23.7.2016 | 18:25
Hverjir töluðu um "ónýta Ísland" 1999 til 2011?
Í upphafi 21. aldarinnar töldu þeir, sem ferðinni réðu hér á landi, að Ísland væri ónýtt nema að stóriðjan "bjargaði þjóðinni."
Ráðherra sagði orðrétt í sjónvarpsviðtali í Kastljósi eftir að Siv Friðleifsdóttir leyfði Kárahnjúkavirkjun, að Siv hefði "bjargað þjóðinni."
Erlendur efnahagssérfræðingur, sem hingað kom til að gagnrýna bankabóluna var hvattur til að fara í endurhæfingu.
Síðan kom hrunið og forsætisráðherrann fórnaði höndum og bað Guð um að blessa Ísland, svo ónýtt var landið.
Alveg fram yfir gosið í Eyjafjallajökli voru allir aðrir möguleikar til atvinnusköpunar en stóriðjan taldir gerónýtir, jafn fjarstæðír og fjallagrasatínsla, Ísland var ónýtt og þjóðin bjargarlaus nema sex risaálver risu.
Allt annað en þessi sýn var talað niður með orðunum "eitthvað annað" með djúpri fyrirlitningu.
Í fyrstu voru þessar sömu raddir hlaðnar svartsýnisrausi vegna gossinn í Eyjfjallajökli.
En í ljós kom hið augljósa: Það "eitthvað annað" sem tengdist frægð náttúru landsins reyndist hrinda af stað fjölgun ferðamanna, sem hefur, ásamt lágu eldsneytisverði, staðið undir nær öllum þeim uppgangi sem síðan hefur verið og stendur enn.
Skapandi greinar, sem taldar voru hreinir órar að nefna, eiga líka sinn þátt.
Það kom í hlut annarra en þeirra sem fyrst og fremst skópu hrunið, að slökkva elda og hreinsa til í rústunum.
Síðan 2011 hefur leiðin legið upp á við á stjórnartíma tveggja ólíkra ríkisstjórna og hlálegt er þegar aðeins annarri stjórninni er þakkað allt, en stjórn rústabjörgunarinnar talin bera ábyrgð á tjóninu af völdum Hrunsins, sem stofnað var að mestu til á valdatíma núverandi stjórnarflokka.
Einsdæmi í hagsögu Íslands framundan? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eins og áður "gleymir" þú að nefna hér það sem langmestu máli skiptir í þessu samhengi, sívaxandi ferðamennsku um allan heim og alltof hátt gengi íslensku krónunnar fyrir hrunið hér á Íslandi haustið 2008, Ómar Ragnarsson.
Hins vegar hafði fjölgaði gosið í Eyjafjallajökli árið 2010 einnig erlendum ferðamönnum hér á Íslandi.
Þorsteinn Briem, 23.7.2016 kl. 18:49
Hins vegar fjölgaði gosið í Eyjafjallajökli árið 2010 einnig erlendum ferðamönnum hér á Íslandi, átti þetta nú að vera.
Þorsteinn Briem, 23.7.2016 kl. 18:56
Ferðaþjónustan hefur vaxið mikið hér á Íslandi undanfarin ár meðal annars vegna þess að gengi íslensku krónunnar var alltof hátt og ekki innistæða fyrir þessu háa gengi.
23.3.2015:
"Árið 2001 spáði Vilhjálmur Bjarnason þingmaður og þáverandi sérfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun því að hingað til lands myndi koma um ein milljón ferðamanna árið 2016 ... en talan fékkst meðal annars með því að framreikna þá fjölgun sem varð á ferðamönnum milli áranna 1990 og 2000."
Spáin reyndist nærri lagi
Þorsteinn Briem, 23.7.2016 kl. 19:01
Sigurjón Pálsson. Hvernig ætlarðu að koma í veg fyrir að allir þessir ferðamenn streymi til landsins? Við getum ekki bannað fólki að koma hingað, til dæmis Kínverjum. Þeir eru um 1,3 milljarðar, þannig að ef 1% þeirra kæmi hingað eru það um 13 milljónir manna. Í Kína er ört vaxandi velmegun og Kínverjar ferðast sífellt meira.
Hvað ætlarðu að gera í því máli? Standa með skilti í Leifsstöð: Vinsamlegast komið ekki inn í landið. Ég vil ekki verða náttúrulaus. Sífellt fleiri ferðamenn munu koma til landsins, hvort sem þér líkar það betur eða verr. Og að sjálfsögðu ferðast þeir um allt landið. Flestir þeirra stoppa stutt við í Reykjavík, 1-2 daga,, en ferðast svo í viku um landið, samkvæmt könnunum.
