22.7.2016 | 23:15
Óréttlátar afleiðingar.
Það er gömul og ný saga að kjaradeilur bitni misjafnt á þeim sem tengjast þeim, bæði beint og óbeint.
En það er sláandi hvernig afleiðingar kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia bitna hlutfallslega langmest á einni tegund flugrekstraraðila.
Það hlýtur að vera hægt að finna skaplegri leið við aðgerðir en þá sem hefur bitnað svona miklu meira á flugskólunum en öðrum greinum flugrekstrar og svona miklu meira á einni tegund flugmanna en öðrum.
Yfirvinnubannið olli miklum skaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
1. maí hátíðahöldin í Reykjavík 2016:
kl. 16.00 grátkór flugmanna,
kl. 16.15 grátkór flugumferðarstjóra,
kl. 16.30 grátkór flugvallarvina,
kl. 16.45 grátið með útgerðarmönnum,
kl. 17.00 Kristján Loftsson syngur Maístjörnuna.
Þorsteinn Briem, 23.7.2016 kl. 01:40
Kl 1800 Steini Briem kennir "copy paste"
Halldór Egill Guðnason, 23.7.2016 kl. 02:03
Hann er reyndar með nýsmíð, sýnist mér, og eigi þar af leiðandi eftir að nota "copy paste" á þessa athugasemd sína.
Ómar Ragnarsson, 23.7.2016 kl. 18:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.