hins eldvirka hluta Íslands sem dregur ferðamenn hingað.
Ef þetta ferðafólk ætlaði sér að sjá eldvirka náttúru yrði það að fara tvöfalt til þrefalt lengri leið, alla leið til Yellowstone í Klettafjöllunum í Bandaríkjunum.
Niðurstaðan er sú, að umferðin á landi og sjó á Íslandi og umferð íslenskra skipa á hafinu umhverfis landið er verðugt og framkvæmanlegt verkefni.
Í fyrra var reynt að varpa á þetta ljósi með aðgerðinni "Orkuskipti - koma svo!"
Þessa dagana er ég að velta vöngum yfir möguleikunum á verkefni, hliðstæðri aðgerð undir heitinu "Orkunýtni - koma svo!"
Minnki útblástur gróðurhúsalofttegunda um 40% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þeir sem ekki eru á ferðalögum utan síns heimabæjar ferðast þar flestir nær daglega til og frá skóla og vinnu. Og fólk er yfirleitt ekki á ferðalögum utan síns heimabæjar nema nokkrar vikur á ári.
Langflestir menga því mun meira í sinni heimabyggð en utan hennar, hvort sem þeir búa hérlendis eða erlendis.
Í hverri rútu og flugvél eru yfirleitt fjölmargir farþegar en í hverjum einkabíl á höfuðborgarsvæðinu hér á Íslandi er eingöngu bílstjórinn í fjölmörgum tilfellum.
Ef erlendir ferðamenn kæmu ekki hingað til Íslands myndu þeir ferðast til annarra landa og menga álíka mikið í þeim ferðum.
Og innan við 1% af flugvélaflota Evrópu flýgur með farþega sem hér dvelja.
Þorsteinn Briem, 21.7.2016 kl. 04:47
Vísindavefurinn:
"Regnskógareyðing er í öðru sæti, á eftir notkun jarðefnaeldsneytis, yfir það sem veldur mestri koltvíildismengun á jörðinni.
Skógareyðing á einum degi losar meira koltvíildi út í andrúmsloftið en tugþúsundir flugvéla sem fljúga a milli Bandaríkjanna og Evrópu."
Þorsteinn Briem, 21.7.2016 kl. 04:48
Útstreymi árið 2007 (CO2-ígildi):
Samgöngur:
"Útstreymi frá samgöngum árið 2007 skiptist í útstreymi vegna innanlandsflugs (2%), strandsiglinga (6%) og vegasamgangna (92%).
Nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda hér á Íslandi, bls. 30-36
Þorsteinn Briem, 21.7.2016 kl. 04:50
Ómar, það sama á við um álverin. Álið er ekki framleitt fyrir Íslendinga. Losunin er neyslu okkar óviðkomandi líkt of flug útlendinga til Íslands.
Hversu mikill væri vandinn ef aðrar þjóðir hefðu hætt að nota olíu og kol til húshitunar? Enginn? - Er ekki mannfjöldaþróunin (Í Indlandi voru 200 milljónir fyrir skiptingu landsins fyrir 60 árum, nú 2.000 milljónri)) ekki eina aðalorsökin? Ekkert sem Íslendingar gera varðandi kolvetnislosun skiptir máli. Og reyndar hafa þeir fyrir löngu gert sitt.
Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 21.7.2016 kl. 10:03
Það er ekkert meira mengandi en ferðamenn. Ísland var ósnortið og ónumið fyrir rúmlega 1300 árum. Svo komu drullusokkarnir, hvítir menn sem byggðu skip og sigldu yfir hafið til þess eins að því er virðist að eyða skógum á íslandi. Nú er þessir sömu drullusokkar svo gráðugir að þeir flytja menn í miljónvís á reykspúandi þotum tíl landsins til þess eins að slíta ef þeim peninga.?????
Guðmundur Jónsson, 21.7.2016 kl. 10:24
11.september 2001 voru 5000 farþegaþotur kallaðar inn til lendingar í Bandaríkjunum í einu. Ætla mætti með tillliti til aukins flugs að að jafnaði séu milli 10 - 15000 þotur samtímis í háloftunum í heiminum. Af þessu flugi er væntanlega gríðarleg loftmengun andrúmsloftssins. Okkar hlutur er vart mælanlegur í þessu samhengi. Mengunin í Indlandi er gríðarleg í stórborgunum.Þar eru olíuprímusar notaðir til eldunar og á morgnana þegar allir eru að elda, sér vart úr augum vegna mengunarmökks.
Stefán Þ Ingólfsson, 21.7.2016 kl. 10:33
Menn ættu að gaumgæfa hvað Steini Briem hefur um þetta og annað að segja. Nú vantar bara meiri upplýsingar frá honum.
immalimm (IP-tala skráð) 21.7.2016 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.