Um hálf milljón erlendra ferðamanna kom til landsins í fyrra og árið 2007 eyddu þeir hér alls um fimmtíu milljörðum króna, um 100 þúsund krónum hver. Eftir fall íslensku krónunnar í fyrrahaust eyddu þeir hins vegar um 200 þúsund krónum hver. Krónan féll um 80% gagnvart Bandaríkjadal og þar að auki keypti hver og einn ferðamaður meiri vörur og þjónustu hér en áður.
Því má gera ráð fyrir að erlendir ferðamenn eyði hér alls um 100 milljörðum króna í ár um allt landið og þeir koma hingað allt árið. Um 123 þúsund erlendir ferðamenn komu í Leifsstöð síðustu fjóra mánuðina í fyrra, um 31 þúsund á mánuði að meðaltali, en í fyrra komu hingað um 42 þúsund ferðamenn á mánuði að meðaltali.
Þar að auki komu hingað í fyrra um sjötíu þúsund ferðamenn með um 80 skemmtiferðaskipum sem geta lagst að bryggju í Reykjavík, Ísafirði, Akureyri og Húsavík. Alls komu því hingað um 570 þúsund erlendir ferðamenn í fyrra og þeim hefur fjölgað mikið undanfarna mánuði miðað við sömu mánuði árið 2007.
Og þúsundir manna um allt landið hafa hér atvinnu af ferðaþjónustu allt árið, til dæmis starfsfólk hótela, veitingastaða, ferðaskrifstofa og flugvalla, ferðaþjónustubændur, flugmenn, flugfreyjur, leigu- og rútubílstjórar, miklu fleira fólk en vinnur hér í álverum, sem eru þar að auki einungis á örfáum stöðum á landinu. Í fyrra fækkaði íbúum á Austurlandi í sjö sveitarfélögum af níu, þrátt fyrir álverið í Reyðarfirði.
Raflínur og heljarinnar raflínustaurar úti um allar koppagrundir eru heldur ekkert augnayndi, þannig að virkjanir eru engan veginn "afmörkuð atvinnustarfsemi".
Og að sjálfsögðu munu bílar ekki ganga hér alltaf fyrir bensíni. Þeir munu ganga fyrir rafmagni og verða hlaðnir með ódýru húsarafmagni á nóttunum, þannig að ekki þarf að reisa hér virkjanir vegna þess.
Steini Briem, 18.2.2009
Þorsteinn Briem, 23.7.2016 kl. 19:07
Sigurjón Pálsson. Við Íslendingar eigum sjálfir rétt á að ferðast um okkar eigið land án þess að sjá raflínur og raflínustaura úti um allar koppagrundir. Og enda þótt einungis þriðjungur Íslendinga hefði áhuga á því, þarf að sjálfsögðu að taka tillit til þeirra sjónarmiða í málinu.
Lýðræði snýst ekki bara um að meirihlutinn, til dæmis 51%, ráði í öllum málum án þess að taka nokkurt tillit til minnihlutans eða ófæddra einstaklinga.
Mun fleiri hafa hér atvinnu af ferðaþjónustu en stóriðju og störfum við ferðaþjónustu fjölgar hér mikið á hverju ári. Hins vegar væri ekki hægt að fjölga hér endalaust störfum í stóriðju, auk þess sem hvert starf í stóriðju kostar íslenska ríkið miklar fjárhæðir, sem það þarf að taka að láni í útlöndum. Landsvirkjun þarf að greiða árlega 30-40 milljarða króna í vexti af erlendum lánum, auk afborgana.
Þar að auki hefur fólk í öllum sjávarþorpum landsins tekjur af ferðamennsku og sjávarútvegi en þannig er það engan veginn í stóriðjunni. Tekjur okkar af rafmagnssölu til álvera minnkuðu um meira en helming í Bandaríkjadölum fyrir hverja kílóvattstund síðasta misseri vegna verðhruns á áli, á sama tíma og tekjur okkar af sölu sjávarafurða drógust einungis saman um 5-10% í dollurum talið.
Og nú eyða erlendir ferðamenn hér meiru hver og einn í erlendri mynt en þeir gerðu árið 2007 vegna gengisfalls krónunnar.
Ég hef engra beinna hagsmuna að gæta í málinu og get því litið hlutlaust á það. Einnig hrefnuveiðar. Þær skila engu í þjóðarbúið, því hrefnukjöt kemur einungis í stað kjöts frá íslenskum bændum, sem starfa þar að auki allt árið. Hrefnuveiðar voru stundaðar hér í fyrrasumar af litlum bát frá Kópavogi og kjötið var unnið af fyrirtæki í Reykjavík.
Og íslenskir bændur flytja út mikið af landbúnaðarafurðum, því hálf milljón erlendra ferðamanna kaupir hér íslensk matvæli í stórum stíl í verslunum og veitingahúsum, auk þess að ryksjúga hér upp íslenskar lopapeysur.
Steini Briem, 18.2.2009
Þorsteinn Briem, 23.7.2016 kl. 19:10
Ferðaþjónusta hefur farið vaxandi um allan heim síðastliðna áratugi.
Þróun alþjóðlegrar ferðaþjónustu frá árinu 1980 - Línurit bls. 7
Þorsteinn Briem, 23.7.2016 kl. 19:24
Rústabjörgunin sem þú kallar svo fólst í því að velta sér uppúr skítnum, tala niður landið og þjóðina. Sú aðferð stjórnar vg og s að skattleggja sig úr samdrættinum var eins og að lifta sér upp á hárinu.
Hrunið varð ekki varanlegt vegna þess að undirstöðurnar voru sterkar, þ.m.t. stóryðja og sjávarútvegur. Þetta voru greinar sem ekki hrundu. Túrisminn er ágætur fyrir sinn hatt en hann skapar nánast eingöngu láglaunastörf, veldur mengun og átroðningi. Stórfurðulegt þegar náttúruverdarsinnar er að dásama túrismann.
Bjarni (IP-tala skráð) 23.7.2016 kl. 21:35
Í hruninu tapaði ekki einn einasti starfsmaður í stóriðjunni starfi sínu og enn sem komið er hefur ekki frést af einum einasta ferðamanni sem hefur hætt við að koma til Íslands vegna stóriðjunnar (því miður kannski?).
Þetta tvennt virðist því ágætega þrífast hlið við hlið og ég held einmitt að útlendingar hrífast frekar af því hvernig við virðumst hafa náð ágætis jafnvægi á milli þess að nýta og njóta.
Just my two cents...
ps. Einn vinsælasti ferðamannastaður Bandaríkjanna er...drumroll please...Hoover stíflan!!
Magnús (IP-tala skráð) 23.7.2016 kl. 22:23
"ónýta Ísland" finnst nær engöngu í greinum eftir Ómar Ragnarsson og Pál Vilhjlámsson, fjölmiðlamenn. Báðir nota það sem einhverskonar tilvitnun í þá sem þeir eru ósammála. Páll segir það slagorð vinstri manna og Ómar notar það gegn virkjunar og stóriðjusinnum.
Davíð12 (IP-tala skráð) 24.7.2016 kl. 00:20
Ísland er eitt strjálbýlasta land í heimi og er þar í 235. sæti.
Röð landa eftir þéttleika byggðar
Hér á Íslandi dvöldu um 1,3 milljónir erlendra ferðamanna í fyrra, 2015.
Hver erlendur ferðamaður dvelur hér á Íslandi að meðaltali í eina viku og því voru hér að meðaltali í fyrra um 25 þúsund erlendir ferðamenn á degi hverjum allt árið á öllu landinu.
Um níu af hverjum tíu Íslendingum ferðast hér innanlands á ári hverju og gista að meðaltali tvær vikur á þessum ferðalögum.
Að meðaltali eru því um ellefu þúsund Íslendingar á ferðalögum hér innanlands á degi hverjum allt árið og því eru hér einungis um tvisvar sinnum fleiri erlendir ferðamenn en íslenskir.
Og við Íslendingar erum örþjóð.
Þorsteinn Briem, 24.7.2016 kl. 03:19
"According to the National Park Service (NPS), over 300 million visitors collectively spent over a trillion hours at U.S. national parks in 2015.
Those numbers are expected to go up this year, given the marketing efforts around the NPS's centennial anniversary.
But even without the anniversary, foot traffic at U.S. parks has been trending upward:
In recent years, the NPS has seen record attendance."
"Blimes, along with Michelle Haefele and John Loomis, a postdoctoral fellow and a professor at Colorado State University respectively, estimate that NPS parks and programs are together worth about 92 billion U.S. dollars."
Þorsteinn Briem, 24.7.2016 kl. 03:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.