22.7.2016 | 09:52
"Örnólfur útigangsmaður...", tákn vanda ferðaþjónustunnar.
Í tilefni af nýggerðu bannskilti á ferðamannaslóðum, sem framtakssamur maður hefur gert og lýst er í tengdri frétt á mbl.is,,er sjálfsagt að blanda sér í umræðuna:
Dugar ei bull eða blaður. /
Burtrekinn er /
Örnólfur útigangsmaður /
og útlægur ger.
Umgengnin skánar með sóma´og sann, /
svona´á þetta hér að vera. /
Á skiltinu´er alveg skýrt boð og bann: /
Burt með skítakaraktera!
Áður fyrr hér ánægjunni spillti /
að ösla drulluna á skónum fínum. /
Því á að breyta, upp er komið skilti /
að enginn þurfi´að ganga´í hægðum sínum. /
En ástandið í raun, það er til ama, /
um það virðist blöðum ekki´að fletta /
að ansi mörgum er víst drullusama /
og engu að síður gefa skít í þetta.
Hugarfar úr þessu skilti skín /
og skrýtín rómantík hjá vorri þjóð: /
"Sestu hérna´á hækjur, ástin mín;
horfðu´á sólarlagsins roðaglóð."
![]() |
„Örnamaður“ ekki í trássi við reglugerð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Frábært - Snöggur varstu að taka á málinu !
Már Elíson, 22.7.2016 kl. 11:15
Takk. Kannski finnst einhverjum þetta á gráu svæði sem viðfangsefni en í samræmi við eðli málsins verður mér að vera skítsama.
Ómar Ragnarsson, 22.7.2016 kl. 14:15
...
...!!
Már Elíson, 22.7.2016 kl. 19:19
Væri ekki betur við hæfi að kalla hann Örnólf Úrgangsmann, frekar en útigangsmann? Skiltið er stórfínt og "ljóðabálkurinn" hér að ofan einnig.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 22.7.2016 kl. 21:03
Kannski Örnólf utangarðsmann?
Og hafa síðustu hendingarnar:
" Sestu hérna´á hækjur,ástin mín,
horfðu´á sólarlagsins roðaglóð."?
Ómar Ragnarsson, 22.7.2016 kl. 23:31
Já eða.:
" Sestu hérna'á hækjur, ástin mín,
að skíta úti'er "fíling" góð"
Góðar atundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 23.7.2016 kl. 01:58
Ipad stafsetning að stríða.
Halldór Egill Guðnason, 23.7.2016 kl. 02:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.