Ekki spurning um tilvist gagna, heldur varðveislu og notkun.

Deilur borgaryfirvalda í Nice og sáksóknarans í París snúa að grundvallaratriði varðandi gagnaöflun og miðlun frétta.

Svona atriði hafa komi upp hér á landi og raunar eru viðfangsefni af þessu tagi oft til skoðunar þegar fjölmiðlarnir sjálfir skoða þau gögn, sem þeir búa yfir.

Eftir að hafa verið á vettvangi allra stærstu hamfara- og hörmungaratburða hér á landi síðan á Norðfirði 1972 er það niðurstaða mín, að afla beri allra gagna og varðveita þau tryggilega, en sýna vandvirkni,tillitsemi og trúnað í hvívetna vegna hugsanlegrar birtingar.

Þegar snjóflóð féllu á Súðavík 1994 var öll myndataka á vettvangi bönnuð lengst af sem og návist fjölmiðlafólks.

Af þessum sökum væru engar myndir til ef einn einstaklingur hefði ekki tekið ófullkomnar og takmarkaðar myndir.

Það, að engin gögn séu til um aldur og ævi um svona viðburði bitnar á möguleikum til að rannsaka atburði og læra af þeim og einnig verður þetta til þess að um aldur og ævi verða engin gögn til.

Þetta snýst um það hvort gögnin verði nokkurntíma birt og þá hvernig.

Sem betur fór lærðu menn af þessu í Súðavík, og á Flateyri féngu einn kvikmyndatökumaður og einn ljósmyndari að fara með björgunarmönnum í land til að taka myndir, sem allir fjölmiðlarnir gætu haft aðgang að að uppfylltum loforðum um að gæta fyllstu varfærni við notkun og birtingu.

Ég minnist komu minnar að hörmulegum slysstað fyrir nokkrum áratugum, þar sem ég tók myndir í samræmi við þessa vinnureglu mína.

Þegar ég kom með þær til fréttastjóra míns settumst við yfir þær og völdum vandlega úr þeim. Myndirnar voru teknar mismunandi langt frá myndefninu og númeruðum þær; 1 þá mynd, sem var næst, 12, þá sem var fjærst.

Í stað þess að velja þær myndir sem sýndu myndefnið best, númer 1-4, völdum við myndir númer 5 og númer 9.

Oft er hringt inn á fjölmiðla til að kvarta yfir tillitslausri myndbirtingu. Í þetta sinn kom engin athugasemd.

Mynd númer 5sýndi þeim sem á horfðu, að gætt hafði verið varfærni og tillitssemi við myndbirtinguna.

Eftir sem áður vöru allar myndirnar geymdar á tryggum stað, aldrei að vita nema að vegna rannsóknar eða seinni tíma umfjöllunar, segjum eftir 75 ár, yrði þeirra þörf.

Um er að ræða hluta af sögu þjóðar þegar ár og aldir líða.


mbl.is Vilja eyða upptökum af árásinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það hljómar undarlega í mínum eyrum að lesa frétt sem segir að saksóknari vilji eyða sönnunargögnum en borgin ekki hmmmm skil ekki

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 22.7.2016 kl. 20:36

2 identicon

Ómar, stóra snjóflóðið á Norðfirði varð í des. 1974, ekki 1972.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 23.7.2016 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband